Feykir


Feykir - 15.02.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 15.02.1995, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 7/1995 Félagar í Ferðafélagi Skagfirðinga hafa að undanfömu unnið af kappi að smíði skála sem verður reistur í Víðidal við minni Litla-Vatnsskarðs, en þar í grennd eru margar góðar göngu- leiðir. Stefnt er að því að flytja skálann, sem risið hefur í Iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki, upp í Víðdal um aðra helgi. Verður skálinn deginn frá vegi á sleða af jarðýtu. Smygl í Skagfirðingi Svarta gengið, lögreglan á Sauðárkróki og tollgæslumenn úr Reykjavík, gerðu talsvert magn upptækt af áfengi og vindlingum við tollleit í togaranum Skagfírðingi, við komu skipsins tQ Sauð- árkróks sl. laugardagskvöld úr siglingu frá Þýskalandi. í skipinu fúndust án mikillar leitar 340 lítrar af áfengi og 24 karton af vindlingum. Átta skipverjar hafa játað aöild sína að smyglinu og er málið upplýst að fúllu. Að sögn Bjöms Mikaelssonar yfirlögreglu- þjóns á Sauðárkróki er langt síðan að gera hefúr þurft upptækt nokkurt magn er næmi við tollskoðun skipa í Sauóárkrókshöfn. FISK og KS semja við loðdýrabændur Samningar hafa náðst milli Félags Loðdýrabænda í Skagafírði annars vegar og Kaupfélags Skagfirðinga og Fiskiðjunnar/Skagfírðings hinsvegar, um flutning fóðurstöðvarinnar frá Gránumóum og í Skjaldar- húsið. Fóðurstöðin mun taka til starfa í nýjum húskynnum 15. mars nk. og verður rekin undir nafni Hegra hf. sem er dótturfyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga og Fiskiðjunnar/Skagfirðings. Jafnframt var samið um lækkun fóðurverðs úr krónum 15,50 í 14,00 krónur til loka þessa árs, og síðan verði bundið vísitölu. „Við höfðum sterka samningsstöðu og teljum okkur hafa náð þama ágætum samningi. Einnig var samið um samsetningu fóðursins og með því höfum við tryggt okkur gott fóóur til framtíðar, enda veitir okkur ekki af því að halda gæðum dýranna, en við erum meö vænni dýr og fáum af þeim stærri skinn en Danir fá af sínum dýrum“, segir Ulfar Sveinsson formaður Félags loðdýra- bænda í Skagafirði. Sérstakt fóðurráð mun hafa eftirlit með framfleiðslu fóðurstöðvarinnar, skipað tveim fulltrúm loðdýrabænda og einum ffá Hegra hf. Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunar segir að nú veröi af krafti ráðist í þær breytingar sem gera verði á Skjaldarhúsinu áður en vélar fóðurstöðvarinnar verði fluttar þangað. Leyfi hefúr fengist fyrir starfrækslu pökkunarstöðvarinnar í húsnæðinu á Gránumóum þar sem fóðurstöðin er nú til húsa og þegar fóðurstöðin hefúr verið flutt verður pökkunarstöðinni komið fyrir. Sjálfstæðismenn fyrstir með listann Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra við alþingiskosningarnar 8. aprfl nk. var endanlega samþykktur á fundi kjördæmisráðs mið- vikudaginn 8. febrúar sl. Framboðslistann skipar eftirtalið fólk: 1. Hjálmar Jóns- son prófastur Sauðárkróki, 2. Vilhjálmur Egilsson alþingis- maður Reykjavík, 3. Sigfús Jónsson framkvæmdastj. Söndum V.-Hún., 4. Þóra Sverrisdóttir húsmóðir Stóru- Giljá A.-Hún., 5. Friðrik Hansen verkfræðingur Reykjavík, 6. Bjöm Jónasson sparisjóðsstjóri Siglufirði, 7. Ágúst Sig- urðsson bóndi Geitaskarði A.-Hún., 8. Elvur Þorsteinsdótt- ir skrifstofum. Siglufirói, 9. Gunnlaugur Ragnarsson hag- fræðinemi Bakka V.-Hún., 10. Pálmi Jónsson alþingismað- ur Akri A.-Hún. Sem kunnugt er tóku sjö þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í nóvember sl. Urslit þess halda sér við uppröðun á listann að öðm leyti en því að Bjöm Jónasson tekur sjötta sætið er Runólfur Birgisson hlaut í prófkjörinu, en Runólf- ur ákvað að taka ekki þaö sæti. Enn samdráttur í sölu dilkakjöts Enn er samdráttur í sölu dilkakjöts og einnig dróst saman sala alifluglakjöts og hrossakjöts. Sala nauta- kjöts og svínakjöts jókst hinsvegar á síðasta ári. Sölusamdrátturinn í kindakjötinu hlýtur að vera áfall fyrir sauðfjárbændur, en nú bera bændur orðið ábyrgð á sölunni, ríkið tryggir ekki sölu ákveðins magns eins og áóur. Sala á kindakjöti dróst saman um 900 tonn í fyira frá árinu áður, og nam samdrátturinn 10,6%. Á síðasta ári seldust um 7200 tonn af kindakjöti í stað 8100 árið áður. Framleiðslan nam hinsvegar 8800 tonnum á síóasta ári og er þá meðtalið það magn sem lagt er inn til umsýslu og skal flutt á erlenda markaði. Kjötsala í heild varð 15.600 tonn og dróst saman um 4% í fyira. Sala nautakjöts jókst um 4% og svínakjöts um 17%. Veðravíti Eftir langvarandi veðraham í janúar og fram í febrúar, stórhríðar af öllum áttum, hörkugadd og spilliblota sitt á hvað, veðravíti svo vikum skipti, fannfergi og ófærð á vegum að bagi var að fyrir ferðafólk, sá allt í einu til sólar. Eg var að gefa ánum, einn daginn, þegar ég sá hvar sólargeisli braut sér leið inn um gluggann. Eg varð svo glaður, að ég henti frá mér heyinu og hljóp út að sjá, og sjá, skein ekki sól í skýjarofl, svo skært sem hún gerði aldrei annað. Eg dáðist að sköpunarverkinu, lofaði al- mættið og sagði: Mikið er að sólin sést, á svona degi. Kannski ber að garði gest, það gremst mér eigi. Mjög er hér um ferðirfátt, þaðfestast bílar. En nú er von úr sólarátt, sjást þó gílar Verslunarhúsnæði til sölu! Til sölu er húsnæði verslunarinnar Hátúns vió Sæmundargötu 7, Sauðárkróki. Húsið er um 423 fermetrar aó stæró með góðum sýningargluggum. Til greina koma makaskipti á góðri íbúð. Einnig kemur til greina að leigja húsnæðió í einu til þrennu lagi. Oskað er eftir kaup- og/eóa leigutilboðum fyrir 28. febrúar nk. Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaöa tilboði sem er eóa hafna öllum. Tilboöi skal skila til undirritaðra sem veita nánari upplýsingar. Hörður Ingimarsson Smáragrund 11, sími 25744, Ágúst Guðmundsson Suðurgötu 3, sími 35900 fax 35931 L JÓSRITUN ARVÉL AR (JT) "vST Við önnumst viðgerðir og þjónustu á ljósritunarvélum. ^ . . qiaq® Raftækm Eigum fyrirliggjandi allar helstu i\#aO Tölvutækni rekstrarvörur fyrir ljósritunarvélar. Borgartlot 27 *550 Sauðárkrókur J J Tel: 354-5-36054 • Fax: 354-5-36049 / skýjarofi skín hér sól, svo skœrt sem hugsast getur. Lifnar því um lýð og ból, er líðafer á vetur. Og gesti senn að garði bar, gengu tveir í bœinn. Hressir kappar komu þar, að kœta daginn. G.G. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 95-35757. Myndsími 95-36703. Ritstjóri Þór- hallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson A.-Hún. og Eggert Antonsson V.-Hún. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfrétta- blaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.