Feykir


Feykir - 24.11.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 24.11.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 41/1993 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauöárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guóbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó virðisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. „Hakkavélakaup ekki vegna svartrar sölu" segir Þórey húsfreyja í Keflavík „Saindrátturinn og tekjumissir- inn honum samfara, gerir það að verkum að sveitafólki er beinlínis nauðsynlegt að nýta sína framleiðslu sem best og vera sjálfu sér nægt um marga hluti. I*að tíðkast t.d. að heimili eigi saman stórar hakkavélar og útbúi sínar kjötvörur sjálf. I»etta er ekkert nema sjálfsagð- ur hlutur og við höfum hingað til ekki haft stórar áhyggjur af því að verða stimplaðir stóraf- brotamenn, en manni sýnist vera farið að styttast í að það verði gert“, sagði Þórey Jóns- dóttir húsfreyja í Keflavík en henni blöskar harðar ásakanir í garð bænda um heimaslátrun og svartamarkaðssölu undan- farið. Þórey segir að það tíðkist einnig að kvenfélög kaupi tæki til matvælagcrðar og slík tækjakaup tengist á engan hátt svartamark- aðssölu. Þetta sé bara viðleitni hjá fólki að sinna sjálfsþurftarbú- skapnum, sem gerist nú æ nauð- synlegri við aukinn samdrátt í framleiðslunni. „Ég er hræddur um að mörg húsmóðurin yrði fljót að bræða úr litlu hakkavélinni sem fylgir hrærivélinni, með því að hakka kjöt í henni. Síðan á fólk saman hamborgarapressu og fleiri tæki. Þetta munar ákaflega miklu að geta sparað svona varóandi matarinnkaup. Ég hef ekki trú á því að ncinn bóndi sem ætlar sér að lifa af bú- skapnum og hefur sitt búmark, sé að standa í þessu svartamarkaðs- braski. Hagsmunimir sem í húfi eru bjóða ekki upp á slíkt, og því held ég að fregnimar af svarta markaðs sölunni séu stórlega ýkt- af', segir Þórey Jónsdóttir í Kefla- vík. Almanak Þroskahjálpar! Sjálfboöalióa vantar til að selja happdræddisalmanak Þroskahjálpar. Hafió samband viö Þórhall á Feyki í síma 35757 í vinnunni eóa 35729 heima. Hefuröu gaman að körfubolta? Hef til sölu tölvuleiki og fjölskylduþrautir. Hafió samband viö Finn í síma 95-35578 frákl. 17,00-19,00. Nýjar verslanir við Aðalgötuna Stöðugar breytingar hafa átt sér stað í versiunarrýmum við Aðalgötuna á Sauðárkróki síð- ustu mánuðina. Ný starfsemi hefiir hafist í nokkrum versl- unarhúsum við götuna eða nýir húsbændur tekið við stjórn. Þannig komu nokkur ný fyrir- tæki að Aðalgötu 20 þar sem Hreinn Sigurðsson var áður til húsa: Verslunin ísold flutti um set nýlega þangað sem Sauðár- króksapótek var áður, Stefán úrsmiður er fluttur þangað sem ísold var áður, að Aðalgötu 3, nýr rekstraraðili tók við fata- versluninni Sýn á liðnu sumri og þannig mætti áfram telja. Og þessir nýju atvinnurek- endur em ekki bangnir og bjóða þeirri þjónustu sem fyrir er á staðnum byrginn. Svo mætti að Jenný Ragnardóttir í Aðalblómi ásamt aðstoðarmanneskju sinni, Brynhildi Sigtryggsdóttur. minnsta kosti ætla með Jenný Ragnarsdóttur sem nýlega opnaði blómabúð að Aðalgötu 20, Aðal- blóm hf. Er það önnur blómabúðin í bænum, fyrir er Blóma- og gjafa- búðin. Jenný segist samt ekki vera í beinni samkeppni við þá verslun. , J»etta em ólíkar vömr sem versl- animar em með. Ég er með potta- blóm, afskorin blóm, þurrskreyt- ingar og lifandi skreytingar, og svo jóla- og aðventuskreytingar núna. Einnig sel ég ýmsa gjafa- vöm, t.d. frá Tékk-kristal, Dux og Gegnum glerið". Jenný lagði stund á blóma- skreytingar meðan hún bjó í Reykjavík í nokkur ár. Hún segir að sig hafi ekki langað til að opna blómabúð í Reykjavík, í allri Anna Sigríður Stefánsdóttir í Tískuhúsinu. þcirri mergð blómabúða sem þar em. „Ég var ákveóin í að koma á fót verslun þegar ég fiytti aftur norður. Ég get ekki sagt íinnað en okkur hafa verið tekið vel. Ég held þaó hafi líka sýnt sig nú þegar að tvær blómaverslanir geti dafnað hér í bænum", sagði Jenný. Margur hefði haldið að nóg væri af fataverslunum í bænum. Anna Sigríður Stefánsdóttir var þó á öðm máli þegar hún opnaði verslunina Tískuhúsið í sumar. „Ég legg höfuðáherslu á tískufatnað fyrir ungt fólk og er því mcð klæðnað talsvert frá- bmgðnum þeim sem hinar versl- animar em meó. Þetta hefúr farið ágætlega af stað, miklu bctur en ég þorði að vona. Þetta er gamall draumur að rætast hjá mérí', sagói Anna Sigríður. Fleiri nýjum fyrirtækjum vió Aðalgötuna verður geiö skil síóar. Kannast þú við gamla vísu? Ágæti lcsandi! Ég stunda nám í þjóðfræði við Háskóla Islands, og er m.a. að rannsaka sögu vísu einnar, sem ég lærði ungur. Ef þú kannast við hana og telur þig vita eitthvað um hana, þætti mér vænt um að þú skrifaðir mér, þar sem fram kæmi allt sem þú veist, eins og t.d. nafn höfundar (og helst eitthvað meir um hann), aðdraganda að gerð vísunnar, hvenær hún er samin, og hvernig hún er „rétt". Vinsamlegast láttu þess cinnig getið hvar þú sást þessa fyrirspum mína, því hún er birt í fleiri blöðum um landið. Ég lærói vísuna svona: Djöfull er hann drullugur. Duglega þarfað skaf 'ann. Ljótur bæði’ og lélegur, líkur þeim sem gafann. Með fyrirfram þökk. Sigurður Ægisson box 146 8770 Træna, Norge Frá Bridsfélagi Sauðárkróks Úrslit í hjóna- og parabrids- keppni urðu þessi. Mótið fór fram á tveim kvöldum og lauk því í fyirakvöld. 1. Ágústa Jónsdóttir og Kristján Blöndal 264 stig. 2. Sigrún Angantýsdóttir og Sigurgeir Angantýsson 247 stig. 3. Erla Guðjónsdóttir og Haukur Haraldsson 237 stig. Faxnúmer Feykiser 36703 Ibúð til leigu! Tveggja herbergja íbúó á Sauöárkróki til leigu strax. Upplýsingar í síma 35381 eftir kl. 17,00. Munið áskriftargjöldin! Þeim sem einhverra hluta vegna hefur láðst aö greiða áskriftargjaldió og eiga í fórum sínum gamla ógreidda gíróseðla, em beónir aó greióa hió allra fyrsta. Þeim sem glatað hafa gíróseðli skal bent á aö hægt er aö millifæra áskriftargjaldió á reikning Feykis nr. 8029 í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.