Feykir


Feykir - 13.09.1995, Page 2

Feykir - 13.09.1995, Page 2
2 FEYKIR 31/1995 Marta Óskarsdóttir er ánægð með viðtökumar á Króknum. Fyrsta lögreglukonan á Sauðárkróki Rafveitumálið Um síðustu mánaðamót hóf störf hjá lögreglunni á Sauð- árkróki Marta Óskarsdóttir lögreglukona úr Reykjavík. Marta, sem er að vinna í sum- arafleysingum og mun því hafa skamma viðdvöl á Króknum, er fyrsta lögreglu- konan sem þar starfar. Sam- starfsmenn hennar í lögregl- unni á Króknum segja greini- legt að fólk kunni vel að meta þessa nýbreytni og jafnvel sé hægt að merkja viðhorfs- breytingu hjá þegnunum gagnvart lögreglunni eftir að Marta kom til starfa. Jú, það var ekki laust við að fólk ræki upp stór augu þegar það sá mig stjóma umferðinni í fyrsta skipti á gatnamótunum. Einn ökumaðurinn snéri sér meira að segja við í sætinu til að gá hvort hann hefði ekki ömgg- lega séð rétt, hvort það væri kominn kvenmaður í lögregl- una“, sagði Marta í samtali við Feyki. Hún segir að sér hafi ver- ið mjög vel tekið af Sauðkræk- ingum og þetta sé mjög skemmtileg tilbreyting að koma út á land frá störfum í lögregl- unni í Reykjavík, en þar hefur hún starfað frá árinu 1991. Framhald af forsíðu. fær hjá veitustjóm. Undirrituö telur ólokið því verki sem brýn- ust þörf er á að vinna, eigi að fjalla á vitrænan hátt um hag Sauðárkróksbæjar á því að eiga Rafveitu Sauðárkróks annars vegar eða hinsvegar að selja hana til lækkunar skulda bæjar- sjóðs. Undirritaðri þykir ámælis- vert af veitustjóm að fela starfs- manni bæjarins að gera álitsgerð um málefhi sem snerta persónu- lega hagi hans jafn eindregið og í þessu tilviki, enda skíni per- sónulegar skoðanir rafveitustjóra í gegnum alla álitsgerðina auk sióapredikana og órökstuddra fullyrðinga um sölu Hitaveitu Sauðárkróks og fækkun starfa á Sauðárkróki í kjölfarið. Þessi vinnubrögð meirihluta veitu- stjómar stangast á við almennar vinnureglur og anda stjómsýslu- laga um hlutlaus vinnubrögð og er ekki til annars fallið en halda umræðum um málið á tilfinninga- legum grunni í stað þess undir- byggja rökræna umfjöllun“. Anna Kristín sagði veitustjómar- menn hafa vitandi vits komið málum fyrir með þessum hætti vegna þess að þeir vilji halda málinu á tilfinningagrunni og hún telji engan starfsmann bæj- arins í stakk búinn að gera þá úttekt sem til þarf um hag bæj- arins á að selja rafveituna eða eiga hana. Hilmir Jóhannesson sagði að það væri sorglegt þegar bæjar- fulltrúi kæmi í ræðustól á bæjar- stjómarfundi og efaðist um heið- arleika og áreiðanleika starfs- manna bæjarins til að vinna þau störf sem þeim væm falin. „Mér finnst það jafnvel tuttugu sinn- um helmingi verra þegar þessi bæjarfulltrúi lýsir því næstum yfir að það sé ámælisvert að þessi menn hafi persónulegar skoðanir á málum sem þeim kemur við. Eg hélt að slíkan málflutning mundum við ekki heyra hér á íslandi“. Hilmir sagðist álíta að svona málflutn- ingur ætti ekki að heyrast. Bjami Ragnar Brynjólfsson sagði þá framsóknarmenn ekki hafa gert sína tillögu út í loftið. Þeir hafi verið búnir að kanna málið. „Vió höfóum gengið til þeirrar vinnu að athuga hver væri hagur Sauóárkróks á því aö eiga Rafveitu Sauðárkróks og við höfðum líka gert lauslega at- hugun á því hver hagur Sauðár- króks yrði af því að selja hana, hvert raunverulegt söluveró yrði, og hvað það mundi í raun og veru bæta afkomu bæjarsjóðs mióað við að nýta slíkt söluverð til lækkunar skulda bæjarins. Þessi vinna var lögð fram, bæði í bæjarráði og í veitustjóm. Við höfúm ekki talið rétt aó leggja hana opinberlega fram vegna þess einfaldlega að það kynni að skaða samningsstöðu okkar þeg- ar gengió yrði til viðræðna um sölu. I okkar greinargerð komu ffarn kostir bæjarins að eiga raf- veituna. Það sama kemur lfam í greinargerð Sigurðar Agústsson- ar en hinsvegar er ekkert um kosti þess fyrir bæinn að selja rafveituná', sagði Bjami Ragnar og las síðan upp úr greinargerð rafveitustjóra þar sem hann segir. „Ég viðurkenni að hér hafa einungis verið týnd til rök sem mæla gegn sölu á rafveitunni. Afstaðan er sú að frá mínum sjónarhóli séð og með hagsmuni orkukaupenda í huga er ekkert sem mælir með sölunni“. Bjami sagði að það væri al- gjörlega óunnið hverjir væru kostir bæjarins að selja rafveit- una, og hann teldi eðlilegt að bæjarráó beitti sér fyrir gerð þeirrar athugunar. Punk tar Sauðárkrókur Byggingarnefnd hefur samþykkt að komið verði íyrir upplýsinga- og þjónustu- skiltum við innkeyrsluna í bæinn. Skiltin verða um 100 metra frá gatnamótum Skag- firðingabrautar og Sauðár- króksbrautar, og Sauðár- króksbrautar og Strandvegar. Það er fyrirtækið Vegvísar sem annast gerð og upp- setningu skiltanna. Umferðamefnd samþykkir að láta fjarlægja hraðahindr- anir á Hegrabraut. Ennfremur að komið verði fyrir merktri gangbraut á Hegrabraut, mitt á milli Víðimýrar og Borgar- flatar með blikkandi gulu ljósi. Einnig verði sett gang- braut á Borgarflöt að Tón- listarskóla. Blönduós Bæjarstjórn Blönduóss hefur samþykkt flutning aflaheimilda. Það eru 42,5 tonn af ýsu og 35 tonn af ufsa frá Nökkva HU-15 til Ey- borgar EA-59. Einnig hefur verið samþykktur flutningur á 12 tonnum af ýsu frá Nökkva HU-15 til Hamars SH-224. Bæjarstjórn Blönduóss fagnar því frumkvæði sem fram kemur í erindi oddvita- nefndar Húnavallaskóla, þar sem óskað er eftir viðræðum um hugsanlegt samstarf um rekstur grunnskólanna á Húnavöllum og Blönduósi. Bæjarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við odd- vita aðildarhreppanna. Búljáreigendur Sauðárkróki Bæjarstjóm Sauðárkróks hefur samþykkt aö þeir búfjáreigendur sem brjóta bann um lausagöngu búfjár á Sauóárkróki verði sviptir leyfi til búfjárhalds. Þetta tilkynnist hér með öllum hlutaðeigandi. Sauðárkróki 13. september 1995 Bæjarstjóri. Héraðsmót UMSS í knattspyrnu Urslitaleikur Neisti - Tindastóll Hofsósvöllur í kvöld kl. 18,30. Komið og fylgist með spennandi leik. Þeim síðasta á sumrinu. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 35757. Myndsími 45 36703. Ritstjóri Þór- hallur Asmundsson. Fréttaritarar: Eggert Antonsson og Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.