Feykir


Feykir - 13.10.1993, Síða 7

Feykir - 13.10.1993, Síða 7
35/1993 FEYKIR7 Framsóknarkonur láta í sér heyra Óœypissmáar Til sölu MMC L-300 2000 4wd árgerð 1991 ekinn 43 þúsund km til sölu. Upplýsingar í síma 95- Sjötta landsþing Landssam- bands framsóknarkvenna haldið að Hallormsstað 9.-10. október 1993 telur atvinnuleysið eitt mesta böl nútímans. Þingið telur að á samdráttartímum eigi að leggja höfúðáherslu á að styrkja atvinnulífið og jafna kjör lands- manna. Það verður m.a. gert með lækkun raunvaxta. Þingið telur að endurskoða beri það stuðningsform sem nú er við at- vinnulausa. Bætur veröi í ríkara mæli greiddar til átvaksverkefna svo og endurmenntunar og starfsþjálfunar. Landsþing LFK lýsir þungum áhyggjum yfir ómarkvissum og fálmkenndum niðurskurði á vel- ferðakerfmu, sem verst kemur niður á þeim sem minnst mega sín. Þingið mótmælir heilsukort- um, uppsögnum starfsfólks á leikskólum sjúkrahúsa, lokun meðferðarstofnana og niður- skurði í menntakerfinu. Þá ber að fordæma skattlagningu á bók- um og ferðaþjónustu sem er einn helsti vaxtabroddur atvinnulífs. Þingið lýsir megnri andstöðu við þá frjálshyggjustjóm sem nú er við völd. Fjármagn flyst á fárra hendur og launabilið breikkar. Er svo komið að 20% launþega sem hæstar tekjur hafa fá 44% af heildaratvinnutekjum. Þingið hvetur verkalýðshreyf- inguna til átaka gegn slíkum ójöfnuði og óréttlæti. Spamaðar- hjal ríkisstjórnarinnar verður marklaust á meðan spilling og sukk viðgengst og stöðubrask er daglegt brauð. Þessi sundurlynda ríkisstjórn er rúin öllu trausti. Henni ber að segja af sér. Alls staðar sjást merki þess hvernig farið getur ef molnar undan grunni fjölskyldunnar og þar með uppeldi í landinu. Þing- ið væntir þess aó það ár sem nú fer í hönd, ár fjölskyldunnar, verði notað til þess að móta stefnu í málefnum hennar. Skýra þarf ábyrgð foreldra svo og stuðning samfélagsins við fjöl- skylduna. Allt of lengi hefur dregist að leikskólar væru fyrir öll böm og skólar einsetnir. Um næstu áramót tekur gildi samningur um evrópskt efna- Vífill gefur til sundlauga Nýlega gaf Kiwanisklúbb- urinn Vífill Breiðholti öllum sundlaugum landsins veggspjald með leiðbeiningum um blást- ursaðferð og hjartahnoð. Gjöf þessi er liður í átaki um öryggi á sundstöðum. Gerð veggspjaldsins var unnin í samvinnu við Slysavamar- félag íslands og Rauða kross Islands. Reynir Karlsson deild- arstjóri hjá menntamála- ráóuneytinu tók við gjöfinni og mun menntamálaráðu- neytið sjá um dreifmgu vegg- spjaldsins. (fréttatilkynning) hagssvæði. Engar upplýsingar um hvað tekur þá við koma frá stjómvöldum og er það ámælis- vert. Landsþingið átelur ríkis- stjórnarflokkana fyrir það að þjóðin fékk ekki tækifæri til að segja álit sitt á samningnum um evrópskt efnahagssvæði í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Við Islendingar getum fagnað því að eiga fagurt land, hreint loft og gjöful fiskimið. Á 50 ára afmæli lýðveldisins á næstu ári óska framsóknarkonur þess að þjóðin verði laus við það úr- ræða- og athafnaleysi sem ein- kennt hefur stjóm landsmála á þessu kjörtímabili og við taki stjóm Framsóknarflokksins sem setur manngilid ofar auðgildi. Sveitarstjórnarkosning- ar að vori Sjötta landsþing LFK haldið á Hallormsstað 9.-10. október 1993 hvetur framsóknarfélögin í landinu til að bjóða fram undir merkjum flokksins við komandi sveitastjórnarkosningar. Þingið fagnar aukinni þátttöku fram- sóknarkvenna í sveitarstjómum á þeim 12 árum sem landssam- bandið hefur starfað, eða úr 11% í 30%. Þá er það fagnaðarefni hve nú er mikill áhugi hjá kon- um að taka sæti á framboðslist- um að vori. Þingið minnir á fyrri samþykktir LKF: „að kona skipi annað tveggja efstu sætanna og hlutur kvenna á framboðslistum sé ekki minni en 40%. Þingið ítrekar að sérstök þörf er á þátttöku kvenna í stjómmál- um á tímum versnandi afkomu þjóðarbúsins. Óþolandi óvissa ríkir um ífamtíðina og hag heim- ilanna er stefnt í voða með stór- auknum álögum. Allar fram- sóknarkonur þurfa að leggja sitt lóð á vogarskálamar. Atvinnumál í því vaxandi atvinnuleysi sem nú er á Islandi hljótum við að líta til þeirrar efnahagsstefnu sem ríkisstjóm Davíðs Oddsson- ar hefur keyrt áfram nú tvö ár með vítahring vaxandi atvinnu- leysis og minnkandi landsfram- leiðslu. Hávaxta- og gjaldþrota- stefna ríkisstjómarinnar ásamt úrræðaleysi og bölmóði hamlar atvinnuuppbyggingu og brýtur niður velferðarkerfið, fyrirtækin, heimilin og einstaklingana. Við framsóknarkonur viljum velja þær leiðir í þjóðarbúskapn- um sem tryggja fólki atvinnu, mannsæmandi laun og félagslegt öryggi. Vinna fyrir alla er ský- laus krafa okkar, það em sjálf- sögó mannréttindi. Vinnuafl er auðlind sem við eigum að virkja til uppbyggingar. Nýja vaxta- og efnahagsstefnu þarf til að nýta okkar mörgu fjárfestingartæki- færi, við þörfnumst uppbygging- arstefnu í stað niðurrifs. Rjúpnaveiði bönnuð! Öllum óviðkomandi er bönnuð rjúpnaveiði í landi Skarðs í Skarðs- hreppi. Til sölu! Til sölu haglabyssa og vara- hlutir. Maverick haglabyssa (am- ersísk) fimm skota semi auto- mat 2,75 og þriggja tommu. Landcmser hásingar, fjögurra gíra kassi og millikassi. Einnig sex cylindra bensínvél í Toyota. Upplýsingar í vinnusíma 97- 11449 (Þórir) eða í heimasíma 97-11922. 35853. Til sölu Subaru station 4wd árgerð 1986. Ekinn 110 þúsund km. Mjög vel með farinn. Skipti á ódýrari koma til greina. Upp- lýsingar í síma 36473 eða 35711. Ólöf. Til sölu Yamaha stofuorgel, lítið notað. Upplýsingar í síma 95-35438. Til sölu góður bíll, tilbúinn í snjóinn, Subaru station árgerð 1986 ekinn 134 þúsund km. Upplýsingar í síma 35065. Aðalfundur Foreldra- og starfsmannafélags Gagnfræðaskóla Sauðárkróks Verður haldinn miövikudag 13. október kl. 20,30 í Gagnfræóaskólanum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Erindi flytja Sigríöur Sigurjónsdóttir sálfræóingur og Sveinn Allan Mortens uppeldis- fræðingur. Heitt á könnunni. Vilt þú fá fréttir úr heimahögum? - Eru búferlaflutningarframundan? Hvernig væri að gerast áskrifandi að bæjar- og/eða héraðsfréttabiaði? Skagablaáid Akranes og nágrénni Vikublað, fimmtudaga. Póstáskr. kr. 150 á tbl. S: 93-12261,93-11397 fax: 93-13297 FJflRÐflR póstunnn Hafnarfjörður og nágrenni Vikublað, fimmtudaga. Póstáskr. kr. 110 á tbl. S: 91-651945,91-651745 fax: 91-650745 — Vestmannaeyjar VikublaS, tlmmtudaga. Póstáskr. kr. 3.400 á ári. S: 98-11210 fax: 98-11293 Víkurfrcttir Suðurnes VikublaO, fimmtudaga. Póstáskr. kr. 3.300 á ári. S: 92-14717, 92-15717 fax: 92-12777 Austurlandskjördæmi VikublaO, fimmtudaga. Póstáskr. kr. 380 á mán. S: 97-11984 fax: 97-12284 Vestfírðir VikublaB, inið- vikudaga. Póstáskrift kr. 1.500 hálfsárs- lega. S: 94-4560, 94-4570 fax: 94-4564 Eystra- horn A-Skafta- fellssýsla Vikubl. fimmtd. Póstáskr. kr. 105 á tbl. S: 97-81505, fax: 97-81821 (Póstb. Höfn) Norðurland vestra Vikublað, miðvikudaga. Póstáskr. kr. 110 á tbl. S: 95-35757, 95-36703, fax: 95-36162 BORGFIRÐINGUR Borgarnes og Borgarfjörður Hálfsmánaðarl. fimmtudaga. Póstáskr. kr. 1.500 bálft ár. S: 93-71312 fax: 93-72012 Vestmannaeyjar Vikublað, föstudaga. Póstáskr. Greiðsla á flutningsgj. S: 98-11500 fax: 98-11075 Húsavík og nágrenni Vikublað, fimmtudaga. Póstáskr. 120 kr. á tbl. S: 96-41780 fax: 96-42211 Ólafsfjörður Vikublað, fimmtudaga. Póstáskr. kr. 140 á tbl. S: 96-62558, 96-62370, fax: 96-62630 BÆJARPOSTURINN Dalvík og nágrenni Vikublað, fimmtudaga. Póstáskr. kr. 500 á mánuði. S: 96-61476, fax: 96-61099 Austurland Austurland Vikublað, miðvikudaga. Póstáskr. kr. 1.050 ársfjórðl. s: 97-71750,97-71571 fax: 97-71756 Samtök bæjar- og héraðsfréttablaða

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.