Feykir


Feykir - 15.09.1993, Blaðsíða 4

Feykir - 15.09.1993, Blaðsíða 4
4FEYKIR 31/1993 Heldri borgar bæjarins gera sér dagamun September, besti mánuóur sumarsins! Þettahjómar svolítiö öfugsnúið en svona er þetta samt. Það haföi staðið til í allt sumar aó þrír af h(eldri) borgurum Sauð- árkróks brygðu sér í smá- feróalag. Af því varð þó ekki fyrr en núna í sumar- aukanum, nánar til tekið síóasta fimmtudag. Þaó var Þorvaldur Þorvaldsson fyrrverandi kaupmaður sem var ökumaðurinn í þessari ferð, en Þorvaldur lætur sig ekki muna um að taka svona smá rispur ann- aö slagið. Til aö mynda á dögunum þegar hann varó áttræöur, 5. september, lét hann sig ekki muna um aó aka austur í sýslur, en seg- ist reyndar hafa fengið til liðs viö sig sonarson sinn, lögreglumanninn og öku- kennarann Birgi, til að sjá um þetta færi allt löglega ífam og einnig hafí hann séð um bróóurpartinn af akstrinum. Upp úr hádeginu á fimmtudag voru þau mætt vió Sauðárkróks- kirkju aó leggja upp í ferðina: Þorvaldur, Eyþór Stefánsson tón- skáld og frú Minna Bang. Það hefur lítió borið á Eyþóri Stefáns- syni heiðursborgara Sauðárkróks síðustu misserin og árin, enda hann orðinn háaldraður, 92ja ára og heilsan farin að bila. Ferðin var m.a. farin til að sýna honum bæinn og næsta umhverfi. Það er ekki langt síðan að Eyþór sást á morgungöngu nær daglega um Gamla bæinn, tignarlegur í fasi eins og hann var jafnan, og þótt gönguferðimar hafi verið aflagð- ar heldur hann enn merkilega vel sinni reisn. Sama númerið og 1935 Þorvaldur benti mér á að svo skemmtilega vildi til að sama bíl- númer væri enn á sínum bíl og hafði verið 1935 þegar hann fór með Ola Bang fyrrverandi apó- tekara á Króknum til Akureyrar að ná í Minnu konu sína í fyrsta skiptið sem hún kom til landsins, með Drottningunni eins og hún var gjaman kölluðuð, skemmti- ferðaskipið Dronning Alex- andrine. , J>á var það reyndar SK-40, en ekki K-40 eins og það er í dag. Þetta var 2. júlí 1935 og ég man það vel þegar við ókum niður að Akureyrarhöfh að þá stóð Minna á dekki og veifaði til okkar, stór- glæsileg stúlka aðeins 21 árs. í bakaleiðinni lentum við í þoku og dimmviðri í Giljareitunum og þá varð Minna hrædd, sagðist aldrei hafa kynnst jafnslæmum bílvegi og var náttúrlega óvön þessum gjörbreyttu aðstæðum ffá jafn- sléttunni á Jótlandi“. Svona minntist Þorvaldur ferðalagsins 1935 og hann lagði líka nokkur orð í belg varðandi bílferðina í síðustu viku. „Eg var að ferðast þama með vinum mínum, Eyþóri Stefáns- syni tónskáldi og frú Minnu Bang. Þetta fólk hef ég þekkt lengi og aldrei fallið neinn skuggi á okkar vináttu. Við Eyþór störf- uðum saman í um 40 ár, í kirkjukómum, karlakómum og í fyrstu lúðrasveitinni sem stofhuð var héma á Króknum. Síðan hafði Eyþór það meira að segja af að koma mér tvisvar á leiksviðið, og þá í sambandi við söng og hljóð- færaleik. I annað skiptið var það þýskt veik, Alt Heidelberg, geysi- mikið stykki, og til maiks um vin- sældir þess þá fylltum við Bíóið á Siglufirði a.m.k. fjómm sinnum þegar við fómm í leikferð þang- að. Endað í veilsu hjá Minnu Bang Minnu hef ég þckk alveg síð- an hún kom hingað. Hún hefur tekið mikinn þátt í félagsstarfi héma í bænum, verið t.d. lengi í sóknamefnd. Við hjónin bjugg- um í nokkur ár í Blöndalshúsinu í næsta nágrenni við þau Óla og Minnu. Eg þekkti Óla vel, keyrði honum mikið héma áður og það kom meira að segja fyrir að ég lánaði honum bíl. I þessu ferðalagi okkar núna vomm við ásátt um að skreppa hringinn í Hegranesinu og láta það duga fyrir utan bæinn. A leió- inni um Nesið var mikið rætt um huldufólk og hvort það væri álfa- byggð í klettóttu og sérstæðu landslaginu í Hegranesinu. Það var fallegt veður og útsýni gott, Blönduósingar ungir og gamlir tóku aideilis höndum saman á dögunum þegar þeir þöktu gamla malarvöliinn og breytt í grasvöll. Verkið hófst á iaugardag um næstsíðustu helgi og því lauk sl. miðvikudagskvöld. Rúmlega 50 manns voru samankomnir við þökulögnina þegar Sigurður Kr. Jónsson smellti þessum myndum. Þorvaldur Þorvaldsson, Eyþór Stefánsson og Minna Bang við Sauðárkrókskirkju. Það á vel við, sérstaklega er það starf Eyþórs sem tengst hefur kirkjunni en hann var þar organisti og stjómandi kirkjukórsins. og þama sáum við út um allt hér- aðið og út á fjörðinn, þar sem eyj- amar og Þórðarhöfði skörtuðu sínu fegursta. Síðan ókum við í bæinn og skoðuðum nýju hverfin og undruðumst hve rnörg ný hús hafa risið í nýja hverfinu við Túnahverfið í sumar. Svo litum við upp í kirkjugarð og vitjuðum ættingja og vina þar. Skoðuðum síðan framkvæmdir við Kirkju- stíginn og fleira héma í gamla bænum. Síðan endaði ferðalagið með veislu hjá frú Minnu Bang“, sagði Þorvaldur fyrrverandi kaup- maður aó endingu. Því má svo bæta við að Eyþór segir að það hafi nú verið mikið affek að koma Þorvaldi á sviðið í Alt Heidelberg 1938, heldur hafi einnig verið þama með presturinn okkar þáverandi séra Helgi Kon- ráðsson, og í fjölmörgum öðmm leiksýningum sem Eyþór stjóm- aði, má meðal annars nefna með- al leikenda, Siguið sýslumann og Magnús sem var læknir á Hofsósi á fyrstu áratugum aldarinnar. Þeir létu ekki sitt eftir liggja við verkið, Ófeigur Gestsson bæjar- stjóri og Guðbjartur Gunnarsson ráðunautur og formaður ffarn- kvæmdanefndar við gerð íþróttasvæðisins á Blönduósi, en fyrir liggur áætlun um uppbyggingu þess á næstu árum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.