Feykir


Feykir - 15.11.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 15.11.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 40/1995 Heilir og sælir lesendur góðir. Nokkuð eru enn til umræðu misjöfn launakjör landsmanna. Ellilífeyrisþegi í Garðabæ yrkir svo eftir að hafa fylgst meó umræðum alþingismanna við Austur- völl um bág kjör sér til handa. Með bólgnar hendur blása í kaun brúka vökustaura. Þingmönnuni með lítil laun lánum nokkra aura. Önnur vísa kemur hér um svipað efhi. Höfundur mun vera Hjalti Jónsson, áður bóndi í Víðiholti í Skagafirði. Misjafnt auði út er býtt, ýmsa nauðirfanga. Yfir hauður, hart og grýtt, hlýt ég snauður gcmga. Þar sem nú er eftir tímatali okkar kom- inn vetur, hugsa eflaust margir með söknuði til annarra árstíða. Einn af þeim er Kristján Ólason. Hann yrkir svo. Haustsins mál þig orkar á, innsti sálarkjarni, eins og þrá og eftirsjá eftir dánu barni. Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga yrkir svo um haustkvöld. Standa köld með beltin blá byrgð í kvöldum svörtum. Fjöllin tjöldum - hnjúka há höfuðföldum björtum. Jóhann bróðir Þorsteins mun vera höfundur að þessari. Vindar gjalla vítt wn svið, veika hallast stráið. Frostin valla gefa grið, grösin falla í dáið. Sigurjón Friðriksson á Litlu-Laugum í Reykjadal orti svo eitt sinn á síðasta sum- arkvöldinu. Blikar kvöldsins bjarmaglóð, bjartur, hlýr og fagur. Hnígur þar á heljarslóð hinsti sumardagur. Um það leyti sem þessi þáttur er í vinnslu berast þær fréttir á öldum ljósvakans að forráðamenn raimagnsmála séu famir að hugsa sér til hreyfings með að stækka Blöndulón. Halda mætti að nóg eyðilegging hefði nú þegar farið ffam á gróöurlendi húnveskra heiða. Höfundur að næstu vísu er Stefán Haraldsson bóndi og vömbílstjóri í Víðidal í Skagafirði og er hún gerð er hann vann við fram- kvæmdir vegna Blönduvirkjunar um 1983. Menn hér granda margri tó mjög sá vandi brennur. Allt til stranda út í sjó enn þá Blanda rennur. Eins og margir fleiri fagnar Stefán víst í því umhverfi sem einkennir íslensk öræfi og mun hafa gert næstu vísu er hann flutti fé á fjall síðastliðið vor. Gœti égfengið glasi að klingja gígju strengir hljónm senn. Heimisdrengir horskir syngja hátt og lengi sanmn enn. Á slíkum gleðistundum þakka menn guðsgjafir og gætu eflaust einhverjir tekið undir með Kára frá Valadal í næstu vísu. Ylur streymir ört um mig ástin geymist nueta. Ég ófeiminfaðnm þig fiaska heinmsœta. Bjöm S. Blöndal hefur nokkum fyrirvara á sínu áliti. Vínið hreina hressir nmnn, hryggð svo leynir andinn. Það er eina ánœgjan en þó meinum blandin. Að mörgu er að gæta hvort sem ríkir sorg eða gleði. Jón Pétursson yrkir svo. Þínum áttu að gefa gaum glöpum tilhneiginga efþú finnur undirstraum innri vísbendinga. Þá held ég að þessi vísa sé einnig eftir Jón. Tíminn bak við tjaldið hljótt taumaslakur rennur. Lífs kvöldvaka líður skjótt, Ijós að stjaka brennur. Um leið og ég þakka fyrir það efni sem þættinum hefur borist vil ég enn hvetja lesendur til að hafa samband og víkja að mér vísum eftir sjálfa sig eða aðra. Er svo góður kostur að enda með fallegri hringhendu sem ort er til stök- unnar. Höfundur er Jón Jónsson frá Ey- vindarstöðum. Gremju vindist gárar á gleðilindum mínum. Verðuryndið einatt hjá unaðsmyndum þínum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöóum 541 Blönduósi, sími 452 7154. enn meðal efstu liða Villuvandræði gegn KR Tindastóll Tindastólsmönnum hefur ekki gengið sem skyldi í DHL-deild- inni í síðustu tveimur umferð- unum. Liðið tapaði fyrir ÍR- ingum syðra sl. fimmtudags- kvöld og síðan sínum fyrsta heimaleik á þessari vertíð gegn Islandsmeisturum Njarðvíkur í Síkinu sl. sunnudagskvöld. Tindastóll er engu að síður enn i efri hluta deildarinnar, er í 5. sæti með 16 stig eftir 12 leiki. Tindastólsmenn fóm í leikinn gegn ÍR-ingum án tveggja af sín- um bestu mönnum, Péturs Guö- mundssonar og Amars Kárason- ar, sem báöir lágu í flensu heima. Þá var Hinrik Gunnarsson ekki laus við vímsinn og náöi sér ekki á strik frekar en margir félagar hans í Tindastólsliðinu. IR-ingar geróu nánast út um leikinn í fyrri hálfleiknum og lokatölur urðu 88:72. John Torrey skoraði 30 stig og Ómar Sigmarsson 20, og voru þeir atkvæðamestir í liði Tindastóls. Njarðvíkingar gerðu góóa ferð á Krókinn og náðu sér í tvö dýr- mæt stig í toppbaráttu DHL- deildarinnar, en Tindastólsmenn biðu í fyrsta skipti í vetur lægri hlut á heimavelli sínum. Gestimir vom frá upphafi betri aðilinn í leiknum, léku geysi- grimma vöm allan leikinn og það var fyrst og fremst sá þáttur sem skóp sigurinn. Tindastólsmenn byrjuðu illa í leiknum. Hittnin var léleg og margar sendingar fóm forgörðum í sókninni, þannig að Njarðvík- ingar fengu hverja gagnsóknina á fætur annarri. Undir lok fyrri hálf- leiks fóm skotin loksins að rata ofan í og munurinn, sem mestur varð 16 stig, var kominn niður í 10 stig í leikhléinu, 35:45. Tindastólsmenn misstu leik- stjómanda sinn Ómar Sigmarsson af velli snemma í seinni hálfleikn- um og fékk hann brottrekstrarvíti í kjölfarið. Eftir þetta kom smákafli þar sem heimaliðið virt- ist ætla að taka leikinn í sínar hendur með baráttu og grimmd, en gestimir vom á öðm máli og gerðu út um leikinn á skömmum tíma. Öruggur sigur Njarðvík- Félagar í Ungmennafélaginu Neista á Hofsósi héldu sl. laug- ardagskvöld uppskeruhátíð sína, sem um leið var nokkurs konar árshátíð félagsins. Hófst hún með sameiginlegum kvöldverði, þar á eftir var skemmtun sem á þriðja hundrað manns sótti og að lokum var dansleikur með Herramönnum sem stóð fram eftir nóttu. Viðurkenningar vom veittar fyrir ástundun og íþróttaafrek sumarsins í knattspyrnu og ffjálsum íþróttum. I knattspym- unni var Bjöm Svavar Jónsson valinn besti leikmaður í flokki 10 ára og yngri og Friórik Pálmason sá efhilegasti. í flokki 11 -14 ára var Rúnar Páll Stef- inga var staðreynd, 69:82. Torrey John var langbesti maður Tindastóls í leiknum. Pétur var drjúgur að vanda og Hinrik lék ágætlega í seinni hálfleiknum. Stig Tindastóls: Torrey 37 stig, Láms Dagur 9, Hinrik 8, Ómar 8 og Pétur 7.Næsti leikur Tindastóls verður í Smáranum í Kópavogi annaðkvöld, fimmtudagskvöld, gegn Breiðabliki. Vonandi nær Tindastólsliðið sér þá á strik að nýju, en liðið hefur ekki leikið eins vel aó undanfömu og þaö gerði í fyrstu leikjum sínum í mótinu. ánsson valinn besti leikmaður- inn og Viðar Steinþórsson efni- legastur. Magnús Jóhannesson var valinn bæði knattspyrnu- maður og íþróttamaður Neista. Jón Bjamason þótti efhilegastur, Viðar Einarsson sýndi bestu ástundun í meistaraflokki og markakóngur varð Jón Þór Ein- arsson. I kvennaflokki var Ragnheiður Bjamadóttir valin besti leikmaðurinn og Álfheiður Snæbjömsdóttir efhilegust. Frjálsíþróttamaður Neista var útnefnd Elín Gréta Stefánsdóttir og Álfheiður Snæbjömsdóttir þótti efhilegust. I yngri aldurs- flokki þótti Viðar Steinþórsson mesti frjálsíþróttakappinn og Dagný Vilhjálmsdóttir efnileg- ust. Jóna Rósa Stefánsdóttir fékk Kvennalið Tindastóls beið lægri hiut fyrir KR-ingum, þegar Vesturbæingarnir komu í heimsókn á Krókinn sl. laug- ardag. Það var afleitur leikur Tindastólsliðsins í fyrri hálf- leiknurn sem gerði útslagið og KR-ingar unnu öruggan sigur. KR-ingamir byrjuðu mjög vel í leiknum en Tindastólsstúlk- umar virtust ekki ná takti. Á töflunni mátti sjá tölur eins og 2:10 og 4:16 en síðan löguðust hlutimir aðeins en ekki nóg til þess að KR-ingar vom með yfir- burðastöðu í hálfleik 19:42. viðurkenningu fyrir gott starf að frjálsíþróttamálum, Ólafur G. Halldórsson hlaut vinnubikar Neista fyrir góða umsjón með íþróttasvæðinu og lipurð og lagni við að virkja yngri kyn- slóðina til starfa, en drjúgur hóp- ur bama og unglinga tók þátt í því að þekja æfingasvæðið í sumar. Þá vom tvenn aukaverðlaun afhent. Að kröfu hljómsveitar- innar Herramanna sem auglýstu á keppnisbúningum Neista i sumar var útnefndur „Herra Neisti". Fyrir valinu varð nuddari kvennaliðsins Haukur Þóröarson frá Marbæli. Hin verðlaunin voru svokallaður tilþrifabikar sem Jón Þór Óskarsson hlaut. Munurinn hélst síðan svipaður fram yfir miðjan seinni háfleik, en þá kom kafli þar sem Tinda- stól náði að saxa á forskotið og tókst að minnka muninn í 10 stig, en lengra varó ekki komist og KR-ingar sigruðu 54:67. Audry Codner var langat- kvæðamest i liði Tindastóls þrátt fyrir að þurfa að leika með fjórar villur á bakinu mestan hluta seinni hálfleiks, en villuvandræði hjá lykilmönnum háði Tinda- stólsliðinu í leiknum. Kristín Magnúsdóttir fékk einnig snemma á sig villur og gat því ekki beitt sér á fullu í vöminni allan leikinn. Kristín átti góöan leik og einnig komst Sigrún Skarphéðinsdóttir ágætlega frá leiknum. Stig Tindastóls skoruðu Codner 30, Kristín 10, Sigrún 8, Ásta Benediktsdóttir 3, Sandra Guólaugsdóttir 2 og Rúna Bima Finnsdóttir 1. ljós punktur í tilverunni.... Fjölmenn uppskeruhátíð Neista

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.