Feykir


Feykir - 22.02.1995, Page 7

Feykir - 22.02.1995, Page 7
8/1995 FEYKIR7 Torrey vann einvígið við Bow þegar Tindastólsmenn lögðu Valsmenn í gærkveldi Tindastólsmenn sýndu góðan leik og mikinn karakter þegar þeir lögðu Valsmenn í hörku- leik á Hlíðarenda í gærkveldi. Þessi sigur þýðir að Tindastóls- menn hafa endanlega tryggt sæti sitt í deildinni og eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppn- inni. Baráttan þar stendur nú við Haukana og Tindastóll hefur tveggja stiga forustu þegar þrjár umferðir eru eftir, en Haukar eiga samkvæmt bókinni eftir auðveldari leiki. Þaö voru Valsmenn sem byrj- uðu leikinn betur í gærkveldi og komust t.d. í 17:9, en þá tóku Tindastólsmenn við sér, jöfhuðu leikinn og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn, þótt lengst af væri mjótt á munum. Staðan í leikhléi var 50:47 fyrir Tindastól og þegar tæpar fimm mínútur voru eftir náði Tindastóll mesta mun í leiknum, 10 stigum. Valsmenn klóruóu í bakkann og náðu að minnka muninn í tvö stig, en það var öðrum fremur Páll Kolbeinsson sem sá um að innbyrða sigurinn, hann skoraði fjögur síðustu stig Tindastóls, sem stóð uppi sem sigurverari, 96:92. Það voru einkum þrír leik- menn sem báru leik Tindastóls uppi í gærkveldi samkvæmt heimildamanni Feykis syðra: Torrey John, Páll Kolbeinsson og Omar Sigmarsson. Torrey sýndi glæsitilþrif, skoraöi alls 47 stig í leiknum, þar af 26 í fyrri hálfleik. Sjö þriggja stiga skot rötuóu ofan í hjá þessum skemmtilega leikmanni. Omar Sigmars gaf Torrey lítið eftir í þriggja stiga skotunum. Omar setti sex skot ofan í og skoraði alls 20 stig, Palli Kolbeins skor- aði 22 stig, Hinrik 6 og Amar 3. Fyrir Val skoraði Jonatan Bow 41 stig og Ragnar Þór 20. Tindastóll tapaði fyrir KR í Síkinu sl. fimmtudagskvöld 73:82 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 40:34. Leikurinn gegn KR-ingum sl. fimmtudagskvöld var jafn ffaman af. Eftir jafhan fyrri hálfleik, þar sem Tindastóll var heldur sterkari aðlinn, voru áhorfendur í Síkinu famir að sjá fram á jafnan og spennandi leik alveg fram á lokasekúntur, en það fór á annan veg, og gerðu KR-ingar út um leikinn á fyrstu níu mínútum seinni hálfleiks. Þá réðu heima- menn ekkert við pressuvöm KR- inga og gestimir gengu á lagið. Tindastólsliðið lék vel í fyrri hálfleik en afleitlega í þeim seinni. Þá kom í ljós hvort liðið vildi meira og það voru KR-ingamir í þetta skiptið. John Torrey var besti maður Tindastóls, Hinrik átti einnig góðan leik, en aðrir sýndu ekki sitt rétta andlit. Stig Tindastóls: Torrey 34, Hinrik 20, Ómar 8, Amar 4, Páll 4 og Sigurvin 3. Hjá KR var lang- stigahæstur Bell með 33 stig. Næsti leikur Tindastóls í deildinni verður gegn Grind- víkingum í Síkinu annað kvöld (fimmtudagskvöld) Ókeypssmáar Til sölu! Til sölu snjósleði, Polaris long track árgerð 1986. Upplýsingar í síma 35846. Til sölu King Zise vatnsrúm með hitara, eins árs gamalt, verð 35 þús. Upplýsingar í síma 35472 eftir hádegi. Til sölu Ford Econoline húsbíll árgerð 1983, svefnaðstaða fyrir 3-4, vaskur og eldavél. Góður bíll. Upplýsingar í síma 38135. Til sölu snjósleði Ski-doo blissard árgerð 1983. Upplýs- ingar í síma 95-35789. Til sölu notaður ísskápur og notuð eldavél fylgir. Upplýs- ingar í síma 35439 eftir kl. 17. Hlutir óskast! Innihurð með karmi óskast í Gúttó. Upplýsingar gefur Bjöm í síma 36661. íbúð til leigu! Sextíu fermetra íbúó til leigu. Upplýsingar í síma 35411. Tapað - fundið! Brúnn vinstrihandarhanski kven- leðurhanski, fannst á Hólavegi. Upplýsingar í síma 35855 eða á Hólavegi 6. Víndrykkja ekki heilsusamleg Fjallabíll til sölu! Nú er hann til sölu fjallabíllinn minn jyrir eina tölu hann gœti orðið þinn. Tölunnar virði má ekki vera rýrt þó farartœkið geti varla talist dýrt. Efþú hefur hug á að versla vinurinn talaðu við son minn, hann sýnir gœðinginn. Varla þarf að minnast á góða umhirðu árgerðina góða, hún er '90. Eknir hafa verið af þrautseigju og dug kílómetra þúsundir, yfir sjöttaþúsund tug. Umrætt farartæki Lada sport. Upplýsingar í síma 36778 og 36214. Bókband! Bind inn flestöll tímarit, bækur og blöð. Hef alls konar efni, svo sem rexin, striga, pappír, roó og leóur. Hringið í síma 36125. Sara Karlsdóttir Drekahlíó 1 Sauðárkróki. Lögfræðiþjónusta! Hef opnað útibú frá lögmannsstofu minni á Sauðárkróki að Suóurgötu 3 (Framsóknarhúsinu). Fastir viðtalstímar annan og fjórða mánudag hvers mánaðar og einnig eftir nánara samkomulagi. Símar 95-36757, 91-623757 og myndsími 91-15466. Jón Sigfús Sigurjónsson héraðsdómslögmaður. Alþjóóaheilbrigðismálastofn- unin sendi nýlega ffá sér tilkynn- ingu að gelhu tilelhi. Fjölmiðlar höfóu básúnað það út að vín- drykkja væri heilsusamleg, eink- um og sér í lagi drægi ,Jiófleg“ drykkja úr hættu á hjartasjúk- dómum. Fyrirsögn tilkynningar- innar en „Sérfræðingar Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar vara við hófdrykkju." Þar segir svo meóal annars: „Afengi er orsök ýmissa alvarlegra heilbrigðis- vandamála í heimi bæði í iðn- væddum ríkjum og þróunarlönd- um. Skaðleg áhrif áfengis snerta alla, ekki cinungis drykkjumenn. Ekki er mögulegt að ákveða hve mikils áfengis sé óhætt að neyta án þess að stefha heilsunni í voða. Því eru það blekkingar þegar því er haldið fram að hóf- drykkja bæti heilsuna. I stað þess að halda því fram á boóskapur- inn að vera: Því minna sem dmkkið er þeim mun betra! Menn geta orðið háðir áfengi. Það getur valdið krabbameini og lifrarsjúkdómum, orsakað erfið- leika á vinnustað, valdið umferð- arslysum og stuðlað að harm- leikjum innan ljölskyldna. Afengi getur valdið kynferðislegum vandamálum, ofbeldi og öðrum glæpum og sjálfsmorðum. Rétt er að leggja áherslu á að þjóðir í velferðarríkjum hafa lengi átt í höggi við tjón af völd- um áfengis, bæði félagslegar meinsemdir og heilsufarslegar. Meðal þeinra dregur sem stendur dálítið úr áfengisneyslu í fyrsta skipti í áratugi. En ef litið er á veröldina alla eykst bæði áfeng- isframleiðsla og áfengisneysla vegna þess að æ meira áfengi er selt til þróunarlanda þar sem neyslan hefur fram til þessa verið fremur lítil. Sú staðhæfmg að örlítil áfeng- isneysla dragi úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum er meira en lítið vafasöm. Víst er hinsvegar að hættan á slíkum kvillum eykst ef neyslan fer ffam úr marki sem er afar lágt. Auk þess skiptir þetta engu máli í löndum þar sem hjarta- og æðasjúkdómar em fátíðir. Þaö á við íbúa flestra þróunarlanda og þar af leiðandi mikinn meirihluta mannkyns. A ýmsan hátt er hægt að draga úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum, til að mynda með því að reykja ekki, stunda líkamsrækt ýmiss konar og minnka fituneyslu. Þeir sem gera það munu síður en svo draga frekar úr áhættunni meö því aó neyta örlítils áfengis. I fáum orðum sagt: I baráttunni við skaðvænleg áhrif áfengis er óviturlegt að leggja áherslu á að örlítil neysla þess geti verið heilsusamleg. Umræðumar, sem átt hafa sér stað um það sjónar- mið, sigla ekki í kjölfar nákvæmra vísindarannsókna - en eru að mestu leyti mnnar undan rifjum þeirra sem hafa fjárhagslegan ábata af aukinni áfengisneyslu." (fréttatilkynning) Auglýsing vjKi ocr arangur Snj ósleðamenn Snjósleðaolíur: Yamaha Polaris Ski-doo ^ . — Atic cat C i ' tou: - drifreimar, rafgeymar, hjálmar, hanskar, lúffur o.fl. Bílabúð

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.