Feykir


Feykir - 01.06.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 01.06.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 21/1994 Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftqrveró 137 krónur hvert tölublað með virðisaukask.. Lausasöluverö: 150 krónur meó virðisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðiid að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Þessar ungu dömur, Stefanía Fanney Björgvinsdóttir og Sandra Hermannsdóttir, héldu á dögunum tombólu og létu ágóðann, 1665 krónur, renna til Sjúkrahúss Skagfirðinga. Hvöt byrjar vel og illa Hvatarmenn á Blönduósi hafa átt misjöfnu láni að fagna nú í upphafi fótboltavertíðar. Gengi þeirra hefúr verið ágætt inni á vellinum, tveir fyrstu leikirnir unnust, en hinsvegar lentu fjórir leikmenn liðsins í um- ferðarslysi, eftir leikinn gegn Neista á Hofsósi um miðja síðustu viku. Einn þeirra fjór- menninga slasaðist talsvert, markvörðurinn, og liggur hann enn á sjúkrahúsi. Hvöt vann leikinn á Hofsósi 1:0. Úrslit annarra leikja sem fram hafa farió að undanfömu, er að Kormákur vann Magna 3:2 og gerði 0:0 jafntefli við Geislann. Þrymur tapaði fyrir HSÞ b 0:1 og SM 0:2. KS gjörsigraði síðan HSÞ b um helgina, 8:0. Jón Hallur Ingólfsson formaður kjörstjórnar: Nauðsynlegt að halda spennunni í þessu Skeifudagur á Hólum Skeifukeppni fer fram á Hólum nk. laugardag og hefst kl. 13,00. I>etta er önnur skeifú- keppnin sem fram fer á Hólum þetta vorið. Astæða þessa er breytt fyrir: komulag námsins á Hólum. í skeifukeppninni nú taka þátt 16 heilsársnemar á Hólum, þeir sem útskrifast nú síðla sumars. Að sögn Magnúsar Láms- sonar á Hólum ættu úrslit í skeifukeppninni að liggja fyrir um kl. 15,00 á laguardag og verður keppnin með svipuðu sniði og verið hefur, þó verður hluti fmmtamningar ekki í keppninni nú þar sem nemendur hafa ekki lokið verknámi. Starf sumarbúðanna við Vest- mannsvatn er að hefjast, en þar hefúr þjóðkirkjan boðið bömum sumardvöl í meira en aldar- fjórðung. Til þessa hafa sumar- búðimar verið reknar af Æsku- lýðssambandi kirkjunnar í Hólastifti. Frá og með síðustu áramótum er staðurinn í eigu nýstofnaðrar sjálfseignarstofn- unar Kirkjumiðstöðvarinnar við Vestmannsvatn, sem á og rekur staðinn. Vestmannsvatn er eins og margir vita á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður-Þingeyjar- sýslu og þaðan er stutt í helstu náttúmperlur Norðlendingafjórð- ungs. Umhverfi staðarins er friðað enda er náttúmfegurðin einstök. I hlíðinni fyrir ofan stað- inn er svonefndur Vamshlíðar- skógur og í Vestmannsvatni em kjarri vaxnirhólmar. Þeirra stærstur er Höskuldsey. Veðursæld er mikil við Vestmannsvam. Ókeypis smáar Fást gefins! Faílegir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 35384. Sjómannamessa! í Sauðárkrókskirkju kl. 11,00 á sjómannadag. Kór sjómanna syngur og Sigfús Sigfússon flytur hugleiðingu. Stóðhestur til leigu! Spori 90165020 frá Hóli Dalvík, 4 vetra rauðblesóttur. Faðir Angi 1035, móðir Blesa 4823. Kynbótaspá: höfuð 134, fótagerð 124, aðaleinkunn 126. Verður byggingardæmdur á Vindheimamelum. í sumarbúðunum hafa bömin marga möguleika. Hægt er að sigla á bátum á vatninu og þar má ennfremur renna fyrir silung. Aðstaða til íþrótta er ágæt og umhverfið býður upp á skemmti- legar gönguferðir. Þegar hentugt er kveikja menn varðeld við vamið og á góðviðrisdögum er gott að busla í því. Haldnar eru kvöldvökur með leikjum og söngvum. Þá eru bömin upp- frædd með kristnidómi og fá að kynnast fjölbreyttu helgihaldi á Vestmannsvatni. A þessu sumri verða auk hins hefðbundna sumarbúðastarfs nokkur nýmæli í starfinu að Vestmannsvatni. Ekki verður aldursskipt í hópana en bömunum kennt að umgangast yngri og cldri krakka. Þá verður lögð áhersla á sérstakt áhugasvið í hverjum flokki. I lyrsta dvalarhópnum verður Ld. trúðaskóli, sem verður í umsjón þeirra Aðalsteins Berg- Þeir sem fylgdust með kosninga- sjónvarpinu að kvöldi kosninga- dagsins, undruðust á því hvað tölurnar bárust mun seinna frá Sauðárkróki og Blönduósi, cn mörgum öðrum stöðum. Blaðið hafði samband við Jón Hall Ingólfsson formann kjörstjómar á Sauðárkróki til að forvitnast um hverju þctta sætti. Jón Hallur sagði ástæðuna þá að þegar kjörfundi lyki um 10 leytið væri þónokkurt verk fýrir höndum, nefiiilega að bera saman kjörgögn, stemma fjölda greiddra dal leikara og vinar hans Skralla trúðs. Hestamennska verður helsta viðfangsefni annars dvalarhóps, íþróttir hjá þriðja hópnum og tónlist verður í hávegum höfð hjá fjórða dvalarhópnum. Þá munu böm í öllum dvalarflokkunum njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Að auki verður boóið upp á eina sundferð í hverjum fiokki og allir dvalarhópamir fara einu sinni í kirkju. Unglingar á gelgjuskeiði eiga líka afdrep á Vestmanns- vatni. I sumar býður kirkjumið- stöðin þeim til fimm daga dvalar og þar verður dagskráin sérsniðin að þörfum þeirra og óskum. Innritun í sumarbúðimar er hafin og er í síma 96-26605 fram ti!5. júní, en eftir þann tíma í síma sumarbúðanna 96-43553. í þessum símum em einnig veittar allar nánari upplýsingar um starfið á Vestmannsvatni. atkvæða á kjörstað og utankjör- staðaatkvæöi við kjörskrá. „Það er töluverður kostnaður sem fylgir því að hefja talningu áður en kjörfundi lýkur. Þá þarf að flytja atkvæðakassana í annað húsnæði og kveðja til gæslumenn meðan á talningu stendur. Við höfum reynt aö halda kostnaði við kosningu og talningu niðri, enda skiptir þaö ekki svo miklu máli Viðvíkurhreppur Kjörsókn 57,7%. Kosningu hlutu: Háraldur Þór Jóhannsson (26), Trausti Kristjánsson (24), Halldór Jónasson (21), Halldór Steingrímsson (20), Brynleifur Siglaugsson(15). Fljótahreppur Kjörsókn 81.2%. Kosningu hlutu: Öm Þórarinsson (71), Guð- hvort lyrstu tölur berast stundinni fýrr eða sinna. Þetta hefur venju- lega gengið ágætlega hjá okkur aó telja og svo var líka í þetta sinn. Við vomm búnir að ákveða að koma með tvær tölur fyrir úr- slitatölumar, til að halda spennunni í þessu. Fólk var ekkert voðalega hrifið síóast þegar við birtum úrslitatölumar strax“, sagði Jón Hallur Ingólfsson. rún Halldórsdóttir (65), Haukur Astvaldsson (63), Gunnar Stein- grímsson (51), Hemiann Jónsson (27). Hofshreppur Sjálfkjörið þar sem aðeins kom fram einn listi. Anna Stein- grímsdóttir, Jóhannes Sigmunds- son, Bjöm Þór Haraldsson, Elín- borg Hilmarsdóttir og Fríða Eyj- ólfsdóttir. (Heimild Útvarp Noröurl.) t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Margrétar Jóhannsdóttur Skógargötu 19 Sauðárkróki Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Deildar 5 á Sjúkrahúsi Skagfirðinga Ámi M. Jónsson Sigríöur Ögmundsdóttir Kjartan Jónsson Ingibjörg Ámadóttir böm og bamaböm Sumarbúðirnar að Vestmannsvatni: Nýbreytni í starfsemi búðanna Kosningaúrslit framh. af 3. síöu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.