Feykir


Feykir - 15.02.1995, Síða 5

Feykir - 15.02.1995, Síða 5
7/1995 FEYKIR5 Munstrið nákvæmlega eins úr prófkjörum framsóknar- og sjálfstæðismanna Prófkjörsstríð eru nú að baki og einungis tæpir tveir mánuðir til þingkosninga. Þess sjást þó lítil merki að svo skammur tími sé til kosninga og oftast áður hefúr sjálfsagt verið meira líf í pólitíkinni en nú er. Samt hefúr þess orðið vart upp á síökastið að frambjóðend- ur eru farnir að grípa tU stQvopnsins og þeim fjölgar nú mjög greinunum frá þingmannsefnunum í stóru dagblöðunum, Mogga og DV. Stjórnmálasamtök hér á svæðinu hafa í rólegheitum verið að koma saman framboðslistum sínum, og þegar þetta er skrifað er aðeins einn listi kominn fram, sjálfstæðismenn sam- þykktu endanlega framboðslista sinn í síðustu viku eins og fram kemur í frétt í blaðinu í dag. - En það er kannski ekki úr vegi að fjalla aðeins um þau opnu prófkjör sem fram fóru hér í kjördæminu í vetur. Það er nefnilega nokkuð athyglisverð staðreynd að nákvæmlega sama munstrið er að finna út úr próf- kjörum sjálfstæðismanna og framsóknarmanna. Varla ræður tilviljunin ein þessari niðurstöðu, eða hvað sýnist þér lesandi góður? Það hlýtur að teljast talsvert sérkennileg staðreynd að sex efstu sætin í prófkjörum sjálfstæðimanna og fram- sóknarmanna, skiptast nákvæmlega eins á svæði kjör- dæmisins. Efstir eru fulltrúar Húnveminga, Hjálmar Jónsson hjá sjálfstæðismönnum og Páll Pétursson hjá framsókn. Reyndar kunna einhverjir að halda því fram að það sé rangt að telja Hjálmar til fulltrúa Húnveminga, enda hafi það sýnt sig í prófkjörinu að fylgi hans kom alls staðar að í kjördæminu. Það breytir því þó ekki að það vom Húnvetningar sem bám Hjálmar uppi á sínum tíma og hann tekur við því fylgi sem Pálmi á Akri hafði. Sauðkrækingar og Skagfirðingar eiga annað sætið, Vilhjálm Egilsson og Stefán Guðmundsson. Vestur-Hún- vemingur er í þriðja sæti á báðum stöðum, Sigfus Jóns- son ífá Söndum og Elín Líndal frá Lækjarmóti. Austur- Húnvemingar eiga fjórða mann, Þóm Sverrisdóttur frá Stóru-Giljá og Magnús Jónsson frá Skagaströnd. í fimmta sæti er fulltrúi Sauðkrækinga og Skagfirðinga Friörik Hansen Guðmundsson og Herdís Sæmundardótt- ir. Siglfirðingar eiga síðan sjötta sætió, Runólfúr Birgis- son þáði reyndar ekki það sæti og í hans stað kom Bjöm Jónasson, en hjá framsókn hrapaði Sverrir Sveinsson úr fjórða sætinu í það sjötta. Bullandi hreppapólitík Nú er það þannig að þegar kemur að prófkjömm tala rnenn fagurlega um aó forðast beri að vera með einhverja hreppapólitík, það eigi að velja frambjóðendur eftir mannkostum ekki eftir því hvar þeir búa, enda beri þeim útvöldu, þingmönnunum, að vinna fýrir allt kjördæmið. En það er nú ábyggilcga fjarri lagi að þessi boóskapur nái fram í prófkjörinu sjálfu. Þar er hreppapólitíkin alveg bullandi og afhjúpast í öllu sínu tröllslflci. I ljósi þessa vekur það óneitanlega töluverða athygli aö Húnvemingar skuli eiga þrjú af fjómm efstu sætunum, því eins og menn vita er íbúatala Húnavamssýslna um þriðjungi lægri en Skagafjarðarsýslu að Sauðárkróki meðtöldum. Samkvæmt lögmáli hreppapólitíkurinnar hefðu Skagfirðingar því átt að eiga að minnsta kosti tvo fulltrúa í fjómm efstu sætunum. I prófkjöri framsóknar- mann kusu t.d. um 1500 úr Skagafjarðarsýslu en 1000 í Húnaþingi. Það liggur því á borðinu að Skagfirðingar hafa í ríkum mæli stutt fulltrúa Húnveminga í efstu sætin, en Húnvetningar líklega margir ekki svarað í sömu mynt. Þessi staðreynd vekur síðan upp aðrar spumingar, eins og þær hvort hreppapólitflcin sé krónískari fyrir vestan Vamskarð en austan, eða hvort Skagfirðingar hafi svona mikið dálæti á Húnvemingum að þeir U'eysti fulltrúum þeirra bemr fýrir sínum málum en „eðalbomum" fulltrú- um síns héraðs, sem reyndar em búsettir á Sauðárkróki eða í Reykjavík. Sagan segir reyndar að Skagfirðingar hafi hér áður fyrr ekki haft neitt sérstakt dálæti á ná- grönnum sínum í Húnaþingi (og gjaman kennt þá við ómennsku svo sem sauðaþjófhað). Svo aftur sé vikið að hreppapólitflcinni, þá er það deg- inum ljósar að talsvert hefur örlað á því að Skagfirðing- um og Austur-Húnvetningum hefur ekki gengið sem skyldi að vinna saman. Þama hefur verið talsverð gjá á milli um langt skeið. Betra orð hefur hinsvegar legið milli Vestur-Húnveminga og Skagfirðinga, og af þeirri ástæðu er það kannski mjög skiljanlegt að Vestur-Hún- vemingur skuli skipa þriðja sætiö, bæði hjá sjálfstæðinu og framsókn. Mergur málsins er þá sá, að undarlegt sé að Austur-Húnvemingar séu inni með tvo fulltrúa á báð- um stöóum. Það er þó varla hægt að enda þennan pistil öðmvísi en vflcja orði aö þeirri „meóferð" er Siglfirðingar fá í próf- kjömm. Báðir em þeir mjög ffambærilegir menn, Run- ólfur Birgisson og Sverrir Sveinsson, það virðist þó ekki duga þeim til að komast í þriðja eða fjórða sæti listans, sem eðlilegt þætti að verðugur fulltrúi Siglfirðinga hlyti í próf- kjöri. Einhvem veginn er undinritaður orðinn svo fastur í þessari hugsun að kjördæmið verði alltaf svæðisskipt, og leita verói eftir því við uppröðun á framboðslista að hvert svæði fái sinn fulltrúa. En svo sannarlega virðist þessi hugsun ekki hafa verið við lýði í prófkjömm vetrarins. Aó síðustu varóandi þessi opnu prófkjör. Menn hljóta nú að hugsa sig um tvisvar áður en efut verður að nýju til slíkrar endaleysu. Það er vitað mál að drjúgur hluti manna úr öðmm flokkum tók þátt hjá sjálfstæðinu og ffamsókn, sérstaklega hjá framsókn. Það er sérkennilegt þegar trún- aðarmenn ffamsóknar vestur í sýslum taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna, eins og fullyrt hefur verið, og þegar kosningastjóri Vilhjálms Egilssonar tekur þátt í prófkjöri hjá framsókn. Pistilritari veit um drjúgan hóp manna sem þátt tóku í báðum þessum prófkjömm. ÞA. Gríptu gæsina meðan hún gefst! 100.000.- króna afsláttur út febrúar eða meðan birgðir endast MASSEY FERGUSON 390T 4x4 90 hestöfl hliðarskiptur 12x12 gírkassi með vendigír, vökvadráttarkrókur með sveiflubeisli 2x2 vökvaúttak, óháð aflúttak, veltistýri, útvarp með segulbandi,tvær miðstöðvar í húsi, o.fl. o.fl. MASSEVFERGUSON Véladeild === Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 sími 91-674000

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.