Feykir


Feykir - 11.01.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 11.01.1995, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 2/1995 Heildir og sælir lesendur góðir. Þegar við nú ýtum úr vör á nýju ári er tilvalið að heyra hér fyrst yfirlýsingu frá hinum ágæta hagyrðingi Jakopi Jónssyni á Varmalæk í Borgarfirði. Oft man ég helst þá heilsar árið nýja er horfi ég bœði firam og ögn til baka svo marga synd sem mér láðist að drýgja og marga sem ég þyrfiti að endurtaka. Nú mun víst fara í hönd sá tími sem út- lit er fyrir að talsvert verði tekist á um launagreiðslur til fólks á hinum almenna vinnumarkaði, eins og stundum er sagt. Einhvem tíma við slíkar aðstæður mun eftirfarandi vísa hafa orðið til hjá Jakopi. Það gengur afiar illa um þessar mundir, allar stéttir barlóms sönginn kyrja. Gjörvöll þjóðin er að verða undir. Undir hverjum, má ég kannski spyrja? Limra kemur hér sem einhvemveginn hefur rekið á fjörur mínar, án þess að ég viti á henni nokkur deili. Efandskotinn er orðinn prestur og asninn veðhlaupahestur heitt er kalt og kratinn veit allt. Jú, þá er hann Blöndal þó bestur. Affam skal halda með limrumar og er hinn kunni limrusnillingur Jóhann S. Hannesson höfundur að þessari. Hverjum stjórnálafiokki er svofarið að hannforðast að taka afskarið. Spurð hvað milljón er stór, svarar miðstjórn í kór. Það er misjafiht. Hver biður um svarið? Á þessum árstíma er vel við hæfi að rifja upp eftirfarandi vetrarvísu sem ég held að sé eftir Guðmund Inga frá Kirkju- bóli. Víða grátt er veðrafar, varla dátt er gaman. Höfuðáttir heyja þar hríðarsláttinn saman. Önnur vel gerð vetrarvísa kemur hér og mun hún vera eftir Hreiðar Geirdal. Ægir bólginn byltir sér brims í ólgudýjum. Himinn fólginn allur er ofar kólguskýjum. Trúlega er þessi vísa Hjartar Gíslason- ar ort að vetri til. Mig þó hrelli fjúk og frost, farin bestu árin. I von um birtu og betri kost brosi ég gegnum tárin. 3. janúar 1993 átti Höskuldur Eyjólfs- son á Hofsstöðum 100 ára afmæli. Áf því tilefhi sendu þau hjón, Ester og Þorkell á Laugarvatni, honum eftirfarandi vísu. Á lífsins vöðum létt hann fer, leiðir öðrum faldar. Hœðst á söðli Höskuld ber, hestaöðling aldar. Næst langar mig að spyrja lesendur hver ort hafi eftirfarandi vísu. Hjá veslingnum Kemp er nú kólnandi blóð og kyrking í andlegum stálma. Hœttur að yrkja nema œttjarðarljóð og einstaka vakningarsálnm. Gott er nú að heyra aðeins frá Halla Hjálmars. Lollafinnst mérfögur mœr ogfrjálslynd eins og vera ber. Vœna stund ég var í gœr að velta henni fiyrir mér. Kært var á stundum með Haraldi og athafhamanninum frá Komsá Birgi Run- ólfssyni á Siglufirði. Nokkuð ströng hef- ur lífsbaráttan verið þegar Halli yrkir svo. Birgir hljóðar hástöfum, hefur slœnm líðan. Hann erfarinn forgörðum fyrir löngu síðan. Glaðari bragur hcfur verið á þegar Haraldur yrkir svo: Á knjánum skriðu kapparnir krókóttan veg. Báðir voru blindjullir, Birgirogég. Einhvem tíma mun Haraldur hafa tek- ið svo til orða. Á Sauðárkróki erfátt ífréttum, flestra heilsa er góð. Mér er ennþá afar létt um að yrkja bjöguð Ijóð. Svo yrkir Haraldur um æskustöðvar sínar í Deildardalnum. Fagrifjallahringurinn fríðan myndar dalinn. Hér er œskueldur minn í örmum þínumfalinn. Bið ykkur lesendur góðir að vera nú duglega að senda mér efni fyrir þáttinn og leita svo til Ólafs Sigfússonar frá Forsælu- dal með lokavísuna. Gefst þeim ríku gœfan flest, gull og nmrgir vinir, en þegar ég er þreyttur mest þá er ég sœlli en hinir. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, sími 27154,541 Blönduósi Gamli þjálfarinn reyndist Tindastólsmönnum erfiður Það var svo sannarlega stuð á Tindastólsmönn- um fyrstu mínúturnar í leiknum gegn Njarðvík- ingum í Síkinu sl. sunnudagskvöld. Tindastóls- menn spiluðu gestina sundur og saman og léku á als oddi. En gamla Njarðvíkurseiglan er söm við sig og smátt og smátt mölluðu Suðurnesja- mennirnir sig inn í leikinn. I>egar upp var staðið var um öruggan Njarðvíkursigur að ræða og Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkinga var að vonum ánægður að leik loknum, en hann fór fyrir sínum mönnum og átti einn af sínum glimrandi leikjum. Með hröðum og skemmtilegum leik komust Tindastólsmenn fljótlega í 10 stiga mun en Njarð- víkingar náðu að jafha upp úr miðjum hálfleiknum. Undir lok hálfleiksins náóu síðan gestimir að rífa sig aðeins burtu og Tindastólsmenn fóm síðan illa að ráði sínu á síðustu sekúntunum þegar þeir misstu boltann og Isak Tómasson refsaði þeim með þriggja stiga körfu, en það voru einu stig þessa gamalkunna leikmanns. Njarðvíkingamir hitnuðu strax í byrjun seinni hálfleiksins og vom funheitir allt til enda, sérstak- lega þeir Valur og Teitur og reyndar virtist vera sama hvaða Njarðvíkingur reyndi skot flest fóm þau ofan í. Tindastólsmenn léku hinsvegar fremur slakan seinni hálfleik en börðust þó vel allan tím- ann. Hjá Tindastóli var Torrey yfirburðamaður og gladdi sérlega augað ótrúlcg troðsia í upphafi lciks, þegar hann hirti langa sendingu Ómars undan körf- unni og með eldingarhraða náði hann sveiflunni uppfyrir. ,JÉg hef aldrei séð annað eins“, sagði Val- ur sem var yfirburðamaður í Njarðvíkurliðinu. Am- ar Kárason lék vel að venju fyrir Tindastól og Atli Þorbjömsson komst mjög vel frá leiknum. Hinrik Gunnarsson var drjúgur, skoraði reyndar mjög lítið Torrey John sýndi að venju snilldartilþrif. í fyrri hálfleiloium, en fékk meira úr að moða í þeim seinni. Ómar Sigmarsson lék mjög vel í fyrri hálfleik en datt út í þeim seinni. Láms Dagur náði ckki að sýna sitt rétta andliL Stig Tindastóls: Torrey 39, Hinrik 14, Páll 13, Ómar 7, Atli 7, Amar 6 og Láms 3. Fyrir Njarð- vík skoraði Valur 32 stig, Rondey 19 og Teitur 15 stig. Vegna undanúrslita í Bikarkeppni KKÍ verður ekki leikið næst í úrvalsdeildinni fyrr en fimmtu- daginn 19. janúar. Þá fara Tindastólsmenn í Hólm- inn og mæta Karli Jónssyni og félögum í Snæfelli. Fararstjóri og leiðsögumaður um Nesið verður væntanlega Pálmi Sighvatsson, sem gjörþekkir alla staðháttu eftir ferð á leik með Tindastólsliðinu fyrir nokkmm ámm. Fyrsta herrakvöldið í Kaffi Krók Fyrsta herrakvöld ársins verður haldið á Kaffi Krók laugardags- kvöldiö 21. janúar nk. Kaffi Krók- ur hefur í vetur boðið upp á þá ný- breytni að fá fyrirlesara á konu- kvöld og hafa þrjú slík verið hald- in við frábærar móttökur. En jafn- rétti kynjanna er í fyrirrúmi hjá eigendum Króksins og því var ákveðið að fá Heiðar Jónsson snyrti til að halda konukvöld á fimmtudag og föstudag og herra- kvöld á laugardag. Heiðar er þekktur fyrir að koma fólki í gott skap um leið og hann gerir létt grín af sjálfum sér og samskiptum kynjanna. Auk fyrirlesturs er boðið upp á léttan mat á þessum kvöldum. Karlar em eindregió hvattir til aö mæta. Það skaðar engan að heyra hvað betur má fara hjá hverjum og ein- um og milli fólks yfirleitL Stefnt er að því að fá Valgerði Bjamadóttur félagsráðgjafa á Ak- ureyri á næsta konukvöld í febrúar til aö ræóa um sjálfsstyrkingu kvenna. En á næsta karlakvöldi verður væntanlega tekið fyrir rekstrarskilyrði fyriitækja á Norð- urlandi og fenginn til þess hæfur fyrirlesari. Það má vel vera að Linda Pé mæti norður hver veit? (fréttatilkynning) Málverkasýningar í Gallerí Lundi Á laugardaginn kemur, 14. jan- úar, opnar listakonan Hadda frá Akureyri sýningu sína ,,Hér áður fyrr“ í ASH galleríi Lundi í Varmahlíð. Sýningin verður opin frá kl. 13-18 alla daga nema fimmtudaga út janúar. Hadda stundaði nám við Lista- deUd Lýðháskólans í EskUstuna íSvíþjóð 1986-1987. Sú nýbreytni verður tekin upp í Galleríinu Lundi í Varmahlíð að bjóða myndlistarmönnum að sýna verk sín á tveim veggjum og er Hadda myndlistarmaður mánað- arins. Jón Laxdal fráfarandi myndlistamaður Akureyrar sýnir í febníar. í fréttatilkynningu frá ASH segir að þetta verði óhefðbundnar sýningar, engin boðskort við opn- un, heldur séu allir hjartanlega vel- komnir. Heitt veróur á könn- inni/katlinum á meðan á sýning- um stendur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.