Feykir - 24.11.1993, Blaðsíða 7
41/1993 FEYKIR7
Utibú BI á Hofsósi
20 ára í. des.
1. desember n.k. veröur afgreiösla
Búnaöarbankans á Hofsósi 20 ára.
✓
I tilefni dagsins veróur boðið upp á
kaffi og meðlæti í afgreiöslu
bankans.
Búnaðarbankinn á Hofsósi.
Tryggvi í Lónkoti
Á laugardaginn var, 20. nóv-
ember, varö níræöur Tryggvi
Guölaugsson f.v. bóndi í Lónkoti
í Sléttuhlíö. Hann fæddist árið
1903 á Ölduhrygg í Svarfaðardal,
sonur Guðlaugs Bergssonar, þá
bónda á Ölduhrygg, og Jakobínu
Halldórsdóttur frá Báröartjöm í
Höfðahverfi. Þá um haustið eða
síðsumars hafði Tryggvi Gunn-
arsson kaupstjóri Gránufélagsins
og síðar bankastjóri verið á ferð
um Svarfaðardal að saftia slátur-
loforðum meðal bænda og vakið
eftirtekt fyrir glæsimennsku. Litli
snáðinn, sem í heiminn kom þar
á Ölduhrygg í vetrarbyrjun, var
skírður í höfuð þessa fyrirmenn-
is og nefndur Tryggvi.
Tryggvi Guðlaugsson ólst
upp hjá föður sínum og konu
hans, Helgu Pálsdóttur, sem strax
tók hann til sín sem sitt eigið bam
og reyndist honuni vel. Fjöl-
skyldan fluttist vestur um Heljar-
dalsheiði vorið 1905, að Nauta-
búi í Hjaltadal, en síðar lá leiðin
út í Sléttuhlíð, sem síðar varð
sveitin hans alla tíð.
Tryggvi kvæntist 1. október
árið 1928 Ólöfu Oddsdóttur frá
Siglunesi, dóttur Odds Jóhanns-
sonar skipstjóra, og hóf hann bú-
skap á Yzta-Hóli í Sléttuhlíð árið
1928. Árið 1933 kaupir hann
Lónkot í Sléttuhlíð og flyzt þang-
að ásamt konu sinni og bjó þar
sjálfseignarbóndi nærri hálfa öld,
allt þar til hann veiktist hastarlega
svo að honum var ekki hugað líf.
En dagar Tryggva vom ekki
uppi. Af ótrúlegri þrautseigju
komst hann til nokkurrar heilsu
aftur og hefur síðan dvalið á
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, nú
síðast á dvalarheimili aldraðra.
Það var dágóður hópur, sem
heiðraði Tryggva og átti með
honum glaða stund á laugardag-
inn var, þegar hann tók á móti
gestum í Dvalarheimilinu. Borð
vom hlaðin veitingum af mörgu
tagi. Geimiundur spilaði á harm-
onikku fyrir söng og dansi.
Margar ræður vom haldnar og
kvæði flutt til heiðurs afmælis-
baminu. Þar var réttilega drepið á
hans margvíslegu störf, sem hann
hefur unnið í þágu sveitunga
sinna og samfélagsins á sinni
löngu ævi. Mun það mála sann-
ast, að hann var óvenjulega fé-
lagslyndur og lét sér fátt mann-
legt óviðkomandi í sínu nágrenni.
Varla var til sá félagsskapur í
sveitinni, sem hann ekki reyndi
að styðja eða standa íyrir. Má
þar t.d. nefna ungmennafélagið,
lestrarfélag, leikstarfsemi, búnað-
arfélag að ógleymdum sveitar-
stjómarmálum. Hvarvetna hafði
Tryggvi nokkuð til málanna að
leggja og hann var ódeigur að
koma skoðunum sínum á fram-
færi. Hann var heill og ókvikull
í hverju máli og óþreytandi að
berjast fyrir því, sem hann taldi
horfa til góðs, án þess að spyrja
um daglaun að kvöldi.
Þótt Tryggvi hafi nú um all-
mörg ár verið alblindur, reynir
hann eftir megni að fylgjast með
sínu umhverfi, blanda geði við
fólk, fer enn á fundi, tekur til
máls og hefur skoðanir á þjóð-
málunum. Daginn fyrir níræðis-
afmælið hringdi hann til Jóhönnu
félagsmálaráðherra í Þjóðarsál-
inni og skákaði henni í samein-
ingarmáli sveitarfélaganna, sem
kosið var um á aimælisdegi hans.
Eg kynntist Tryggva ekki að
marki fyrr en eftir að hann kom á
elliheimilið á Sauðárkróki. Or-
sakir til þess lágu í vinnu minni
við bókasafnið og Sögufélag
Skagfirðinga. Tryggvi var sér-
stakur áhugamaður að halda til
haga minningum um gamla tíð
og þjóðlegan fróðleik. Hannvar
mikill frásagnamaður og hefur
talað ýmsar endurminningar inn
á margar segulbandsspólur.
Margt af því bíður seinni tíma úr-
vinnslu, en nokkuð hefur verið
prentað af frásögnum hans. T.d.
hefur undirritaður skráð ýmislegt
eftirhonum, m.a. ítarlegan og all-
sérstæðan þátt um landabrugg á
bannárunum, en Tryggvi er einn
fárra manna, sem hefur haft
áræði til að tjá sig um eigin
reynslu á þessu sviði.
Þannig hefur Tryggvi í Lón-
koti ætíð verið, einlægur og
mannblendinn og jafnan þorað
níræður
að flytja sína sannfæringu hvar
sem var, þótt lífið hafi ekki ætíð
leikið hann mildilega. Einkason-
ur hans, Oddur Steingrímur, lézt
af voóaskoti 9. júní 1959, aðeins
24áragamall. ÞarmisstiTryggvi
það sem honum var kærast í til-
verunni. En þrátt fyrir þetta áfall
og önnur fleiri í einkalífi sínu,
hefur hann haldið glaðværð sinni
og borið þau með reisn.
Um leið og ég samfagna
Tryggva vini mínum á þessum
tímamótum, vildi ég þakka hon-
um allt það sem hann hefur látið
gott af sér leiða á sinni löngu ævi
og óska þess, að hann fái enn um
sinn notió þess, sem lífið hefur
honum að bjóða; hann megi
halda þolanlegri heilsu og vak-
andi áhuga á mönnum og mál-
efnum, allt þar til hann leggur í
ferðina miklu, sem okkur öllum
er búin, fynr eða síðar.
Hjalti Pálsson.
Ókeyplssmáar
Til sölu!
Til sölu er eins árs gömul
Rainbow SE tyksuga, mjög lítið
notuð, Yamaha hljómborð,
ónotuð þriggja spaða vifta (í
loft), Nintendo leikjatalva og
Subaru station ágerð 1987, ekinn
94 þús. Upplýsingar í síma 95-
35022.
Til sölu Mazda 626 árgerð
1986, ekinn 118 þús. km.
Mjög góður bíll. Upplýsingar í
síma 35141 (Jóhann).
Til sölu Toyota Double Cab
disel árgerð 1991, plasthús og
klæðning, krómfelgur á 31
tommu dekkjum, rafmagnsspil,
röragrind, dráttarvélabeisli og
rafmagnslæsing í afturöxli.
Upplýsingar í síma 95-35676.
Til sölu lítill ísskápur, hentugur
fyrir einstakling eða litið
fyrirtæki. Einnig eru til sölu á
sama stað fjögur vetrardekk
155x13 og einnig hitapúði. Alltá
að seljast á mjög góðu verði.
Upplýsingar í síma 38184.
Til sölu tvær bókahillur (háar)
og stór ísskápur. Upplýsingar í
síma 35911.
Til sölu MMC Pajero disel
turbo, árgerð 1986, sjö manna,
mjög vel með farinn. Upplýs-
ingar í síma 36496..
Hlutir óskast!
Vantar koparhringjur á hnakka-
gjarðir. Hringið í Margréti í síma
38054.
Herbergi óskast til leigu. Upplýs-
ingar í síma 35771.
íbúð til leigu!
Til leigu fjögurra herbergja
íbúð á Sauðárkróki. Upplýs-
ingar í síma 95-36463 eftir kl.
17,00.
NÚERUALUR í FÖNDURSTUÐIOG
FÖNDRA FYRIR JÓLIN!
Eins og í fyrra veröunt við meö
JÓLAFÖNDUR í GALLERÍ VLLLA NOVA
tik föstudagskvöldfrá kl 1930
og á laugardag frá kl 15
Nú komum viö saman og skreytum
aðventukransana okkar
eöa búum til eitthvaö fallegt ogjólalegt
Viö aöstoöum ykkur viö kerta-
skreytingamar og erum einnig meö sérstakt
jólaföndur sem allirgetagert
Þiögetiö komiö meö það sem þiö eigiö
og keypt það efhi sem þiö þutjið á staönum!
ERUM MEÐ SKREYTIEFNIÁ GÓÐU VERÐI
KERTI, GRENI OGFÖNDURVÖRU
Aðgangur er ókeypis og heitt á könnunni
NÚ KOMAST AJJJR íJÓLASKAPIÐ!
ALLIR VELKOMNIR!
Gallerí ViUa Nova
s: 36430 - Aöalgata 23
Skagfirðingar-Sauðárkróksbúar
Hjá Saumastofunni Vöku hf. Borgarflöt 1 fást ullarvörur í úrvali.
Peysur, húfur, treflar og ullarteppin vinsælu. Fallegar og vandaðar
vörur á góðu verði.
Opið alla daga frá kl. 9-12 og 13-17.
ÍSLENSKT - JÁ TAKK