Feykir


Feykir - 08.03.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 08.03.1995, Blaðsíða 5
10/1995 FEYKIR5 „Presturinn varð gáttaður þegar bílhræið hreyfðist" Gunnar Þórðarson segir frá því þegar hann sótti gamla Sleitustaðarútu í bæjarhól austur á landi „Ég vil gjarnan sanka að mér gömlum bílum og reyni að ná þeim áður en þeir eru grafnir. Það er búið að fara illa með gamla og góða bíla, t.d. hefur margur vörubíllinn verið klipptur nið- ur í heyvagn og frampartinum verið hent“, segir Gunnar Þórðarson frá Stóragerði húsvörður í Fjölbrauta- skólanum á Sauðárkróki. Hann er einn þeirra manna sem haldinn er þeirri áráttu að gera upp gamla sjaldgæfa bíla og á þannig þátt í að bjarga sögulegum verðmætum frá gleymskunnar dái. Gunnar ólst upp í Stóragerði í Oslandshlíð skammt frá Sleitustöðum. Það hefur óneitanlega verið ævintýralegt fyrir sveitastrákinn með bíladelluna að vera í návígi við allar rúturnar sem þarna fóru um hlað fulllestaðar fólki. Sjálfur var Gunnar ekki nema sumarpart að keyra hjá Siglufjarðarleið, sumarið þegar hann fékk meiraprófið. En kynnum hans af Bens rútunni sem hann keyrði þetta sumar var ekki þar með lokið. „Þetta var fyrsti bíllinn sem ég keyrði eftir að ég fékk meiraprófið, Bens árgerð 1957. Mig minnir að á þessum ámm hafi Búddi heitinn flutt inn nokkra bíla af þessari tegund, einn nýjan og nokkra not- aða. Ég leysti af í hálfan mánuð eða þrjár vikur, á leiðinni Siglufjörður-Ólafsfjörð- ur-Akureyri. Þetta sama sumar, 1972, var Bensinn seldur austur. Seinna þegar þessi della hafi heltekið mig, að gera upp gamla bíla, langaði mig óskaplega til þess aó ná í einhvem af þessum Sleitustaðabílum. Þeir voru allir horfhir, en það var sjarmi yfir þessari út- geró, mjög skemmtilegir bílar í keyrslu, mjög mjúkir. Ég fretti svo seinna af þess- ari rútu sem var seld austur, að hún væri komin inn á Valþjófsstað í Fljótsdal. Þar væri hún búin að standa hálfpartinn á kafi í bæjarhólnum í 10-11 ár. Það hittist þannig á að við hjónin höfðum fengið okkur sumarbúastað á Eiðum í vikutíma. Ég var þá með þetta í huganum að reyna að skoða rútuna og helst að koma henni heim. Ég fór þama inneftir eitt kvöldið og líst nú ekkert of vel á gripinn, því hann er mjög illa far- inn, búinn að standa svo lengi. Allur op- inn, stóð á öllum dekkjum flötum og var hálfíullur af timburdrasli. Ég fór heim í sumarbústaðinn, frekar vonsvikinn og fór að velta því fyrir mér hvort ég ætti að standa í því að lappa upp á bílinn. Jú, mér var ekki vel við að gef- Mjólkurbíllinn með þrefalda húsinu frá Bægisá í Hörgárdal, sem Gunnar hefur gert upp, og verið hefur til sýnis á Síldarævintýrinu á Siglufirði og notaður í kvikmynd Friðriks Þórs, Bíódagar. Randversson, ættaður úr Eyjafjarðardöl- um. Hann var orðinn krepptur af gigt og striti þegar eg man fyrst eftir honum en hafði verið manna fílefldastur og stór- tækastur til verka. Hann gekk til sláttar fyrir bæjarmenn, einkum sýslumann og hugði að hestum hans. Afi bjó með ráðs- konu sinni og átti böm með henni, þar á meðal stúlkubam sem er frænka mín en þó yngri en eg. Hann var hálf-rúmfastur síðustu árin og komum við systkini oft til hans og hlustuðum á sögur hans og lærðum vísur. Afi gaf okkur alltaf Hoff- mannsdropa úr kistilhandraða sínum, og sneri sér í rúminu og hreyfði með æmt- um og skræmtum og talsverðu blótragni. Vísumar voru ekki allar af fallegra taginu hjá honum, því honum þótti skemmtun í að erta pabba Jón, tengdason sinn, sem var hinn mesti guðsmaður og grandvar í orði og verki. Ein sagan um tilsvör mín er í sam- bandi við afa og er sönn svona: Afi kom skjögrandi við staf og smábölvandi út Aðalgötuna þar sem eg var að leika mér fyrir framan Steindórshús. Eg gekk til afa og sagði við hann: „Þama kemur þú gamli skröggur! Gef mér aura tóbakskjaftur!“ Þá hló afi, klappaði mér á kollinn, hellti nokkrum koparpeningum fram í buddu- lokið, gaf mér fimmeyring og sagði: ,>Iikið skínandi gull ertu góði!“ Eg man ekki betur en lítið tár hafi hrotið niður á hausinn á mér. Hann var svo viðkvæmur blessaður karlinn. □ Gunnar búinn að koma gömlu Sleitustaðarútunni heim í Stóragerði frá Valþjófcstað og byrjaður lagfæringar á henni. ast upp á þessu. Við þekktum ekkert til Austfjarðanna og dögunum eyddum við í að keyra á hvem fjörð og kynnast lands- hlutanum. Kvöldunum og nóttunum eyddi ég hinsvegar að litum hluta hjá konunni, heldur að mestu fram á Val- þjófsstað í að koma Sleitustaðarútunni fyrrverandi í keyrsluhæft ástand, setja vélina í gang aftur eftir langt hlé og koma bremsum í lag og fleiru. Það stóð á end- um að þegar fríiö var búið var ég búinn að koma rútunni niður á Egilsstaði og þar stóð hún tilbúin til norður fararinnar. Það var reyndar svolítið sögulegt þeg- ar ég keyrði bílinn burtu ffá Valþjófsstað. Þegar ég er að mjakariionum burt af hólnum veitti ég eftirtekt manni sem stóð á bæjarhlaðinu á næsta bæ og fylgdist grannt með öllu. Ég spurði strákana á Valþjófsstað, sem vom að sniglast þama í kring, hver þetta væri. Þeir sögðu að þetta væri presturinn. Það var greinilegt að presturinn var alveg gáttaður þegar hann sá bílhræið hreyfast. Hann hafði haft það þama fyrir augunum á annan tug ára og fannst sjálfsagt lítið eftir annað en jafna yfir með jarðýtu. Hann snaraðist inn í bæ og leiddi skömmu síöar út á hlaóið aldraða konu sína, til að sýna henni þessa yfirnáttúrlegu hluti sem höfðu átt sér stað, haugamaturinn var kominn á fleygiferð. Þama um nóttina fór ég með rútuna niður á Egilssaði. Það töldu margir mig arfavitlausan að ætla mér að fara alla þessa leið á þessu farartæki, bara niður á Egilsstaði, hvað þá vestur í Skagafjörð. Ég var vel birgur af verkfæmm til norð- urfararinnar, ef eitthvað skyldi koma upp á, og hafði líka fengið bróður minn til að fylgja mér. Það verður ekki sagt annað en ferðin hafi gengið ágætlega. Það eina sem kom upp á vom bensínstíflur tvisvar eða þrisvar á leiðinni og undir það síðasta vom bremsumar orðnar ansi litlar á bíln- um. En áfangastað var náð með bílinn, heim í Stóragerði. Það var síðan skömmu seinna sem bæjarstjórinn á Siglufirði hringdi í mig. Hann hafði þá frett af þessu með bílinn og fannst tilvalið að ég kæmi með hana og sýndi á Síldarævintýrinu. Það kostaði nokkrar nætur í viðbót hjá mér að gera grófar lagfæringar á útliti rútunnar, þannig að hún sýndist falleg úr fjarska. Síðan hefur þessi bíll farið í kvikmyndina Bíódaga hjá Friðriki Þór, ásamt fleiri bíl- um frá mér, t.d. mjólkurbíl með þreföldu húsi“, segir Gunnar að endingu. NÝKOMIÐ MIKIÐ AF FALLEGUM FÖTUM FYRIR FERMINGUNA Á STRÁKA OG STELPUR MEÐAL ANNARS FRÁ OG 4 YOU SKAGFIRÐINGABÚÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.