Feykir - 20.09.1995, Blaðsíða 3
32/1994 FEYKIR 3
Finnur Ingólfsson iðnaðarráMierra svarar fyrirspumum á Kafii Krók.
Vel mætt á fund iðnaðar-
ráðherra á Sauðárkróki
Af götunni
Gæti leyst af 30
manna nefndina
Á fundi Finns Ingólfssonar
iönaðarráðherra á Króknum í
fyrrakvöld kom frarn aó ráðherr-
ann hefði þegar skipað nokkrar
nefhdir til að vinna að framgangi
mála. Þar á meðal eina 30 manna
er hefur það starfssvið að kynna
fyrir íslenskum aðilum mögu-
leika sem hafa opnast við inn-
gönguna í EES, meðal annars
möguleika á styrkveitingum frá
Evrópusambandinu vegna ýmsra
ffamkvæmda. Guómundur Ing-
ólfsson framkvæmdastjóri
hlýsjávareldisins Máka spurði þá
ráðherrann hvort ekki hefði
komið til greina að bjóóa þetta
nefhdastarf út, svo sem þessa 30
manna nefnd. Hann teldi sig t.d. í
gegum störf sín að Máka-verk-
efhinu, þegar þekkja leiðina að
styrkjakerfi Evrópusambandsins.
Þekkingin hleðst upp
Árni Ragnarsson arkitekt
kvað greinilegt að ferskir vindar
lékju um iðnaðanráðuneytið um
þessar mundir. Hinsvegar virtist
sem ýmsir hlutir væru svolítið
frosnir og í sama fari og áður.
Það væri t.d. þetta með nefhdim-
ar, sem ráóherrann skipaði og
væm að langmestu leyti skipaðar
Reykvíkingum. Nefndastörfin
hefðu það sér til ágætis að þar
hlæðist upp þekking. Þekkingin
hlæðist því upp í Reykjavík, en
hinsvegar væm nóg af fólki út
um landið sem fullt erindi ætti í
þessar nefhdir.
Ráðherra svaraði því til aö í
sumum nefhdanna væri fólk utan
af landi, t.d. væri 30 manna
nefndin umrædda, ráðgjefandi
hópur fólks úr atvinnulífinu og
þar væri fólk utan af landi.
Nýjar stofnanir
Siguröur Ágústsson rafveitu-
stjóri vék að því að ýmsar stofn-
anir væm betur settar úti á landi
en á höfuðborgarsvæðinu. Sig-
urður nefhdi 80 manna skrifstofu
Rarik í Reykjavík, sem seldi þó
ekki eitt einasta kílóvatt í
Reykjavík. Þaó mætti allt eins
hugsa sér að því góóa starfsfólki
sem þar ynni yrði boðin vinna út
um landið og þessi stofhun gæti
allt eins verið úti á landi og í
Reykjavík.
Þórólfúr Gíslason kaupfélags-
stjóri KS, sem sæti á í 30 manna
nefndinni, sagðist hafa efasamdir
um flutning stofhana út á land og
aö sínu viti bæri ekki að leggja
mikla áherslu á slíkt. Nær væri
að leggja á þaó áherslu að nýjum
fyrirrækjum yrði komið á lagg-
imar úti á landi, og vék að þeirri
hugmynd að komið verði á fót
útflutningsskóla á Sauöárkróki.
Þrátt fyrir að almennur fund-
ur Finns Ingólfssonar iðnað-
arráðherra í Kaffí Krók á
Sauðárkróki í fyrrakvöld,
væri auglýstur með skömm-
um fyrirvara, var fundurinn
vel sóttur og þurfti að bæta
við mörgum sætum á Krókn-
um. Mættir voru áhugamenn
um iðnað og framámenn fyr-
irtækja og bæjarfélagsins.
Þetta var fyrsti opinberi
fundurinn sem Finnur Ingólfs-
son heldur sem iðnaðarráðherra
og kvaðst hann vera mjög á-
nægður með fundarsóknina. Er
skemmst frá því að segja að
fundurinn var hinn ágætasti.
Fundarmenn beindu hinum
ýmsu spumingum til ráðherra.
Þama bar m.a. á góma atvinnu-
þróunarmál, stóriðjumál og
bankamálin, sem verið hafa
talsvert í umræðunni að undan-
fömu.
Ráherra kvað útlit fyrir að
helsti vaxtarbroddur atvinnulífs-
ins á næstunni yrði í stóriðjunni.
Hann vildi þó vara við of mikilli
bjartsýni, þó svo að margt benti
til þess að af stækkun álversins í
Straumsvík yrði áður en langt
um liði. Ut um landið taldi ráð-
herrann að smáiðnaður myndi
helst leysa vanda atvinnulífsins,
enda yrði stóriðjan staðsett á
hinu stóra vinnusvæði á suð-
vesturhominu.
Fram kom hjá ráðherra að
ýmislegt væri í farvatninu til að
aðstoða aðila við uppbyggingu
atvinnustarfsemi, þar á meðal
væri á pijónunum leiðbeininga-
þjónusta fyrir þá sem hygðu á
stofnun minni eða meðalstórra
fyrirtækja og einnig yrði hug-
vitsmönnum gefinn meiri
gaumur en hingað til hefúr verið
gert. Ráðherra kvað þetta m.a.
viðleitni til þess að ná þeim
markmiðum sem framsóknar-
menn hefðu sett fram fyrir
kosningar um að skapa 12 þús-
und ný störf fyrir aldamót.
Húnaþing:
Riða
f innst á
stærsta
fjárbúi
héraðsins
Enn eitt riðutilfellið er komið
upp í Austur-Húnavatns-
sýslu og að þessu sinni á
stærsta fjárbúi héraðsins,
Stóru-Giljá í Torfalækjar-
hreppi. Þar verður skorinn í
haust allur fjárstofninn, tæpt
þúsund fúllorðið fé og á fjórt-
ánda hundrað dilkar. Fjár-
laust verður á Stóru-Giljá
næstu tvö árin.
Riða var nýlega staðfest í
einni kind frá Stóru-Giljá og
eins og á mörgum búum þar
sem riðan hefur stungið sér nið-
ur, er eitt staðfest tilfelli talin
nægjanleg ástæða til þess að
allur stofhinn sé skorinn. Hins-
vegar virðist þessi baráttuað-
ferð gegn riðunni ekki skila til-
ætluðum árangri. Árlega koma
upp riðutilfelli í Húnaþingi,
Skagfirði og víóar, þrátt fyrir
að í meira en áratug hafi sýktir
stofnar verið skomir. Nokkur
dæmi eru þess aó riðan hafi
stungið sér niður aó nýju á bæj-
um þar sem fjárskipti hafa farið
ffam. Fé sem skorið hefur verið
vegna riðu í A.-Hún. hefur til
fjölda ára verið dysjað í gröf
skammt ffá Stóru-Giljá. Bændur
þar hafa ætíð verið mótfallnir
þessum urðunarstað og hefur
yfirdýralæknir fallist á að
fundinn verói annar urðunar-
staður.
POTTAGALDRAR - POTTAGALDRAR
Á FÖSTUDAGINN KL. 14-19
Við kynnum nýja frábæra kryddið frá POTTAGÖLDRUM
sem allir eru að tala um í dag.
Komið og smakkið ljúffengt lambakjöt
kryddað á nýjan hátt.
SKAGFIRÐINGABÚÐ