Feykir - 24.11.1993, Blaðsíða 5
41/1993 FEYKIR5
Björn á Mælifellsá
Margir bæöi innan héraðs og
utan kannast við þetta nafn,
Bjöm á Mælifellsá. Hvað veldur?
Þaó er margt sem veldur því, en
þó einkum það, að þessi maður
er ljúfur í lund og gestrisinn.
Hann á alltaf tóbak og vín handa
gestum, en brúkar það ekki sjálf-
ur. Hann er ekki fæddur í gær
heldur 7. desember 1903 og
verður 90 ára innan tíðar. Hann
er léttur í spori og gengur mig af
sér á götunni. Hann á líka að vera
á undan því hann er tveimur
ámm eldri en ég.
„Við Bjöm og ég“ eigum
margt sameiginlegt. Við eigum
sama hrepp og Hofsjökul í suðri
og við eigum hin rismiklu fjöll
og Mælifellshnjúk, vegna þess að
við horfum á þau dags daglega.
Lýður sem ekki nennir að tala,
hefur gert okkur þann miska að
nefna hreppinn oldcar Lýdó, sem
er ónafn úr Reykjavík. Nú emm
við Bjöm á Mælifellsá nágrannar
höfum sitt herbergió, hvor við
sama gang á neðstu hæð í Elli-
heimilinu á Sauðárkróki og höf-
um alltaf verið vinir.
Bjöm á Mælifellsá fæddist á
Breið 1903 eins og áður er ritað.
Foreldrar hans vom Hjálmar Pét-
ursson og kona hans Rósa
Bjömsdóttir. Þau bjuggu á Bneið
M 1901 til þess er Hjálmar and-
aðist. Hann dó 30. desember
1907.
Þegar Hjálmar féll fra áttu þau
Rósa átta böm og það elsta 12
ára. Rósa bjó á Breið til 1911.
Yngstu bömin hafði Rósa með
sér næstu árin en þau eldri fóm í
ýmsar áttir á góð heimili. Ég veit
lítið um Hjálmar á Breið nema
faðir minn og hann vom góóir
vinir. Ég veit það líka að þegar ég
fæddist á Sveinsstöðum sótti
Hjálmar á Breið Sigurð lækni
Pálsson út á Sauðárkrók og reið
hart. Það var ekki í næsta hús að
venda því þessi leið er 100 km til
og frá. Hjálmar var naíhkenndur
hestamaður og átti góða reið-
hesta.
Ljósmynd var ekki til af
Hjálmari á Breið og leiði hans er
týnt í Goðdalagarði. Þannig
hverfa menn í straumi tímans.
Rósa Bjömsdóttir varð há-
öldmð. Þegar hún var áttræð var
henni gerð góð veisla. Hún var
þá á Hömrum hjá Efemíu dóttur
sinni. Ég var í veislu þessari og
flutti stutt ávarp. Þegar ég kvaddi
Rósu sagði hún: Það var gott þú
komst. Rósa var myndarkona,
hlý í viðmóti og skipti ekki skapi.
Þegar Bjöm Hjálmarsson var
sex ára fluttist hann frá Breið að
Ytri-Svartárdal tíl móðurbróður
síns Ofeigs Bjömssonar bónda
þar og var hjá honum fram yfir
fermingu. Alllöngu síðar var
Bjöm bóndi á Mælifellsá, víst ein
30 ár, og við þann bæ kenndur
síðan. Hann var í röð betri
bænda, en stóð ekki einn að því.
Kona hans var Þorbjörg Olafs-
dóttir ffá Svaðastöðum, mikil bú-
sýslukona og vel gefin.
Fyrir skömmu kom ég inn í
SP
/f títlb^ 6RDK1D
oms w> '**mít.stWe utr *?.»•?»
'V
„Gras af helgri grund“. Páll Ragnarsson tannlæknir hefur
komið fyrir í afgreiðslu sinni, stráunum af Old Trafford,
sem félagar hans í MILL-JÓN slitu upp 30. október sl.
skólana í borginni og rekur félags-
miðstöðvar og álíka tómstunda-
starfsemi fyrir unglinga.
För eiginkvenna giskaranna til
Manchester hefúr haft í för með
sér viðhorfsbreytingu hjá þeim
gagnvart knattspymu og fót-
boltaglápi á laugardögum. Vænt-
anlega verða þær fastagestir á vell-
inum næsta sumar, þótt knatt-
spyman þar verði ekki í eins háum
gæðaflokki og á Old Trafford.
herbergi til nafna míns og sá
enga bók hjá honum. Ég spurði
hvort hann ætti ekki bækur.
Hann svaraði: Ég er búinn að
senda mitt dót fram að Mæli-
fellsá og þar á það að grafast.
A fyrri tíð átti ég talsvert af
bókum, en las þær ekki, svo við
Bjöm á Mælifellsá stöndum jafht
að vígi, vitum svo að segja eldcert
um menningu Vesturlanda. Þó
vitum vió um Róm og Reykja-
vík.
Ég held það geri okkur ekkert
tíl. Við emm eins og „Ekkjan við
ána“. „Hún elskaði ekki landið
aðeins þennan blett“.
Okkar blettur er góður. Það er
Krókurinn, Mekka norðursins.
Krókurinn er höfuðstaður Skaga-
fjarðarhéraðs. Héraðið á merki-
lega sögu. Þar hafa verið nafn-
kenndir menn einn og einn allt
frá dögum Grettís.
Bjöm á Mælifellsá hefur
ýmsa yfirburði yfir mig. Hann er
sigldur, hefur komið til Kaup-
mannahafnar og séð konungs-
höllina þar. Ég hef aldrei farið út
yfirStórasjó og fer ekki.
Ég veit ekki tíl að Bjöm á
Mælifellsá hafi nokkum tíma
skipt skapi en ég er ofsabráður að
eðlisfari. Það hefur að vísu held-
ur lagast eftir því sem þrekið
minnkar. Það þarf þrek til að
reiðast.
Ég er handviss um að við
Bjöm á Mælifellsá verðum ná-
grannar og vinir í næstu jarðvist
eftir svo sem 800 ár. Vináttubönd
duga stundum lengi. Það skiptir
ekki máli, hvort við verðum í
Suður-Ameríku eða Kína og ekki
heldur hvort við verðum rauðir
eða gulir. Hvítí kynstofninn hef-
ur ekki alltaf verið til fyrirmyndar.
Skrifað 14. nóv. 1993
Bjöm Egilsson.