Feykir


Feykir - 15.02.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 15.02.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 7/1995 „Veturinn einn sá versti lengi" Feykir slær á þráðinn til bænda Mikið fannkyngi er nú í Vestur-Húnavatnssýslu. Á dögunum var unnið að snjóhreinsun á Hvammstanga, en það hefúr ekki gerst lengi að keyra hafi þurft snjó úr þorpinu í sjóinn. Mynd/EA Mönnum hefur orðið tíörætt um tíðarfarið í vetur, og þá sérstaklega um veóráttuna firá áramótum, enda þarf trúlega að fara nokkuð langt aftur til að finna annað eins óveðra- tímabil meö náttúmhamför- um eins og nú upp á síðkast- iö, miklum ffosthöricum. Þaö hefur sjálfsagt ekki verió neitt grín oft á tíðum í vetur fyrir sjómenn og bændur að stunda sína vinnu, en þessar tvær stéttir em þær sem hvað mest em háðar veðráttunni. Feykir hafói samband við nokkra bændur á svæóinu til að athuga hvemig málin stæðu hjá þeim nú þegar þorri er senn á enda og brátt fer aö styttast í vorió. Sigmundur Jónsson. Lágfóta niður við byggð í Fljótum Sigmundur Jónsson bóndi á Vestara-Hóli í Fljótum sagöi snjóalög þar ytra heldur meiri en á sama tíma í fyrra, en ekki samt eins mikil og undir lokin í fyrra- vor, en þá var fannbreiðan ógn- armikil í Fljótum. „Þetta er ekki nema snjó- sleðafæri núna, en að vísu þokkalegt dráttarvólafæri í slóð- inni. Mjókurbíllinn kom síðast hingað á miðvikudeginum í síð- ustu viku, en Jónmundur ná- granni minn á Mið-Mói flutti mjólkina í veg fyrir bílinn núna á miðvikudaginn. Svo veit ég ekki hvemig þetta verður með daginn í dag“, sagði Sigmundur þegar Feykir hafði tal af honum sl. föstudag. „Okkur er farið að vanta mokstur til að geta komið gripum til slátrunar. Það hafa saffiast upp hér á bæjunum kálf- ar og fullornir nautgripir sem þarf aó fara að koma á sláturhús- ið.“ Sigmundur hvaö óvenjumik- ið hafa orðið vart við tófu í Fljót- unum í vetur og hann minntist þess ekki að hún hefði komið svona niður í byggð áður á þess- um árstíma. „Það er ein tófa sem kemur héma niður undir bæ á hverri nóttu. Ég hef séð slóðina eftir hana úr fjallinu héma fyrir ofan. Ég varð fyrir því óláni fyrir skömmu að það drapst kýr hjá mér. Þar sem allt er beinfrosið gat ég ekki grafið hana strax og tók því það til bragðs að draga hana á afvikinn stað frá bænum. Og nú er tófan kominn í þetta hræ. Þegar ég var að koma úr fjós- inu eitt kvöldið heyrói ég í tveim tófum í fjallinu hérna hinum megin, fyrir ofan Austara-Hól. Þær görguðust þar á. Síðan heyrði ég af einni sem hafói farið um hlaðið í Haganesi núna fyrir stuttu". Aðspurður sagði Sig- mundur að það væri svo sem ekki langt síðan að tófan gerði sig heimakomna að Vestara- Hóli. Það var að vorlagi fyrir tveimur árum. Þá hurfu þrjú lömb af túninu, eitt í einu með skömmu millibili, og það merki- lega var að öll lömbin voru svört. „En ég fékk skemmtilega upphringingu núna eitt kvöldið", segir Sigmundur sem býr einn á Vestara-Hóli. „Ég hafði lent í úr- taki í skoðanakönnun og ég var alveg bit á þessari vitleysu allri saman. Mér fannst þetta vera hálf fáránlegar spumingar marg- ar hverjar og fulllangt gengió þegar ég var spurður að því hvað ég hefói venjulega í hádegismat og hvað ég drykki marga bolla af kaffi á dag. Ég sagði að ég mældi nú ekki kaffidiykkjuna í bollum heldur lítrum“, sagði Sigmundur að endingu. Sigurjón Sigurbergsson tekur hér iagið með Rökkurkómum. Jarðbönn frá októberlokum „Veturinn hefur verið fjandi vondur finnst mér og sá versti sem ég man cl'tir síðan við kom- um hingað 1955“, segir Sigurjón Sigurbergsson bóndi í Hamra- hlíð í Lýtingsstaðahreppi. „Það má segja að hann hafi byrjað héma hjá okkur 29. október. Þá byrjaði hann að snjóa og snjóaði í logni í eina tvo sólarhringa, það mikið að féð gat ekki hreyft sig. Þessi snjór lá nokkuð lengi og síðan hlánaði smátt og smátt og þetta fór mikið í svell. Eftir þetta hefur ekki hlánað sem nokkru nemur og alltaf bætt á. Síðan komu þessi stórviðri í janúar. Veðurhæðin og úrkoman var mikil í vestanveðrinu sem gekk héma yfir aðfaranótt 16. janúar, beljandi stormurinn stóð alla nóttina. Eftir það veður var al- gjör hending að þrjú hross skyldu finnast í snjónum héma fyrir neðan. Þau hafði spennt undan veðrinu og það sást ósköp lítið í þau. Og það leið bara einn sólarhringur og þá var hann kominn með blindhríð á norðan. Ég hugsa að ef við hefóum ekki fundið þessi hross þama hefði þau fennt í norðanveðrinu. Þannig býst ég við að þetta gerist víða.“ Þetta er þá búinn að vera gjafaffiekur' vetur hjá ykkur? ,Já strax þama í lok október voru bæði fé og hross tekin á fulla gjöf og ekkert annað þýtt síðan. Það sést vel til hrossa núna, en þar sem þeim hefur ekki verið gefið em þau farin á bæjarflakk. Það er slétt yfir allt, áin löngu horfin í gadd, allar girðingar á kafi og hross komast um allt.“ Nú hefur mikið verið rætt um ástand útigangs að undanfömu, og Vestur-Húnavatnssýslur verið mikið í fréttum af þeim málum, hvemig er ástandið þama í ná- grenni við þig? „Það er sjálfsagt misjafnt hér eins og þar. Það er ekki farið að gefa mikið alls staðar. Jú, mcnn mega taka sig á í þessum mál- um.“ „Þið erum búin að halda þorrablótið ykkar er það ekki? „Frá því að félagsheimilið Árgaróur var tekið í notkun 1974 höfum við alltaf haldið þorrablót á fyrsta degi þorra og það tekist þangað til núna. Nú varð að ífiesta því sökum illviðris. Síðan verður núna um helgina okkar annað blót, sem við höldum með Staðhreppingum og Akrahrepp- ingum.“ Hvað óskaplega eru þið „blótsamif? ,Já þctta er nú þannig tilkom- ið að áöur en Árgarður kom í gagnið höfðum við ekkert nógu stórt hús til að halda þorrablót og héldum því sameiginlegt blót með hinum hreppunum. Þessi hefð hefur haldist þrátt fyrir að við fómm að halda okkar eigið blóL Við ætlum að skella okkur á þetta blót og náum þá að vinna upp síðasta vetur, en þá fórum við ekki á nein þorrablót". Félagslífið er semsagt gott þama fremra? ,Já vió hittum alltaf fólk ann- að slagið. Það eru t.d. tvær æf- ingar í viku hjá Rökkurkómum og þrátt fyrir veðráttuna í vetur hefur aðcins einu sinni þurft að fella niður æfingu. Að vísu hefur verið þónokkuð um forföll stundum þar sem fólk hefur ekki komist af einstaka svæöum vegna ófæröar", sagði Sigurjón í Hamrahlíð. Skjól vestur undir Vatnsnesfjallinu „Þetta hefur ver- ið óvenju- h a r ð u r v e t u r hérna í sýslunni og snjóa- lög meiri en menn hafa átt að venjasL sérstaklega er snjóþungt hjá þeim í Víðidalnum og Vesturhópinu. Hjá okkur héma vestur undir Vatnsnesfjall- inu hefur þó stundum komið meiri snjór en núna í vetur. Hann var meiri hérna 1990 og líka 1975 þegar snjórinn var það mikill að símastaurar fóm á kaf héma“, segirTiyggvi Eggertsson bóndi í Gröf í Kirkjuhvamms- hreppi. „Mér finnst veturinn hafa ver- ió óvenjulegur að því leyti að við fengum þessi ofsa veður með feikilegri snjókomu í janúar og eins og komiö hefúr fram í ífiétt- um urðu hrossin illa úti í þessu veðri. Síðan hafa verið algjör jarðbönn hjá okkur, en fram að þeim tíma var beit fyrir hross hér ágæt. Jörð hélst í hríðunum í haust, það blotaði fljótlega og varð autt á milli“. Heldurðu að menn hafi nægt fóður ef jarðleysan helst lengi? „Það gætu náttúrlega orðið vandræði hjá þeim sem em með flest hrossin, en yfir heildina held ég að fóðurbirgðir séu næg- ar. Það þarf þá kannski aö flytja eitthvað á milli bæja“. Aðspurður sagði Tryggvi að Vestur-Húnvetningum hefði ekki gengið sérstaklega vel að koma þorrablótunum á í vetur. „Þeir ætluðu að blóta í Þverár- hreppi í upphafi þorra, 21. janú- ar, en ófærðin hefur verið svo mikil um sveitina aö þorrablótið hefur ekki verið haldið ennþá. Þeir í Víðidalnum frestuðu sínu blóti sem átti að vera 28. janúar. Ég held það hafi nú ekki stafað eingöngu af ófærð, heldur hafi ekki verið hugur í fólki vegna hörmunganna fyrir vestan. Vió hérna í hreppnum blótuóum hinsvegar á Hvammstanga fyrir rúmri viku. Já! það var mjög gott blót“. Er mikið félagslíf í sveitinni? „Það hagar nú þannig til að hreppurinn er sundurslitinn af Hvammstanga og eólilega höf- um við því mikið saman að sælda við Hvammstangabúa. Eiginlegt félagslíf hér í sveitinni er því ekki öflugt, ungmennafé- lagið sem hér var lognaðist t.d. út af fyrir allmörgum árum. En annar félagsskapur hcfur dafnað alveg þokkalega hér“, sagði Tryggvi í Gröf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.