Feykir


Feykir - 21.06.1995, Page 7

Feykir - 21.06.1995, Page 7
24/1995 FEYKIR7 Ingibjörg Jóhannsdóttir Löngumýri Ingibjörg Jóhannsdóttir, hús- stjórnarkennari, fœddist á Löngumýri í Skagafirði hinn 1. júní 1905. Hún lést á Borgarspít- alanum 9. júní sl. nírœð að aldri. Foreldrar hennar voru Sigur- laug Olafsdótrír og Jóhann Sig- urðsson bóndi á Löngumýri. Systur hennar eru Steinunn f. 1917, búsett í Reykjavík, og Olöf Ragnheiður, f. 1908, d. 1991, var búsett í Krossanesi í Skagafirði. Ingibjörg lauk hússtjórnar- námskeiðifrá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1927 og garð- yrkjunámskeiðum 1930 og 1936. Árið 1938 fiór hún í námsferð ríl Noregs og Svíþjóðar og heim- sótti þar barnaskóla og hús- mœðraskóla og dvaldi við nám í húsmœðrakennaraskóla í Nor- egi. Árið 1954 fór hún ríl Dan- merkur og Þýskalands á kenn- aranámskeið og sótrí einnig hús- mœðraskóla. Þegar heim kom gerðist Ingi- björg kennari í Norðurárdal vet- urinn 1936-1937. Hún varð skólastjóri við húsmœðraskólann á Staðarfelli árið 1937, en árið 1944 lét hún þar af störfum og stofnaði húsmœðraskólann á Löngumýri sama ár og sat þar skólastjóri til ársins 1967. A Löngumýri hélt hún sumarnám- skeiðfýrir stúlkur 1955 og 1956 og var forstöðumaður fyrir barnaheimili RKÍ á Staðarfelli eitt sumar og á Löngumýri átta sumur. Ingibjörg var formaður Skóg- rœktarfélags Skagfirðinga í sjö ár og formaður Kvenfélags Seyluhrepps um skeið. Hún var einnig gjaldkeri Kvenfélagasam- bands Skagafjarðar um tíma. Ingibjörg fluttist til Reykjavík- ur árið 1967 og lét sér alla tíð annt um uppeldis- og skólamál og ritaði greinar í blöð og tíma- rit þess efnis á efri árum. Ingi- björg var ógift og barnlaus. Út- för lngibjargar fór fram frá Ás- kirkju mánudaginn 19. júní. Ég lít út um gluggann hér á Löngumýri. Ljósgrænn litur á laufi og mildur andblær strýkur létt um greinar trjánna. Fuglamir kveða við raust. Þeir hafa byrjað búskap víða, bæði í greinum trjánna og í mosató á jörðu niðri. Þar ríkir fegurð og friður nú að loknum hörðum vetri. Þetta er garóurinn hcnnar Ingibjargar frá Löngumýri, hennar sem nú hefur kvatt okkur hér og haldið heim til enn þá betri dvalar þar sem ekki er þjáning eða sorg. Þegar ég var þeirrar gæfu að- njótandi að ráðast til starfa á Löngumýri kynntist ég Ingi- björgu fyrst. Hún sýndi okkur sem tókum við hjartabaminu hennar tiltrú, gaf góð ráó og reyndi ekki aö stjóma okkur. Hún hafói látið stjómartaumana í annarra hendur. Én hún bað Guó aó leiða okkur og styója. Þessara forréttinda hef ég notið í bráðum 28 ár, aö eiga fyrirbæn þeirra Ingibjargar og Bjargar vinkonu hennar vísa hvem dag. Starf Ingibjargar á Löngu- mýri er mörgum kunnugt. Hvemig hún af elju og ótrúlegri bjartsýni byggði upp skóla sinn á Löngumýri. Og þau 23 ár sem hún var skólastjóri var skólinn fjölsóttur. Flestar stúlkumar sem ég hef hitt eiga héðan góðar minningar um skemmtilegan og gefandi tíma. Það sýnir tryggð gamalla nemenda við skólann að s.l. haust, er haldin var hátíð í til- efni þess að 50 ár voru liðin frá stofnun skólans, sóttu hann heim um það bil 200 nemendur. Ingibjörg lét af störfum á Löngumýri 1967 og kom þar síðast 1969. Oft var talaó um að hún kæmi, en hún sagði mér að hún treysti sér ekki að koma norður og sjá ekkert, en þá var Það voru bændurnir á Hóli í Sæmundahlíð sem keyptu fyrstu Forddráttarvélina er kemur í Skagafjörð eftir að Gtóbus/- Vélaver tók við umboðinu fyrir þessar vélar fyrir einu ári. Myndin er tekin þegar Páll Magnússon í Pardusi á Hofsósi afhenti Arna Grétarssyni á Hóli lykla að Fordinum. Vélin er mjög kraftmikil og fullkomin; 95 hestöfl með vökvakúplingu sem gerir notkun ámoksturstækjanna þægilegri. hún orðin blind En þegar ég sagði henni fréttir héðan að noró- an sá hún ávallt staðinn og um- hverfi hans fyrir sálarhugsjónum sínum. Allt starf hennar tók mið af því að gera sem mest og best. Ég hygg að óskir hennar hvað varðar lífsstarfið birtist í þessu bænaversi hennar Gef þú mér Drottinn styrk til starfa styð mig að leysa hverja þraut. Leyfmérað vinna landi þarfa Ijósbera verða á œvibraut svo flutt gerí öðrum friðinn þinn fullan afgleði í hjörtum inn. Þegar ég hitti hana síðast á af- mælisdegi hennar sat hún glöð og furðu hress og tók á móti kveðjum og heillaóskum vina og vandamanna. Hverjum heföi þá dottið í hug að svo skammur tími væri til kveðjustundar. Ég vissi ekki svo gjörla hvað.hægt væri að gefa Ingibjörgu í afmælisgjöf. En skyndilega fékk ég hugmynd. Garðurinn hennar var henni svo kær. Ég hvíslaði í eyra hannar að gjöf okkar Hólmfríðar yrði að planta sérstökum afmælislundi í Löngumýrargarðinn. Brosið breiddist yfir andlit hennar og hún var sýnilega ánægð með þetta, en spurði: „Hvenær ferðu að láta planta í Hólinn?“ „Ég mun byrja á því í sumar," svaraði ég og enn þá sá ég að það gladdi hana. í 103. Davíðssmálmi segir svo: „Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sam gras- ið í mörkinni. Þegar vindur blæs á hann er hann horfinn og staður hans þekkir hann ekki framar. “ En staður Ingibjargar hér á Löngumýri mun þó þekkja hana lengi um mörg ókomin ár Kirkj- an hennar stendur í þakkargjörð við hana fýrir þá stóru gjöf. Megi okkur auðnast að nýta hana sem best eins og Ingibjörg vildi. Og viljayfirlýsingin er á steininum sem hún sendi fyrir nokkrum árum. Lokaoró þjóðsöngsins okkar: „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár sem þroskast á Guðsríkis braut“. Guði séu þakkir fyrir Ingibjörgu Jóhanns- dóttur frá Löngumýri. Margrét K. Jónsd. Löngumýri. Ókeypás smoar Til sölu! Til sölu fólksbílakerra, fjarstýrð flugvél með ýmsum fylgihlutum og rússajeppi AZ 469 b árg. '81, með 76 cyl. Volvovél b 30. Upplýsingar í síma 452 7151 eftirkl. 20,00. Til sölu Zetor 7245 árg. '87 með einvirkum moksturstækjum. Þarfnasf viðgerðar. Til greina kemur að taka litla dráttarvél upp í. A sama stað er til sölu Lada sport ásamt varahlutum. Upp- lýsingar gefur Júlíus í síma 452 4263. Til sölu Kawasaki 110 fjórhjól árg. '87. Tilboð óskast. Upp- lýsingar í síma 452 4478 eftir kl. 19. Til sölu MMC Lancer GLX.I árg. '93, ekinn 40 þús. km. Sóllúga, álfelgur o.fl. Verð- hugmynd 1190 þús. Upplýs- ingar í síma 452 4185. Til sölu 28 rúmmetra Kemper heyhleðsluvagn, árg '79. Ný dekk og nýjar legur og öxlar í mötunarbúnaði. Upplýsingar í síma 453 6548. Pylsuvagn til sölu. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 462 4726 v Atvinna í sveit! Ég er 14 ára stepla og langar að komast í sveit í sumar, að passa böm og hjálpa til. Er vön bömum oghef farið á bamfóstrunámskeið hjá RKÍ. Upplýsingar í síma 555 2108. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, aft og langafi Friðrik Margeirsson, fyrrv. skólastjóri, Hólavegi 4, Sauðárkróki, verður jarósunginn frá Sauóárkrókskirkju laugar- daginn 24. júní kl. 15,00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Fræða- sjóð Skagftróinga. (Minningarkort fást hjá Blóma- og gjafabúóinni og Verslun H. Júlíussonar). Alda Ellertsdóttir Helga Friðriksdóttir Kristinn Hauksson Heiórún Frióriksdóttir Sveinn Sigfússon Hallfríður Friöriksdóttir Siguróur Þorvaldsson Jóhann Friðriksson Sigríður Sigurðardóttir Margeir Frióriksson Sigurlaug Valgarðsdóttir Valgerður Friðriksdóttir Páll Frióriksson Guóný Axelsdóttir bamaböm og bamabamabam. Hrossabændur! Vantar hross til slátrunar á Japansmarkað. Bændur eru hvattir til að slátra geldhrossum í sumar. Mikið framboð verður á öðrum hrossum í haust. Sláturhús

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.