Feykir


Feykir - 23.08.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 23.08.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 28/1995 Heilir og sælir lesendur góðir. Eftir nokkra ládeyðu nú upp á síðkast- ið í málefnum vísnaáhugafólks er gott að byrja hressilega með þessari vísu Vil- hjálms Benediktssonar frá Brandaskarði. Upp skal kynda andans glóð, eyða úr lyndi trega, saman binda bjartan óð blítt og yndisiega. Önnur vísa kemur hér eftir Vilhjálm og lýsir hún vel því fallega umhverfi er oft blasir við augum okkar síðsumars. Þó að löngum litlum arði lífið svari afþungu stríði, bjart er yfir Brandaskarði, brekkur klœddar lyngi og víði. Þar sem sést hefur til fólks nú undan- farið við slátt í kirkjugörðum og undirrit- aður hefur nokkuð stundað þá iðju er til- valið að rifja næst upp vísu eftir Svein- bjöm Beinteinsson sem hann mun hafa ort er hann ásamt séra Jóni Einarssyni var við slátt í Saurbæjarkirkjugarði. Oft á sumrin sjást þar nm sjáljur trúar voðinn. Kirkjugarðinn kátir slá klerkurinn og goðinn. Það mun var Þórir Valgeirsson frá Auðbrekku sem yrkir svo. Yndœlt er við Eyjafjörð um ágústnótt að vaka þegar himinn, hafog jörð höndum sanmn taka. Jens Kr. Guðmundsson ættaður frá Hrafnhóli í Skagafirði var fyrir skömmu staddur í Varmahlíð. Fékk hann þar af- bragðsgóðan mat auk annarrar þjónustu og varð það tilefni eftirfarandi vísu. / Varnmhiíð er versiun kunn og veitingar hjá gœða kokki. Húsbóndinn er Heigi Gunn, höfðingi í úrvalsfiokki. Eitt sinn er Jens hafði dvalið í sumar- bústað í Borgarfirði kvittaði hann fyrir gistinguna í gestabók staðarins með eft- irfarandi vísu. Þökkum skai nú þrykkt á biað, það er góður siður. Hér er sturta, hér er bað, hér er ró og friður. í einu kuldakastinu nú fyrr í sumar gerðust þau tíðindi að flaggskip þeirra Skagstrendinga lagðist í höfn og var slík óáran ekki til að létta skap manna. Um þá stöðu orti Rúnar Kristjánsson svo. Standa menn víða og stynja hér í stöðugum sumarkuldum og telja að allt sé að hrynja hér því höfnin sé fuil afskuldum. Margt var rætt um fyrirhugaða sölu á því sóma skipi og eins hvort citthvað yrði keypt í staðinn. Um þá umræðu yrkir Rúnar svo. Ekki er stjórnin stöðugiynd, stopui hennar glóra. Breytt hún hefur sigri í synd, selt er skipið stóra. Menn á leið til mölunar missa, bjargarvaðinn. Kaupa sér til svölunar sónmbát í staðinn. Talsverðrar beiskju yfir þessari illu stöðu gætir í næstu vísum Rúnars. Vofi yfir verðug smán vegrm slœmrar spilahandar, treysta á gefið glópalán gróðapungar Skagastrandar. Undra þarfei þig og mig þó að sitthvað rúlli. Hrokinnféll um hundrað stig, hrundifast að núlli. Að svo komnu birtist sjónvarpsfrétt um málið og þá var sem betur fer orðið mun bjartara útlit. Hressti það skáldið undir Borginni og bætti hann snarlega tveim vísum við. Hrokinn aftur hefst á legg, höfðingjarnir boð’ann. Þó þeir sigli á svartan vegg sjá þeir aldrei voðann. Brautin sú að byggja á gát best mun fœrin skapa. Verst er það að verða mát vegna eigin glapa. Þá kemur haglega gerð hringhenda eftir Jón Jónsson frá Eyvindarstöðum. Frœ að láðifalla í dá fjötruð ráðum kífsins. Tónar hrjáðir hrekjast á hörpuþráðum lífsins. Ég vil þakka lesendum fyrir bréf og góðar óskir til þáttarins og einnig óska ég eftir aö ná góðum samningum við ykkur um efni fyrir næstu þætti, og þá helst sem tengjast þeim tíma sem nú fer í hönd von bráðar, mcð göngum og sláturtíð ásamt öðrum haustverkum. Síðan verður það Ingvar Pálsson frá Balaskarði sem legg- ur okkur til lokavísuna. Ég hefjullvel fundið það íflestum lífsins spilum, hvað það reynist erfitt að eiga að standa í skilum. Veriði þar meó sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Stelpurnar standa sig Knattspyrna 4. deild: Tindastóll ásamt KS í úrslitin Fyrsta golfmótið í Lónkoti Keppni í Norðurlandsriðli 4. deildar lauk um helgina. Sigl- firðingar höfðu fyrir nokkru tryggt sér öruggan sigur í riðl- inum, hlutu 34 stig, Tindastóls- menn komu næstir með 26 stig, Magni hlaut 24 stig, Hvöt 16, SM 12, Neisti 10 og Þrym- ur hlaut ekkert stig. Tindastóll fylgir KS í úrslitin. KS mætir KBS sem varð í 2. sæti Aust- fjarðariðilsins, en Tindastóls- menn endurnýja gömul kynni við Reynismenn frá Sandgerði, sem sigruðu í öðrum suðurriðl- inum, en þessi lið féllu saman úr 3. deildinni á síðasta hausti. Tindastólsmenn áttu mjög góðan lokasprett og sýndu mikinn karakter meó að vinna þrjá síð- ustu leiki sína sem allir voru leiknir á útivelli. Liðið virðist vera á uppleið eftir að hafa verið lítið sannfærandi fram eftir sumri. Það var eins og jafntcflið við Neista á Króknum í lok júlí hafi orðið til að hrista upp í Tindastólsmönnum og á eftir fylgdi öruggur sigur á Hvöt á Blönduósi 5:1, 2:0 sigur í nánast úrslitaleik um sæti í úrslitum gegn Magna á Grenivík, og í síð- asta leiknum gegn SM í Eyja- firðinum um helgina sigraði Tindastóll 4:2. A sama tíma sigr- aði Magni Hvöt 9:4 á Grenivík og Neisti vann Þrym á Króknum 4:1. Þeir sem fylgst hafa með Tindastólsliðinu upp á síðkastið vilja meina að það sé ekki síst þáttur Stefáns Vagns Stefáns- sonar markvarðar liósins sem hefur reynst þungur á metum, en Stefán hefur leyst Gísla þjálfara af hólmi í nokkrum leikjum í sumar. Fyrri leikur Tindastóls og Reynis fer ffam í Sandgerði nk. laugardag og sá seinni á Krókn- um á þriðjudagskvöld. Guðmundur Pétursson mið- vallarspilarinn sterki verður í leikbanni vegna fjögurra gulra spjalda í fyrri leiknum gegn Reyni. Þá eru þeir Helgi Már Þórðarson og Stefán Pétursson á leið til náms út fyrir landsstein- ana, en vonir standa til að þeir geti báóir leikið með Tindastóli í úrslitakeppninni. Siglfirðingar mæta KVA á Siglufirði nk. laugardag og síðan aftur iyrir austan nk. þriðjudag. Fyrsta gol&nótið sem haldið er á golfvellinum í Lónkoti fór fram þann 16. ágúst sl. Mótið var kennt við Sölva Helgason enda haldið á fæðingardegi hans. Stefnt er á að halda mót þennan dag árlega hér eftir að sögn Olafs Jónssonar staðar- haldara í Lónkoti og halda þannig minningu Sölva á lofti. Mótið nú var ekki síður haldið til að kynna völlinn í Lónkoti fyrir golfáhugamönnum, en hann er níu holur. Það voru 12 golfmenn frá Sauðárkróki sem tóku þátt í þessu fyrsta Sölvamóti sem haldió er, en þar sem mótið var á miðviku- degi sem er fastur mótsdagur Hótel Aningar mótanna á Sauðár- króki veitti Hótel Áning sigurveg- ara mótsins verólaun auk þess sem ferðaþjónustan Lónkoti veitú þremur efstu mönnum í mótinu verðlaun. Urslit uröu þau að Steinar Skarphéðinsson sigraði, lék á 46 höggum brúttó og 39 höggum nettó. Guðmundur Ragnarsson lék einnig á 46 höggum, en 40 höggum nettó. Haraldur Friðriks- son varð svo þrióji með 50 högg brúttó og 45 nettó. Stelpurnar í Tindastóli hafa gert það gott í fótboltanum í sumar. Meistaraflokkurinn er kominn í úrslit í 2. deild kvenna. Annar flokkur sömu- leiðis og tekur þátt í úrslita- keppni í Hafnarfirði um næstu helgi. Þriðji flokkur komst einnig i úrslit og fór úrslita- keppnin fram á Króknum um síðustu helgi. TindastóII lenti þar í 5. sæti með því að vinna Þór 2:0. Tindastóll bar sigur úr býtum í Norðurlandsriðli 2. deildar. KS- ingar urðu í öóru sæú og Dalvík- ingar í því þriója. Tindastóll mæt- ir Aftureldingu úr Mosfellsbæ og Sindra frá Höfn í úrslitum. Einn leikur hefur þegar farið fram í keppninni. Afturelding vann Sindra 4:0. Tindastóll fær Aftur- eldingu í heimsókn nk. miðviku- dag og fer síðan úl leiks á Homa- firöi sunnudaginn 2. september. 3. flokkur Tindastóls leikur í úrslitariðli með LA og Stjömunni í Hafnarfiröinum um helgina. I hinum úrslitariðlinum em Hauk- ar, KR og ÍBA. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúó og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföóur og afa Finnboga Stefánssonar, Þorsteinsstöðum. Guó blessi ykkur öll! Fríða Eóvarðsdóttir Kristín Finnbogadóttir Kristinn Gamalíelsson Berta Finnbogadóttir Sigtryggur Gíslason Böðvar Finnbogason Guóbjörg Guómannsdóttir Stefanía Finnbogadóttir Guómundur Magnússon bamaböm og bamabamabam.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.