Feykir


Feykir - 15.11.1995, Qupperneq 4

Feykir - 15.11.1995, Qupperneq 4
4FEYKIR 40/1995 Húni - 2 á heima- slóð að nýju Þorvaldur Skaftason bjargaði bátnum frá bálinu og ætlar að koma honum í upprunalega mynd Húni-2, meðan hann sótti gull í greipar Ægis. I»orvaldur Skaftason sjómað- ur á Skagaströnd bjargaði fyrr á þessu ári undan bálinu eikarbát sem á sér merka sögu í útgerðarsögu Skagstrend- inga. Bátinn létu þeir smíða á sínum tíma í skipasmíðastöð KEA, Björn Pálsson fyrrver- andi alþingismaður frá Löngumýri og Hákon Magn- ússon útgerðarmaður á Skagaströnd. Báturinn var smíðaður 1963 og hlaut nafnið Húni-2. Hann er um 130 tonn að stærð og var gerður út á síldveiðar í fyrstu og það sem vakir fyrir Þorvaldi er að varðveita þetta dæmigcrða eintak af síldarbát í uppruna- legri mynd, en skipið er jafn- framt eitt síðasta sinnar teg- undar sem til er í Iandinu. Þorvaldur gælir við þá hug- mynd þegar endurnýjun báts- ins hefur farið fram, að sigla honum til Siglufjarðar og þar verði hann vígður á síldarhá- tíð. Að sögn Þorvaldar áttu Há- kon og Bjöm bátinn í 9 ár. Þá var hann seldur austur til Homa- fjarðar og var þar lengst af undir nafninu Haukafell. Hólanes á Skagaströnd keypti bátinn síðan fyrir nokkrum árum og á því tímabili hét hann Gauti. Var bát- urinn þá gerður út á rækju og línu, en fór síðan aftur austur á Homafjörð og hlaut þá nafnið Sigurður Lárusson. „Ég setti mig í samband við þá Homfirðingana þegar þeir fóru héðan með bátinn og var farið að gmna aö það kæmi að því einn góðan veðurdag að hann færi í úreldingu. Svo ffétti ég af því að það væri búió að taka hann af skrá og ég stökk til, fór austur og fékk hann hjá þeim. Landhelgisgæslan flutti hann síðan fyrir mig hingað vestur í sumar. Hann hafði þá um tíma verið vélarlaus á Seyð- isfirði, en ég búinn aö útvega mér vél í bátinn og það er allt á fullu en það á eftir að finna ein- hvers staðar peninga í þetta. Að- alatriðið er þó að hann fer ekki á bálið, það er byrjunin, og vænt- anlega á Húni-2 eftir að sigla um hafnir sem minnisvarði um gamla tíma. Það er draumurinn", segir Þorvaldur Skaftason. Frá annarri ferð Sindbaðs á heimsleikana Sigurjón Runólfsson á Dýrfinnustöðum skráði - seinni hluti Komið var til Salzburg seint um kvöldið og gist þar á hóteli um nóttina. Daginn eftir var ferðast um borgina og margt skoðað. Farið var í hús Volf- gangs Amadeus Mozarts, sem er enn með sömu ummerkjum og þegar hann féll frá. Þar var píanó meistarans á miðju gólfi og upp- færóar óperur á veggjum, eftir hann sjálfan og aóra. Rúmið hans var þama á sínum staó og koppur úr kopar eða einhverri málmblöndu undir því en mál- verk af nakinni konu liékk á vegg andspænis. Gólf voru klædd með panelborðum, sem voru rúmlega fet á breidd og engir dúkar eða teppi á þeim. Mátt hefði ætla að meiri íburður væri í húsakynnum manns, sem hafði komist í kynni vió kon- unga, fúrsta og önnur stórmenni Evrópu. Meðal annarra listamanna í borginni mátti, á mörgum stöð- um, sjá höggmynd af hesti frá riddaratímanum, enda var hann þá mikilvægur í hernaói. Við torg eitt trónaði hesmr og knapi í fullri stærð hátt á lofti. Hesturinn var fagurlega byggður, með flenntar nasir og hringaðan makka. Knapinn með alvæpni og báðir búnir til bardaga. Mikil áhersla var lögð á hæfhi og þol hestsins því ef hann féll var knapanum sjaldan undankomu auðið. I styrjöld var undanhald oft ekki minni kúnst en áhlaup á óvinaher. Bjargaði hesturinn þá stundum ekki einasta knapanum heldur hékk oft dáti í hverjum hrossasterti og sluppu stundum líka. Hestar riddaranna voru orðnir dýrir þegar búið var að þjálfa þá árum saman, bæði á vígvöllum og á öðmm vcttvangi. Eitt sinn keypti konungur Eng- lands stríðshest sem kostaði 127 kýrveró. - Dágott bú það. Nú var haldið til Steyr, sem er stutt frá Weistrach, þar sem mót hestamanna var háð. Gist var á Hótel Mader og farið meó bílum á mótsstað. Ekki verður hér gerð grein fyrir úrslitum eóa gangi mála á mótsstað, því búið er að gera því rækileg skil af öðmm. Aftur á móti hefur verið minna ritað um annað sem gerð- ist og skulu því enn rifjuö upp nokkur atvik sem áttu sér stað í þessari ferð Sindbaðs. Sindbað og Bjöm á Hofstöð- um sögóust ekki skilja við Aust- urríki án þess að koma til Vínar. Fékk þá fararstjóri leigðan bíl og ók þeim þangað. Ekki sást mikió af landinu þegar ekið var gegn- um Vínarskóg því að há tré byrgðu víðast hvar útsýn til beggja handa. Dóná sást þó stöku sinnum bregða fyrir og virtist hún ekki vera „svo blá“, sem af er látió. Þegar kom til borgarinnar var strax farið í Stefánsdómkirkju og dvalið þar drjúga stund. Þessi kirkja er víðáttumikil og svo há, að úr tumi hennar sést yfir borg- ina alla. I kirkjunni em margar skrautlegar vistarvemr og mikið um listaverk. Þarna var þeim sem vildu leyft að játa syndir sínar og fá aflausn. Sindbað ákvað að nota sér það því hann hefði ekki skriftað ámm saman. Ekki stóð þessi athöfn nema nokkrar mínútur og töldu margir aó varla hefði hann tíundað allar sínar yfirsjónir á svo stuttum tíma. Síðan var ekið um borgina og bar þar margt fyrir augu - „fögur stræti og steinlögð torg staðinn prýða“. I Vínarborg er meira af göml- um byggingum en í Munchen enda slapp hún betur við styrj- öldina. Nokkrir hestvagnar sáust á götunum og sat ekillinn alltaf fremstur en prúðbúið par aftur í. Ekki högguðust hestamir þó að bílaumferð væri beggja megin við þá og margvíslegur hávaði allt í kring. Þeir vom með hlífar fyrir augum og sáu sennilega ekki séð neitt nema niður göt- una. Sagt var að þarna væru brúðhjón á ferð annað hvort úr eóa i vígslu. Upp kom tillaga þess efnis, aó gera Sindbað að keisara Aust- urríkis og var hún samþykkt af öllum. Var þá útveguð kóróna til að hafa við hendina ef að krýningu yrði. Grúi fólks var á götum Vínar og var Anna Krist- ín greind kona og flugmælsk fengin til aó tala um fyrir lýðn- unt. Ekki tókst þó valdaránið því að her og lögregla vom í við- bragósstöðu og því ekki strax haldið til Steyr og ekið á 120-160 km hraða því menn óttuðust eft- irreið Austurríkismanna. A leið- inni orti Sindbaó eftirfarandi vísu: Orðgnóttina Anna Kristín ekki sparði, en Austurríski herinn harði, höfuðborg og landið varði. Þegar lent var í Steyr var búin veisla fyrir Sindbað og föru- ncyti. Hann átti afmæli þennan dag ásamt vinkonu sini, Onnu Þorgrímsdóttur, sem varð drottn- ing kvöldsins vegna þess að Sindbað gaf henni kórónu sína, sem hann fékk í Vín, og sat sjálfur með hatt einan á höfði. A þessu kvöldi fékk Helgi Sigurðsson útskrift hjá meistara Sindbaó í biologi og skagfirskri lífsspeki. Athöfnin fór fram á verönd undir stjörnubjörtum himni í Steyr, að viðstöddum andmælanda og vitnum. Búið er að rita þessa útskrift áður og verður því ekki fjallað mikið um hana hér. Ekki var laust við að hrollur færi um Helga þar sem hann stóð frammi fyrir hinum skelfilega þaulspyrjanda, sem enga miskunn sýndi. Samt var hann undra fljótur aö öðlast jafii- vægi og varð doktorsvöm hans að mörgu leyti merkileg. Þó lagði andmælandi það til, aó henn settist á rökstóla hjá Sind- baö til að ná enn meiri árangri. Nokkur atriði úr ritúalinu vom rædd þarna. Var þá orðalag Helga stundum svo hált, að erfitt var að ná taki á því. Þó kom í ljós efi eins og hjá Hamlet Dana- pris, “að vera eða vera ekki;” (to be or not to be). Var Helgi þá áminntur og spurður: “Vitið þér eigi að þér emð musteri guðs og aó andi guðs býr í yður?”. Jú, jú, hann gerói sér grein fyrir því, en aðspurður þá vissi hann ekki hver hefði skapað hann. Að öóm leyti var hann ekki svo illa að sér í sínum kristnu fræðum. Mikið var sungió í þessari veislu og vom Islendingamir ekki eftir- bátar annara þjóða á þeim vett- vangi. Nú liðu stundir fram og var komið undir morgun er menn fóm að tínast heim á hótel sín til að sofa. Stuttur svefn varð hjá sumum, því fólki var skipað að rýma hótelherbergi sín fyrir há- degi. Fara átti síðan til Salzburg og fljúga heim þaðan. I flugstöðinni í Salzburg þurfti aó sýna skilríki og kom þá í ljós, að vegabréf Sindbaðs var ógilt með öllu, því vegna mis- taka embættismanna á Islandi féll það úr gildi sama dag og þaö var gefið út. Lögreglan og toll- verðir tóku nú aó yfirheyra Sind- baó og fékk hann sér þá til að- stoðar flugffeyju eina, sem túlk. Aldrei höfðu þessir þjónar rétt- vísinnar séó svona vegabréf áður og tóku nú að ræða sín á milli um hvað réttast væri að gera við handhafa þess. Eftir mikið orða- skak var úrskurður þeirra þó sá, aó Sindbað væri heimilt að yfir- gefa flughöfnina og fara úr land- inu. Ekki var þó öll nótt úti enn. Við útgöngudyr var hervörður með hríðskotariffil, sem hann lyfti um leið og hann kom auga á Sindbað, sem leist nú ekki á blikuna því lífvöróurinn var kominn um boró í þotu Islend- inga, en sjálfur hafði Sindbaó ekki nema vasahníf einan að vopni. Meðan Sindbað horfði inn í hlaup byssunnar, hálf smeykur, missti hann seóil úr hendi sér og fauk hann að fótum hermannsins, sem henti sér á peninginn, eins og þegar hettu- munkur kastar sér yfir svínslæri á lönguföstu. Notaði þá Sindbað tækifærið, ásamt flugfreyjunni og fóru þau inn í þotuna, sem beið örskammt frá, og hóf hún samstundis flugtak.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.