Feykir


Feykir - 22.02.1995, Qupperneq 8

Feykir - 22.02.1995, Qupperneq 8
22. febrúar 1995, 8. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! GENGIB Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið I Pottþéttur klúbbur! Sími 35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Einn þriggja starfsmanna Blönduósbæjar í bæjarstjórn: Víkur sæti meðan fjallað er um starfsmannamál Nýlega afhentu kvenfélagskonur úr Lýtingsstaðahreppi hjúkr- unardeild Sjúkrahúss Skagfirðinga að gjöf vandað sjónvarps- tæki til minningar um frú Helgu Steindórsdóttur á Fitjum er lést á síðasta ári. Viðstaddar afhendinguna voru meðal annarra tvær dætur Helgu, Sigríður Margrét og Heiða Sigurðardætur, og eru þær vinstra megin á myndinni við hlið Ólafs Sveinssonar yfirlæknis. Lengst til hægri eru Birgitta Pálsdóttir hjúkrunar- forstjóri og þá stjórnarkonur úr Kvenfélagi Lýtingsstaða- hrepps, María Reykdal og Helga Bjömsdóttir. Kvenfélag Lýt- ingsstaðahrepps hefúr áður fært sjúkrahúsinu gjafir. Þak sligaðist undan fannþungaí Enni Fjárhúsþak á bænum Enni, skammt fyrir ofan Hofeós, brast undan fannþunga að kvöldi sunnudags eða aðfaranótt mánudags. Þcgar Óttar Skjól- dal bóndi í Enni kom til að gefa fénu á mánudagsmorgun var þakið á fjárhúsunum fallið að hluta upp við hlöðuna. Um 200 fjár sem í húsunum var sakaði ekki. Nágrannar Óttars og björgunarsveitarmenn hjálp- uðu honum á mánudag við að moka burtu snjónum og gera við fjárhúsþakið til bráða- byrgða. ,J>etta er orðið gamalt og lasið eins og ég, en annars er mikið stórfenni hér um slóðir núna. Sem dæmi má nefna að í veðrinu í gær fennti fyrir eldhúsgluggann, sem er um þrjá og hálfan meter frá jörðu. Það hefur ekki gerst síóan húsið var byggt um 1960", sagði Óttar í samtali við Feyki á mánu- dag. Hann sagði að grenjandi hríð og hvassviðri af austri hafði geys- að daginn áður, og veðrið hefði verið svo slæmt að varla hefði verið stætt í verstu byljunum. „Við stöndum líka nokkuð hátt hémaÆ hnjúknum milli dalanna og höfum ekkert skjól“, sagði Óttar Skjóldal. Anna Dóra efst hjá konunum Kvennalistakonur á Norður- landi vestra samþykktu framboðslista sinn fyrir kom- andi þingkosningar á fúndi í síðustu viku. Listinn er þannig skipaður: 1. Anna Dóra Antonsdóttir kennari Frostastöóum. 2. Anna Hlín Bjamadóttir þroskaþjálfi Varmahlíð. 3. Ágústa Eiríks- dóttir hjúkrunarfræðingur Sauðárkróki. 4. Jófríóur Jóns- dóttir nemi í félagsráðgjöf Sölvabakka. 5. Eygló Ingadótt- ir hjúkrunarfræðingur Hvammstanga. 6. Inga Jóna Stefánsdóttir bóndi Molastöð- um. 7. Herdís Brynjólfsdóttir aðstoóarskólastjóri Laugar- bakka. 8. Kristín Líndal hús- freyja Holtastöóum. 9. Anna Jóna Guðmundsdóttir nemi í sálfræði Sauðárkróki. 10. Ingi- björg Jóhannesdóttir húsfreyja Mið-Grund. Bæjarstjórn Blönduóss hefur samþykkt beiðni Ágósts I>órs Bragasonar bæjarfull- trúasjálfetæðisflokksins um að hann víki sæti í bæjarstjórn- inni meðan umfjöllun um starfsmannamál bæjarins fari fram í bæjarráði og bæjar- stjórn. Ágúst, sem jafnframt er garðyrkjustjóri á Blöndu- ósi, telur sig vanhæfan að sitja fundi sem fjalla um þessi mál og vísar til 1. greinar stjórn- sýslulaga sem fjalla um hæfi starfsmanna og nefndar- manna til meðferðar mála er kunna að valda vanhæfi þeirra. Tveir aðrir bæjarfull- trúar eru einnig starfsmenn Blönduósbæjar, Gestur I*órar- insson hitaveitustjóri frá H- lista og Hörður Ríkharðsson æskulýðsfúlltrúi frá K-lista. Bæjarstjórn féllst á beöni Ágústar Þórs með öllum greidd- um atkvæöum. Ágúst segir í bréfi sínu að hann telji það aug- ljóst mál að á meðan starfs- mannamál séu til umfjöllunar í bæjarráði og bæjarstjórn og á milli samstarfsflokkanna geti seta sín og hinna tveggja starfs- manna bæjarins í bæjarstjómni haft óeðlileg áhrif á niöurstöður starfsmannamála. Það sé ekki í Mannaskipti á forsetastóli bæjarstjórnar með vorinu Jónas Snæbjörnsson tækni- forstjóri Vegagerðar ríkisins á Norðurlandi vestra var val- inn úr hópi sjö umsækjenda í starf tækniforstjóra Vega- gerðar ríkisins á Reykjanesi, með aðsetri á aðalskrifstofu vegagerðarinnar í Reykjavík. Jónas mun taka við þessu starfi með vorinu og þá jafú- framt láta af embætti forseta bæjarstjórnar Sauðárkróks og öðrum trúnaðarstörfum sem hann gegnir fyrir bæinn, en hann situr í bæjarráði, hafiiarstjórn og héraðsráði. I samtali við Feyki sagði Jónas að þetta hefði haft skamman aðdraganda. Starfið hefði losnað um áramótin og hann ákveðið að sækja um. Það væri samt með eftirsjá að fjöl- skyldan flytti frá Sauðárkróki, enda hefði henni liðið vel þessi 16 ár í bænum. Aðspuróur sagðist Jónas búast við því að Steinunn Hjartardóttir tæki við starfi forseta bæjarstjómar og Bjöm Bjömsson kæmi inn sem aðalbæjarfulltrúi. Þessi breyting mundi væntanlega gerast í kringum aðalfund bæjarstjómar í júníbyrjun. Jónas hefúr starfað sem um- dæmisverkfræðingur Vegageró- ar ríkisins á Norðurlandi vestra síóan árió 1979. Þeir sem sóttu um starf umdæmisstjóra á Reykjanesi voru auk Jónasar: Gylfi Ástbjartsson, Hilmar Finnsson, Jón Helgason, Magn- ús Valur Jóhannsson, Oddur Sigurösson og Sigursteinn Hjartarson. anda stjómsýslulaganna að bæj- arfulltrúar fjalli um eigin ábyrgó í stjómkerfi bæjarins og sitji á sama tíma sem bæjarfulltrúar í bæjarstjóm. Þeir Gestur Þórarinsson og Höröur Ríkharðsson hafa ekki í hyggju aö víkja úr sæti bæjar- fulltrúa meðan starfsmannamálin em til umfjöllunar, aó öóru leyti en því aó þeir munu víkja af fúndi bæjarstjómar þegar starfsmanna- málin verða tekin fyrir. Hvorugur þeirra Gests og Harðar né Ágúst Þór eiga sæti í bæjartáði. „Eg mun taka þátt í umfjöllun um starfsmannamálin í mínum flokki og það munu þeir Ágúst Þór og Hörður gera líka. Eg sé enga ástæða til að víkja úr sæti bæjarfulltrúans meðan starfs- mannamálin fara í gegn. Það er einfalt mál að víkja af bæjar- stjómarfundi, alveg eins og bæj- arfulltrúar gera t.d. þegar mál koma upp er tcngjast þeim per- sónulega eða þeim fyrirtækjum er þeir starfa fyrir. Ágúst Þór kýs hinsvegar að fara þessa leið og honum er það frjálst“, segir Gestur Þórarinsson hitaveitu- stjóri. Fyrir bæjarstjómarkosn- ingamar á liðnu vori vakti það nokkra athygli að starfsmenn bæjarins væm þar í áberandi sæt- um á listum, og bent var á aö þetta kynni að reynast óheppi- legt. Ágúst Þór metur þaö svo í þessu tilfelli. Oddvitinn r. Ætli Þjóðvakinn fari ekki að vakna hér í kjördæminu? GÆOAFRAMKOLLUN GæðaframköUun ggHgl

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.