Feykir


Feykir - 15.09.1993, Blaðsíða 8

Feykir - 15.09.1993, Blaðsíða 8
15. september 1993,31. tölublað 13. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Einkareikningur, framtíðarávísun á góða ávöxtun, ódýran yfirdrátt og víðtæka viðskiptaþjónustu! Sími35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Meleyri loks komin á beinu brautina Héraðsdómur Norðurlands vestra samþykkti í síðustu viku nauðasamninga þá sem Meleyri hf á Hvammstanga gerði við við- skiptaaðila sína lyrr á þessu ári. Við gerð samninganna afskrifast verulegur hluti skulda fyrirta;k- isins, cn erfið skuldastaða hcfur sligað rekstur Meleyrar mörg undanfarin ár. Þessir samningar eiga að gera Meleyri aó ágætlega rekstrarhæfu fyrirtæki, að sögn Guðmundar Sig- uróssonar framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. Ágætlega hefur gengið með hráefnisöflun í sumar og hef- ur verið unnið frá sex á morgnana til fimm á daginn. Auk afla sinna eigin báta kaupir Meleyri hráefni frá útgerðum annarra báta á Norð- ur- og Vesturlandi. Margur Hvammstangabúinn andar nú léttar eftir að Meleyri er laus úr þeim skuldafjötrum sem fyrirtækið var í. Meleyri og Kaup- félag Vestur - Húnveminga eru stærstu atvinnurekendur í héraðinu og rekstrarstöóvun rækjuvinnsl- unnar hefði því orðið byggð á Hvammstanga mikill skellur. Fjárréttir voru víða um síðustu helgi. Gangnamenn fengu gott veður til leita og var fé með flesta móti er til réttar kom í Staðarrétt, en þar var réttað á sunnudag. Bændur álíta að dilkar séu í vænna lagi að þessu sinni. Þrátt fyrir fremur kalda veðráttu í sumar virðast sumarhagar hafa gróið vel. Gróður fór að vísu seinna af stað, en það kemur sumabeitinni bara til góða, segja þeir, og enn virðist grös í beitarlöndum vera í vexti. Stórvirki Neistamanna á Hofsósi Vestur - Húnavatnssýslur: Líflegt starf í félagi eldri borgara Nú seinni hluta sumars hafa staðið yfir miklar framkvæmdir hjá Ungmennafelaginu Neista á Hofsósi í gerð grasvallar. Það eru leikmenn meistaraflokks félags- ins, um 15 manna hópur, sem að- allega hafa staðið í þessum stór- ræðum og um helgina náðu þeir að ljúka þökulögn á aðalleik- vanginn, en þeir hafa unnið hörðum höndum síðustu tvær vikurnar við þökulögnina. Að sögn Jóhanns Sigmarssonar framkvæmdastjóra félagsins hófúst framkvæmdir við vallargerðina um miðjan júlí í sumar, en þá hófst ýtu- vinnan. Þótt búið sé að þökuleggja leikvöllinn, er enn talsverð vinna eftir við frágang umhverfis vallar- ins og gerð aöstöóu fyrir áhorfend- ur en hún verður í all myndarlegri brekku sem myndaðist af jarðveg- inum sem ýtt var ofan af vallar- stæðinu. Nýi grasvöllurinn á Hofs- ósi stendur þvert á malarvöllinn og er austan hans. Samsíða malarvell- inum verður einnig grasæfingar- svæði sem langt er komið með að þekja. Greinilegt er að hió nýja vallar- svæöi Neista verður mjög glæsilegt og aðstaða æskufólks á Hofsósi til íþróttaiðkana veróur mjög góð áður en langt um líóur, en vonir standa til að unnt verði að taka grasvöllinn í notkun um mitt næsta sumar. Ungmennafélagið Neisti er ckki Draga verður það í efa að sóknar- prestur í Skagastrandarpresta- kalli hafi átt jafn annasaman sól- arhring og séra Egill Hallgríms- son átti nú um hclgina. Egill fram- kvæmdi athafnir við tvær útfarir á Skagaströnd á laugardaginn. Um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudagsins fékk hann síðan símhringingu frá konu sinni scm stödd var í Reykjavík í þeim er- indagjörðum að fæða barn. Hún hafði þær fregnir að færa að þetta væri líklega aUt að fara af stað hjá sér og hún væri í þann mund að fara á fæðingardeildina. „Ég dreif mig í sturtu og síðan út í bíl og ók suður. Þetta var vægast sagt dálítið sérstakt. Ég hafði verið að kveðja fólk þama daginn áður, fólk sem ég þekkti vel og þótti vænt fjölmennt félag, enda telur félags- svæðið sem er Hofshreppur aðeins um 400 manns, en Neistamenn eru samheldinn hópur dugmikilla ungra manna sem víla ekki fyrir sér að ráðast í stórvirki sem gerð íþrótta- vallar er. Þeirra starf er tákn þess að enn er bjartsýni ríkjandi um vöxt og viðgang byggðarinnar við aust- anveróan Skagaíjörð. um, síðan ók ég þama í nóttinni mót nýju lifi og nýjum degi böðuóu birtu og sólskini i morgunsárið, eins og morgnamir geta verið hvað fegurst- ir. Ég kom suður um sjöleytið og tveim stundum síðar fæddist okkur sonur. Þessi stund þama milli kveðjustundarinnar og þar til nýtt líf kom í heiminn, minnti mig einmitt á það hvað lífið er dýrmætt, þessi stutta stund sem við köllum ævi“, sagði Egill í samtali við Feyki. Þetta er annað bam þeirra hjóna Egils Hallgrímssonarog Olavíu Sig- urjónsdóttur. Fyrir eiga þau dóttur. Sonurinn var rúmar 14 merkur að þyngd þegar hann fæddist og 51 sm að lengd. Séra Egill hafði ráðgert að messa að Hofi á sunnudeginum en varð að afboða messuna af fæðing- ardeildinni. „Félagið var stofnað í Iok síðasta árs og það má segja að starfsem- in hafi byrjað með pompi og pragt í sumarbyrjun þegar við fórum í þriggja daga ferð suður á land jjar sem gLst var á Flúðum“, segir Eyjólfur Eyjólfsson á Hvammstanga en hann er for- maður Félags eldri borgara í Vestur - Húnavatnssýslu. Undir- búningur vetrarstarfs í l'élaginu er nú að hefjast. „Prestshjónin á Prestbakka, Ágúst og Guórún, gerðu síðan ágæt- lega vió okkur í júní í sumar. Buðu okkur til messu og í kaffisamsæti á Ekið var á hross í Vallhólmi fyrir neðan Varmahlíð í fyrrakvöld. Engin slys urðu á fólki, bíllinn stórskemmdist en ekki er vitað um hve mikla áhverka hrossið hlaut, en það hvarf út í náttmyrkrið. Bjöm Mikaelsson yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki sagði brýnt að ökumenn og bændur sýndu að- gæslu nú á haustdögum þegar bú- peningur er kominn í heimalönd. „Bændur og búalið ættu að passa upp á að ekki gleymist að loka hliðum þannig að búfénaður kom- ist ekki inn á afgirt svæði meðfram vegum. Sérstök ástæða er fyrir ökumenn að sýna aógæslu í akstr- inum, halda ökuhraðanum niðri, og draga úr hraða þegar þeir mæta bíl- um. Það er ekki bara nóg að lækka ljósin, það verður að draga úr hrað- anum, því það myndst oft dauður eftir. Þar var gleðskapur mikill, mik- ið sungið og fólkið skemmti sér ákaflega vel þannan dag sem var hinn ánægjulegasti", sagði Eyjólínr. Þá gat hann þess einnig að vinnu- skólinn á Hvammstanga hafi boðið eldri borgurum upp á þá þjónustu í sumar að slá og snyrta garða þeirra gegn hálfú gjaldi. „Verkstjóramir komu og mátu hvað verkið tæki langan tíma og ákváðu gjaldið sam- kvæmt því. Þetta mæltist ákaflega vel fyrir hjá fólki. Það hefúr verið unnið mjög mikið í snyrtingu og fegrun bæjarins í sumarí1, sagði Eyjólfur að endingu. punktur á milli bílanna sem er svo hættulegui'" sagði Bjössi Mikk. Oddvitinn Það þyrfti að setja blikkljós á þarfasta þjóninn, þá yrði hann ckki þarflaus á vegunum. Viðburðarík helgi hjá séra Agli Ekið á hross í Vallhólmi Gæðaframköllun BÓKABTjjÐ BKYMLIARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.