Feykir


Feykir - 11.01.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 11.01.1995, Blaðsíða 2
2FEYKIR 2/1995 Skip Skagfirðings seldu fyrir 105 millj. Fjögur skip Skagfirðings hafa í upphafi árs selt afla sinn á erlendum mörkuðum fyrir alls 105 milljónir. Skipin hafa gert góðar sölur, sér- staklega þau sem seldu fyrst á árinu, en verðin eru að dumpa þessa dagana. Þannig var meðalverðið sem Hegra- nesið fékk í Bremerhafen í morgun tæpum 30 krónum lægra en Skagfirðingur fékk á mánudag. Hegranes seldi 144 tonn af karfa fyrir 23,5 milljónir og var meðalverðið 163 krónur. Á mánudag seldi Skagfirðingur í Bremerhafen 145 tonn af karfa fyrir 28 milljónir eða 192,70 króna meðalverð. Sama dag seldi Drangey bolfisk í Hull, 120 tonn fyrir 22 milljónir, meðalverð var 183 krónur. Um miðja síðustu viku seldi Skafti fyrstur skagfirsku skipanna, 160 tonn af bolfiski í Hull fyrir 30,9 milljónir eða 192,70 króna meðalverö. „Við erum ákaflega ánægðir og ég held að það séu allir sem tóku þátt í þessu ævintýri, að minnsta kosti þeir sem ég hef heyrt í. Þetta er gífurleg búbót fyrir okkur og fyrir sjómennina sem vonandi fá þama sann- gjöm laun erfiöis síns“, sagði Gísli Svan Einarsson útgerðar- stjóri Skagfirðings. Þess má geta að í þau ár sem skip Skagfirðings hafa verið á veiðum yfir hátíðar hefur verið leitast við að gefa þeim skip- verjum frí sem þess hafa óskað. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Vetur í Gamla bœnum. Allaballar á Sigló tvöfalda Síðari hlutí forvals hjá Alþýðu- bandalagsmönnum í kjör- dæminu fer fram nk. laugar- dag. Þar er baráttan talin standa um annað sæti listans milli Sigurðar Hlöðverssonar á Siglufirði og Önnu Kristínar Gunnardóttur á Sauðárkróki. Sigurður haíði nauman sigur í fyrri hluta forvalsins. Siglfirðingar leggja mikla áherslu á að ná öðru sætinu og það er því líklega engin tilviljun, að undanfarið hefur félögum í Alþýðubandalagsfélaginu þar fjölgað um helming, úr rúmum 50 í rúmt 100. Á sama tíma hefúr félögum í Sauóárkróksfélaginu fjölgað um átta, í rúmt sextíu. Fjölgunin í Siglufjarðarfélaginu gerir það að verkum að nú ráða Siglfiröingar yfir tæpum helm- ing atkvæða, en aðeins flokks- bundnir mega kjósa. FISK kaupir meirihlutann í HG Nú stendur fyrir dymm enn eitt prófkjörið á Noröurlandi vestra. Hvað þaö skilur eftir sig er erfitt að sjá. En víst er að það verða sárindi og ekki verða allir sáttir. Við munum hvemig Vil- hjálmi mínum var hafnað og hræddur er ég að þeim þing- manni sem hvað mest hefur unnið fyrir kjördæmi sitt verði hafnað um næstu helgi. Við Stefán höfum ekki alltaf verið sammála og verðum sjálfsagt aldrei en hitt veit ég aó allt það sem Stefán hefur gert fyrir kjör- dæmið er ekki lítið og kósendur hvar sem í flokki sem þeir em ættu að meta það mikils að hafa þingmann sem Stefán. Það gæti reynst okkur dýr- keypt ef Stefán kæmist ekki á þing því við skulum gera okkur grein fyrir því að stefnt er að því að fækka þingmönnum þessa lands. Það er gott að búa á Norðurlandi vestra og Stefán Guðmundsson á stóran þátt í því. Hann hefur haldið tengsl- um við okkur og veit hvað er að gerast hjá okkur. Aðrir þing- menn okkar hafa allir flúið til höfuðborgarinnar og koma hingað þegar þeim hentar, sér- staklega þegar mikið stendur til, t.d. kosningar. Það minnsta sem við kjósendur getum gert er að fjölmenna á kjörstað og kjósa Stefán Guðmundsson í fyrsta sæti. Hann hefur of lengi verió í skugga Páls Péturssonar. Stefán Guðmundsson hefur óskað eftir því að fá að leiða lista framsóknarmanna í kjör- dæminu. Stefán er vel að því kominn og hefur sannað sig betur en aðrir þingmenn okkar að hann er sá þingmaður sem kjósendur geta treyst á. En því miður veit ég að margir, og þar fremstir í fokki bændur í Skagafirði, hafa und- anfarið unnið að því fullum fet- um aó halda Stefáni í öðm sæti. Þeir vilja frekar atkvæði sitt til Reykjavíkur en að treysta á Stefán sem þó hefur hvað manna mest unnið fyrir og með sínu fólki. Þetta er nú þakklæt- ið. Þakklæti heimamanna ef svo mætti segja. Hvað emö þið að hugsa? Ég hef ekki stutt Framsóknarflokk- in í kosningum og mun ekki gera, en Stefán Guðmundsson mun ég styðja af fullum krafti því ég hef gert mér grein fyrir því hvað það þýðir fyrir okkur að geta ckki leitað til hans. Vöknum af Þymirósarsvelni og kjósum Stefán í fyrsta sætið. Þökkum honum fyrir þau verk sem hann hefur unnið. Ég treysti engum betur til að vera í forsvari fyrir kjördæmið mitt. Kjósandi. Fiskiðjan keypti í gær hluta- bréf þróunarsjóðs í Hraðfrystí- húsi Grundarfjarðar, og á Fiskiðjan nú orðið meirihlut- ann í HG. Fyrir áttí Fiskiðjan 33% hlutaQár og bréf Þróun- arsjóðs eru 23% af hlutafé í HG, nafhverð bréfanna og það verð sem Fiskiðjan keypti bréfin á er 53,5 milljónir. Ein- ar Svansson framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar segir þessi kaup lið í að styrkja fyrirtækið í þeirri harðnandi samkeppni sem framundan er í fisk- vinnslu og útgerð. Hraðfrystihús Gmndafjarðar ræður yfir 9000 þorskígildis- tonna kvóta, og Einar segir að þarna sé kominn kvótapottur sem fyrirtækin sameiginlega eigi aó geta staðið sig með í harðn- andi samkeppni á næstu ámm. HG rekur stórt frystihús þar sem mikið er lagt upp úr karfa- vinnslu, og einnig er í tengslum við ffystihúsið starfrækt skelfisk- og rækjuvinnsla, og beinaverk- smiðja er einnig starfrækt hjá fyrirtækinu. HG á tvo togara Klakk og Drang og til stendur að lögð verði aukin áhersla á út- hafskarfaveiðar. Aóspurður sagði Einar að á þeim tveim ámm sem liðin em ffá því Fiskiójan keypti hlut í HG hafi átti sér stað talsverð miðlun á hráefhi milli fyrirtækjanna. Til dæmis hefur beinum verði ekið vestur frá vinnslunum í Skaga- firói frá því beinaverksmiðjan á Króknum var lögð niður fyrir ári. Hingað hafa aftur á móti verið fluttir þoskhausar til þurrkunar, um 800 tonn á síðasta ári. Fiskiðjan og Skagfirðingur hafa staðið í gífúrlegum fjárfest- ingum síðustu misseri og ár. Ein- Vegna hríðar og dimmviðris varð fjöldi fólks að snúa við á leið sinni til Þrettándagleði Karlakórsins Heimis sem ffarn fór í Miðgarði sl. laug- ardag. Vegna þessa hafa Heimismenn ákveðið að end- urtaka söngskemmtunina nk. föstudag og mun Omar Ragnarsson einnig mæta, sem og Hjálmar Jónsson, en Omar ljóðaði mikið á Hjálm- ar á söngskemmtuninni sl. Iaugardag. Nú ætlar sóknar- presturinn og frambjóðand- inn að svara fyrir sig. „Það var gjörsamlega fullt hús hjá okkur á skemmtuninni, þannig að vió hefðum oróið að vísa frá fjölda fólks ef veðrið ar Svansson framkvæmdastjóri segir að það sé fjarri lagi aó menn séu að taka einhverja óþarla áhættu sem geti kollsteypt öllum rekstrinum, heldur komi þessar fjárfestingar til með að styrkja og efla rekstur fyrirtækjanna á næstu árum, enda hafi ákvarðan- ir verðið teknar að vel yfirlögðu ráói. hefði ekki verið svona", sagði Þorvaldur G. Óskarsson stjóm- arformaður Heimis. Allur ágóði aö söngskemmtuninni nk. laug- ardag mun renna til greiðslu á nýja flyglinum sem félags- heimilið Miðgarður festi kaup á nýlega og nýtast mun í tónlist- arstarfi í héraðinu um ókomna áratugi og aldir. Söngur Heimis sl. laugardag fékk feykigóðar viðtökur sem og skemmtiatriðin. Söng- skemmtunin nk. föstudag mun hefjast kl. 21 og er vonandi að betur viðri þá en sl. laugardags- kvöld, því að sjálfsögðu verður skemmtuninni aflýst, ef veður og ófærð torveldar fólki að komast á samkomustað. Heimismenn ætla að endurtaka sönginn Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 95-35757. Myndsími 95-36703. Ritstjóri Þór- hallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson A.-Hún. og Eggert Antonsson V.-Hún. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfrétta- blaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.