Feykir - 13.09.1995, Qupperneq 4
4FEYKIR 31/1995
Nemendur Fjölbrautaskólans setja ætíð mikinn svip sinn á bæjarlífið á Sauðárkróki,
Þegar skólarnir byrja á
haustin, birtast mörg ný andlit
Undir Nöfunum. Mannlífsflóran
í bænum verður fjölbreyttari og
hlutfall hinna innfæddu „org-
inalanna" minnkar. Sjáist full-
oröinn nýbúi á götu er því gjam-
an slegið föstu að þessi hjóti að
vera nýr kennari við fjölbrauta-
skólann, því ætíó koma nýir
kennarar til starfa viö skólann á
hverju hauti. En það em þó ný-
nemamir í Fjölbrautaskólanum
sem setja mestan svip á bæinn í
septembermánuði ár hvert. Þetta
eru hressir krakkar að koma í
nýtt umhverfi. Það er svolítil
spenna í loftinu. Businn upplifir
margt fyrstu vikumar og kynnist
mörgu nýju og óvæntu.
Já, það verður ekki annað
sagt en nemendur fjölbrautaskól-
ans setji mikinn svip á bæinn og
bærinn undir Nöfunum væri
miklu mun tómlegri ef þessarar
menntastofnunar nyti ekki við.
Þótt veðurfræðingurinn hafi
sagt í sjónvarpinu síðasta laugar-
dagskvöld að ekki væri að sjá
neitt lát á þessum sumarauka í
tíðarfarinu sem verið hefur síð-
ustu daga, verður ekki tfam hjá
því horít að haustið er gengið í
garð og aó baki er sumar, ákaf-
lega stutt sumar. Það kom svo
rosalega seint, eiginlega ekki
fyrr en rétt fyrir miðjan júní. Og
þeir eru margir sem voru óá-
nægðir með tíðarfarið í þennan
tvo og hálfan mánuð. Þaö var
víst ekki gott í ágústmánuði
syðra og bændur um allt land
em vissulega ekki öfundsverðir,
því þetta var fjarri lagi þurrka-
sumar.
Annars getum við Norðvest-
lingar á mölinni verið tiltölulega
sáttir og þurfúm ekki að kvarta
mikið. Það snjóaði að minnsta
kosti sjaldnar í fjöll nú í sumar
en mörg undanfarin ár og hita-
stigið var oftast dágott. Margir
eiga trúlega ánægjulegar minn-
ingar ffá sumrinu og víðast hvar
um kjördæmið var sitthvað til
skemmtunar. Segja má að íbúar
Noróurlands vestra hafi verið í
hátíðarskapi í sumar, þegar það
er haft í huga aó hátíðir voru
haldnar á flestum þéttbýlisstað-
anna. Þannig héldu Hvamms-
tangabúar upp á stórafmæli,
Siglfirðingar upplifðu sitt Síldar-
ævintýri enn eitt árió, Kántríhá-
tíð var á Skagströnd, Blönduós-
ingar stóðu ásamt héraðsbúum
og Hvammstangamönnum fyrir
unglingalandsmóti UMFI og
Hofsósingar héldu sína Jóns-
messuhátíð.
I þessa upptalningu hér að
ffaman vantar þó stærsta þéttbýl-
isstað kjördæmsins, Sauóárkrók.
Þar var ekki haldin Sumarsælu-
vika að þessu sinni en tilraun var
gerö til að endurvekja þessa há-
tíð á síðasta ári. Skiptar skoðanir
vom um hvemig sú hátíð tókst,
en altént virðist sem hún hafi
ekki tekist betur en svo að
ástæðulaust hafi þótt að halda
áffam á sömu braut. Gárungamir
sögðu reyndar að óvæntu uppá-
komumar sem boðið var upp á á
þeirri hátíð hafa verið svo
óvæntar að þær hafi hreinlega
farið framhjá bæjarbúum, enda á
fólk trúlega fullt í fangi með að
halda út heila viku án þess að
missa af einhverju óvæntu.
Spumingin er því hvort menn
hafi ekki færst full mikið í fang
að vera með hátíð í heila viku?
Hvort ekki sé kappnóg að stefna
fólki saman á einni góðri helgi?
Flestir geta verið sammála
um að héraðshátíðir af einhverju
tagi hafi sér það t.d. til ágætis, að
mcð því minni viðkomandi staó-
ur á sig á landakorti ferðamanns-
ins. Þessi mun t.d. hafa orðió
reyndin hjá Siglfirðingum eftir
að þeir byrjuðu að halda síldar-
hátíðina. Það er líka ekkert vafa-
mál að viðburðir eins og Króks-
mót, pollamót í knattspymu sem
haldið er ár hvert á Sauðárkróki,
gerir meira en margan gmnar í
því að kynna staðinn fyrir öðr-
um landsmönnum, jafhvel þó að
þessu móti sé ekki gefinn mikill
gaumur af stærri fjölmiólum
landsins.
Fjöllistamaður með uppistand á Króknum
Hallgrímur Helgason er ung-
ur fjöllistamaður úr Reykjavík.
Honum em jafnt undir hælinn
lagt yrkingar ýmis skonar og
sköpun í formi myndverka, auk
þess sem Hallgrímur er snjall í
flutningi á verkum sínum og
miólar þeim á skemmtilegan hátt
til áheyrenda. Hallgrímur, sem á
skömmum tíma, varð landsffæg-
ur af pistlum sínum „Útvarp
Manhattan“, stóð fyrir „Uppi-
standi“ á Kaffi Krók sl. fimmtu-
dagskvöld. Þar lét listamaðurinn
dæluna ganga nær stanslaust í
tvo tíma.
Krókurinn var þéttskipaður
og Hallgrímur fékk góðar við-
tökur. Fólk hló mikið og kunni
vel að meta fyndnina sem þama
var á boðstólum. Margir brandar
fuku og Hallgrímur sýndi með
sinni miklu næmni, hvemig t. d.
væri rétt fyrir karlmenn að fara í
fjörumar vió kvennalistakonu,
sem samkvæmt skilgreiningu
hans er mál sem ekki er hægt að
afgreiða í fljótheitum án mikilla
vangaveltna. Og pólitíkin fékk
sitt hjá Hallgrími, og ekki síst
ffamsóknarmenn, en hann hefur
eitthvað verið að stríða þeim
undanfarið, Ld. var Guðni Ágústs-
son að skrifa eitthvað í Morgun-
blaðið á dögnum sem átti að
svara skensi Hallgríms í garð
flokksbræðra hans, og síðast núna
sl. laugardag var Árni Gunn-
arsson frá Flatatungu aðstoð-
armaður félagsmálaráðherra að
bera hönd fyrir höfuð Páls
Péturssonar.
Og Guðni Ágústsson og ffam-
sóknarmenn fengu sitt hjá Hall-
grímí í „Uppistandinu" á Kaffi
Krók, þó svo að listamaðurinn
segðist vera vel meðvitaður um
að Sauðárkrókur væri „mikið
ffamsóknarbæli“.
Guðni er ákaflega brúna-
þungur, enda frá Brúnastöðum,
og hann talar ákaflega hægt, og
það er vegna þess að það er svo
langt á milli bæja í höfðinu á
honum. Stundum verða orðin úti
á milli bæja. Guðni er ákaflega
einbeittur maður og hugsar
sterkt, sagði Hallgrímur, og
þessi sterka hugsun kemur
glögglega fram þegar listamað-
urinn lýsir ferð Guðna til Parísar.
Þar sem alþingismaðurinn af
Suðurlandinu horfir dolfallinn á
Sigurbogann og hugsunin heim í
sveitina er það sterk að smásam-
an breytist þetta sterka tákn og
listaverk í súrheystum.
Eins og alkunna er, þá eru
pólitík og íþróttir jafnan við-
kvæmustu málin, og það skal
viðurkennast að Hallgrímur var
nú svolítið kvikindislegur þegar
hann tók framsóknarmennina
fyrir, enda varð einstaka maður í
Króknum svolítið vandræðaleg-
ur, leið greinilega ekki vel og
horfði þónokkuð út um glugg-
ann, en það lagaðist til muna líð-
anin þegar komið var að svip-
myndinni úr næturlífi Reykja-
víkur, þegar farið var í fjörumar
við kvennalistakonuna.
Hann var líka góður brandar-
inn sem Hallgrímur sagði af
Heimi Steinssyni útvarpsstjóra.
-Það er svona svipaó eins og
að lenda í stofufangelsi með
Heimi Steinssyni útvarpsstjóra.
Eg lenti reyndar hálfpartinn í því
einu sinni. Það var reyndar bara í
10 mínútur, en það voru langar
10 mínútur. Þannig var að ég var
að skila einum af pistlum mín-
um í útvarp Manhattan. I lyftuna
í útvarpshúsinu rétt á undan mér
var einhver starfsmaður útvarps-
ins sem ég man ekki hver var,
og á hæla okkur kom útvarps-
stjóri. Okkur fannst rétt fyrst að
hann er æðsti maður stofnunar-
innar að láta hann stjóma lyft-
unni líka. „Á hvaða hæð ferð
þú“, spurói útvarpsstjóri útvarps-
manninn sem á undan mér var.
„Á aðra hæð“, sagði maðurinn.
„Nú þá ýtum við á Rás 2“, sagði
Heimir. Þegar þangað var komið
spurði útvarpsstjóri mig á hvaða
hæð ég ætlaði. „Þriðju hæð“,
sagði ég.,,Nú þá ýtum við á Rás
3“, sagði Heimir. En skyndilega
stöðvast lyftan og báóir urðum
við hálf hvumsa við. Ekkert
stress var þó í gangi og báðir
héldu ró sinni, sérstaklega út-
varpsstjóri sem sagði eftir
drykklanga stund upp úr eins
manns hljóði. „Nú þetta er nú
það sem við á útvarpinu köllum
að vera á samtengdum rásum“.