Feykir


Feykir - 13.09.1995, Qupperneq 8

Feykir - 13.09.1995, Qupperneq 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra 13. september 1995, 30. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! m Landsbanki Sími 453 5353 Mk íslands Jlllll JJ mm Bankiallra landsmanna Hinrik Jóhannesson og Rúnar Pálsson starfsmenn Ýr við stæðu af einnota timburbrettum. Ýr framleiðir einnota vörubretti / \ / U\ YR 453 Nýlega hóf Trésmiðjan Ýr á Sauðárkróki framleiðslu á einnota vörubrettum úr timbri. Þokkalega lítur út með sölu á þessum brettum og vonast forráðamenn tré- smiðjunnar til þess að bretta- framleiðslan muni skapa eitt starf, en sem kunnugt er hefur atvinna fyrir trésmiði minnkað í Skagafirði á síðustu árum. Hráefnið í vörubrettin er innflutt og kemur það í til- sniðnum stærðum þannig að ekki þarf annað en negla brettin saman. Mikið magn af brettum fer undir frystar sjávarafurðir, t.d. fóru um 500 bretti þegar Málmey landaði á dögunum metafla úr Smugunni. Að- spurður sagði Hinrik Jó- hannesson hjá Trésmiðjunni Ýr, að tilkoma frystiskips til bæj- arins yki mjög möguleikana á því að brettaframleiðslan gæti orðið stöðugt verkefni hjá fyrirtækinu. Gjaldþrot 3ja fyrirtækja á Norðurlandi vestra: Engar eignir fundust Engar eignir iundust í þrota- búum þriggja gjaldþrota fyr- irtækja á Norðurlandi vestra sem nýlega var loluð skiptum í. Fyrirtækin eru ísex á Sauð- árkróki, og H. Gæðamjöl og Skeljaklettur á Hvamms- tanga. Isex, ígulkerjavinnsla, var úrskurðuð gjaldþrota 9. maí á síóasta ári. Lýstar kröfur voru að fjárhæð rúmar 17 milljónir. Skeljaklettur, útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki á Hvamms- tanga, var úrskurðað gjaldþrota 9. febrúar á síðasta ári. Lýstar kröfur voru að upphæð rúmar 55 milljónir. H. Gæðamjöl, rækjumjölsverksmiöja, var einnig úrskurðuð gjaldþrota 9. febrúar á síðasta ári. Lýstar kröfur voru rúm ein milljón króna. Skagstrendingur selur gamla Arnar og kaupir rækjuskip Nú nýverið náðu forráðamenn Skagstrendings viðunandi samningum um sölu á Arnari gamla, en skipið hefiir verið til sölu meira og minna frá því að fyrirtækið keypti stórt og full- komið frystiskip fyrir þremur árum, sem nýlega var svo selt til Grænlands. Það er Sam- herji á Akureyri sem hefur fest kaup á Arnari gamla. Enginn kvóti fylgir skipinu sem mun á næstunni halda til rækjuveiða og afla hráefnis fyrir vinnslur við Eyjafjörð. Samhliða sölunni á Amari gamla festu Skagstrendings- menn kaup á grænlenskum rækjuffystitogara, sem er talsvert stærra skip en Amar gamli, álíka stór og Órvar. Togarinn er vel búinn til ffystingar rækju á Jap- ansmarkað, en smærri rækja sem skipið kemur til með að veiða verður unnin í Hólanesi á Skagaströnd. Kemur þetta til með að styrkja mjög rækju- vinnsluna í Hólanesi. Að sögn Óskars Þóróarsonar fram- kvæmdastjóra Skagstrendings em skipinu ætluð einhver hundmð tonna í kvóta, sem bæöi eru í eigu Hólanes og Skagstrendings, og einnig eru möguleg kaup á rækjukvóta t.d. í skiptum fyrir bolfiskkvóta. Þá verður skipið á veiðum á úthafinu þar sem ekki er kvóti, t.d. á Flæmska hattin- um. Þá em einnig á döfinni kaup á öóm skipi til Skagstrendings. Kemur það í stað Amars HU-1 sem seldur var til Royal Green- land í sumar. Óskar fram- kvæmdastjóri segist vonast til að gengið verði frá þeim kaupum í þessum mánuði, altént sé steffit að því að þau verði gengin í gegn fyrir áramóL Með kaupum á því skipi yrðu þrjú frystiskip í eigu Skagstrendings. hrossasmölunar og M I Eins og undanfarin ár gefst fólki kostur á að taka þátt í hrossasmölun og stóðréttum í Austur-Húnavatnssýslu með heimamönnum. I Skrapatungu- rétt hefur veriö smalað 800-1000 hrossum undanfarin haust og í haust verður það gert helgina 23.-24. september. Hagsmuna- aðilar í ferðaþjónustu og bændur standa að því í sameiningu að taka á móti fólki til gangna og rétta. Eins og undangengin haust bjóöa Sveitasetriö Blönduósi, sem er nýtt nafn á Hótel Blöndu- ósi, ferðaþjónustan Geitaskarði og hestaleigan Kúskerpi upp á pakkaferðir sem innihalda gist- ingu, morgunverð og akstur til og frá réttarstaó, og reiðhest í göngur, allt eftir vali og óskum hvers og eins. Fyrirkomulag er þannig aö smalað verður í Laxárdal og hrossin rekin saman við Kirkju- skarð laugardainn 23. septem- ber. Um kvöldið verður sameig- inlegur kvöldverður í Sveitasetr- inu Blönduósi og dansleikur á eftir. Réttarstörf hefjast síðan í Skrapatungurétt um kl. 10,00 á sunnudagsmorgni. Þeir sem hug hafa á að skrá sig til þátttöku í gangna- og réttarferð í Laxárdal og Skrapatungu hafi samband við Sveitasetrið Blönduósi í síma 452 4126 eða Geitaskarð í síma 452 4341. Helstu fjárréttir Arhólarétt Unadal Skag.............laugardaginn 16. september Deildardalsrétt Skag................laugardaginn 16. september Hlíðarrétt Bólst.hr. A.-Hún.........sunnudaginn 17. september Laufskálarétt Hólahr. Skag.........laugardaginn 16. september Mælifellsrétt LýtingsL Skag.........sunnudaginn 24. september Reykjarétt Fljótum Skag............laugardaginn 16. september Skálárrétt, Sléttuhl. Skag..........laugardaginn 16. september Stíflurétt Fljótum Skag.............laugardaginn 16. september Silffastaðarétt Akrahr. Skag........mánudaginn 18. september Skrapatungurétt Vindh.hr. A.-Hún....sunnudaginn 17. september Stafhsrétt Svartárdal, A.-Hún......laugardaginn 16. september Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún.föstud. 15. og laugard. 16. sepL Þverárrétt Vestur-Hópi V.-Hún......laugardaginn 16. september Víðidalstungurétt, Víðidal V.-Hún..laugardaginn 16. september Hamarsrétt Vatnsensi V.-Hún........laugardaginn 16. september Helstu stóðréttir Skarðarétt Gönguskörðum Skag....laugard. 16. sept upp úr hádegi Reynistaðarétt Staðarhr. Skag.......laugard. 16. sepL um kl. 16 Silffastaðarétt Akrahr. Skag...........sunnud. 17. sepL kl. 15 Hlíóarrétt Bólstaðahl. A.-Hún.. laugard. 23. sept. upp úr hádegi Skrapatungurétt Vindhæl. A.-Hún.sunnudaginn 24. sept. kl. 10,30 Laufskálarétt Hólahr. Skag...........laugard. 30. sept. kl. 13,00 Víðidalstungurétt Víðidal V.-Hún.......laugard. 7. okt. kl. 10,00 Gæóaframköllun BÖKABtlB EKYBfcJARS

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.