Feykir


Feykir - 23.08.1995, Page 8

Feykir - 23.08.1995, Page 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 23. ágúst 1995, 28. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! Þing SSNV um næstu helgi Ársþing Sambands sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra verður haldið í bóknámshúsi fjölbrautaskólans á Sauðár- króki nk. föstudag og Iaugar- dag, 25. og 26. ágúst. Aðalmál- efiii þingsins verða: yfirfærsla grunnskólans að fúllu til sveit- arfélaganna og atvinnumál á Norðurlandi vestra. Þingsetning verður á föstu- daginn kl. 13,00. Á föstudags- kvöld verður hóf fyrir þingíúlltrúa og gesti. Áætlað er að þinglok verði upp úr hádegi á laugardag. Tveir ráðherrar verða gestir þingsins, þeir Páll Pétursson fél- agsmálaráðherra og Bjöm Bjama- son menntamálaráðherra. Einnig situr þingið Þórður Skúlason formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bjöm Bjamason mcnntamálaráóhcrra verður meðal frummælenda í um- ræðum um yfirfærslu grunn- skólans til sveitafélaganna og Garðar Jónsson ffá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga mun skil- greina hvemig sú tilfærlsa er hugsuð. Meðal frummælenda um atvinnumál eru Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Olafur R. Dýrmundsson ráðunautur BI og Sigríður Gróa Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Hagfélagsins. Á ársþingi SSNV eiga sæti fjórir fulltrúar frá Sauðárkróki, þrír lfá Blönduósi og Siglufirði, tveir frá Skagaströnd og Hvammstanga, og einn fulltrúi frá hinum sveitarfélögunum. I reglum um úthlutun fulltrúa er miðað við íbúatölu staöanna. Heimagangi stolið Lögreglan á Sauðárkróki hefur nú til rannsóknar sér- kennilegt þjófnaðarmál, cn um miðjan dag í lok júlí var stolið heimagangi frá bænum Vestari-Hóli í Flókadal. Heimagangurinn var tckinn til handargagns af fólki í svörtum fólksbíl sem leið átti um dalinn. Bóndinn á Vestara- Hóli, Sigmundur Jónsson, náði ekki númcrinu á bílnum. Hann segir ftirðulegt að svona hlutir skuli gerast og menn séu alveg grandalausir, fúll ástæða sé fyrir bændur að hafa góða gát á búfénaði sínum sem er heima við bæi. „Ég var að drekka miðdegis- kaffió mitt í rólegheitum og heyrði þá í bíl á ferðinni héma neðan viö bæinn. Ég hélt aó þetta væru gestir að koma í heimsókn, en fannst þeir vera búnir að dvelja svolítið lengi nióur við veginn. Ég gekk því héma fram á hólinn til að grennslast fyrir um þá en sé þá svartan fólksbíl keyra í burtu niður dalinn. Hólfið sem heimalningamir eru í nær alveg niður að veginum og ég tók strax eftir því að nú voru þeir bara tveir, en þeir voru þarna allir þrír þegar ég fór í kaffið. Sá grái í hópnum var horlinn", segir Sigmundur Jóns- son bóndi á Vestari-Hóli. Það eina sem komið hefur fram varðandi málið, er að fyrir skömmu hringdi maður í lög- regluna á Sauðárkróki. Sagðist hann hafa séð heimagang á flandri við malamámu skammt frá Sleitustöðum. Sagði hann heimaganginn kollóttann og markaðan. Hinsvegar gat hann ekki lesið úr markinu og honum láðist einnig að geta um litinn á lambinu. Hugsanlegt er að þarna hafi heimagangurinn frá Vestara-Hóli verið kom- inn, en ekki tókst að ganga úr skugga um það í þetta skiptið. Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! áW Landsbanki Sími 453 5353 MÁ Islands Banki allra landsmanna Séra Gísli Gunnarsson, Stefán Gíslason organisti og Agnar Gunnarsson bóndi á Miklabæ í Blönduhlíð ferðbúnir á reiðskjótum að lokinni messu. Messað að Knapps- stöðum Fjölmenni var viðstatt guðs- þjónustu að Knappsstöðum í Stíflu í Fljótum fyrir skömmu. I þessari litlu og afskekktu kirkju sem mun vera elsta timburkirkja landsins er mess- að einu sinni á ári og ávallt að viðstöddu ijölmenni. Það eru ekki síst burtfluttir Fljóta- menn sem koma til þessarar messu og sýna þannig tryggð Nýlega var gengið frá ráðn- ingu nýs sveitarstjóra Hofs- hrepps á Hofsósi í stað Jóns Guðmundssonar frá Oslandi sem látið hefur af störfum af heilsufarsástæðum. Til starfans var ráðinn Árni Egils- son sölustjóri á Sauðárkróki, en 18 umsóknir bárust um star f s veitarstj órans. „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og veit að þetta verður mjög lærdómsríkt“, segir Ami Egilsson, en hann tekur við starfmu 1. september næstkom- andi. Umsækjendur um sveitar- stjórastarfið á Hofsósi vom: Þor- í Stíflu við sína gömlu átthaga. Undanfarið hefur skapast sú venja að margt heimamanna fari á hestum til messunnar og var svo einnig nú og setti það skemmtilegan blæ á samkom- una. Þess má geta að bæði prest- ur og organisti settust á hestbak að messu lokinni og riðu áleiðis heim með hópi heimamanna í sérdeilis mildu sumarveðri. OÞ. bergur Eysteinsson Kópavogi, Guðmundur Skúli Johnsen Reykjavík, Þóróur Guðbjömsson Reykjavík, Gísli Erlendsson Reykjavík, Ami Egilsson Sauð- árkróki, Guðmundur H. Ingólfs- son Isafirði, Gylfi Þór Gíslason Reykjavík, Ásta Olöf Jónsdóttir Hafnarfirði, Vigfús Guðmunds- son Hafnarfirði, Kristján Grétar Jónsson Reykjavík, Sigurður Ámason Marbæli Seyluhreppi, Þorgils Axelsson Kópavogi, Þór- hallur Ásmundsson Sauðárkróki, Einar Pálsson Patreksfirði og Bjöm Oli Hauksson Reykjavík. Þrír umsækjenda óskuðu nafn- leyndar. Hjalti ritstýrir búenda- talinu nýja Eins og greint hefúr verið frá í Feyki hafa Héraðsnefnd Skagfirðinga, Kaupfélag Skagfirðinga, Sögufélag Skag- firðinga og Búnaðarsamband Skagafjarðar, ákveðið að ráð- ast í nýja.og endurbætta út- gáfú jarða- og búendatals fyr- ir Skagafjörð. Ljóst er að um viðamikið verk verður að ræða. Fjallar það um sögu og lýsingu jarða í Skagafirði, sem eru milli 600 og 700 talsins, á- samt miklu myndefni frá jörðunum bæði nýju og göml- u. Gert er ráð fyrir 3000 blað- síðna verki og áætlað að fyrsta bindi þess komi út rétt fyrir aldamótin. Á fundi útgáfustjómar í júlí var ákveðið að ráða Hjalta Páls- son skjalavörð sem ritstjóra verksins og mun hann taka til starfa í októbermánuði næst- komandi. Formaður útgáfu- og ritstjómar er Þorsteinn Ásgríms- son á Varmalandi og með hon- um í stjóminni eru þeir Egill Bjamason og Hjalti Pálsson. Vegna ráðningar Hjalta í ritstjóra- starfió mun hann víkja úr stjóm- inni og við taka einhver þriggja varamanna, sem eru Bjarni Maronsson Ásgeirsbrekku, Sól- veig Arnórsdóttir Utvík og Pálmi Rögnvaldsson Hofsósi. Á fundi stjómar Safnahúss- ins í júlí var síðan ákveðió að auglýsa eftir aðstoðarskjala- verði til aö vera Hjalta til að- stoðar meðan hann ritar byggðasöguna, en til að byrja meó réð Hjalti sig í starfið til eins árs, sem síóan væntanlega mun framlengjasL Starf aðstoðarskjalavarðar var auglýst og um það bámst 11 umsóknir, þar af tvær frá mönn- um með sagnfræóimenntun. Annar þeirra, Unnar Raín Ingv- arsson frá Sólheimum í Svína- vatnshreppi, var ráðinn til starf- ans einróma af stjóm Safnhúss- ins. Héraðsráð á eftir að stað- festa ráðninguna, en reiknað er með að Unnar taki til starfa í Safnahúsinu 1. október nk. Árni Egilsson ráðinn sveitarstjóri á Hofsósi Gæóaframköllun BÓKABtTÐ BB3ÓMJCARS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.