Feykir


Feykir - 15.11.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 15.11.1995, Blaðsíða 5
40/1995 FEYKIR5 Annasamt og ánægjulegt ár í Glaumbæjarsafni Áriö hefur veriö annasamt og ánægjulegt fyrir starfsfólk safhs- ins. Aösókn aö hefðbundinni sýningu þess í gamla bænum í Glaumbæ eykst ár frá ári. Húsið frá Asi í Hegranesi, sem byggt var á ámnum 1883-1886 og flutt ffam í Glaumbæ áriö 1991, var opnað fyrir almenning 1. júní sl. og vakti auósýnilegan og mikinn áhuga heimamanna. Starfsfólk safhsins sumarið 1995, auk safn- stjóra, vom Atli Gunnar Amórs- son, Edda Jónsdóttir, Eyþór Ein- arsson, Olína Jónsdóttir, Ragna María Ragnarsdóttir og Þorgeir Freyr Sveinsson. Ashúsiö hefur margfalt hlut- verk í starfsemi safhsins. í kjall- aranum er geymsla og móttaka muna, á aðalhæóinni er skrif- stofa safhsins og kaffistofa og á loftinu vom settar upp þrjár litlar sýningar fyrir sumarið. Ein tengdist húsinu sjálfu og íbúum þess, á annarri mátti sjá sýnis- hom af skagfirskum útskurði eft- ir Stefán askasmið á Mallandi, Bólu-Hjálmar og fleiri og á þeirri þriðju hversdagshluti úr eigu skagfirskrar húsmóður, Moniku á Merkigili. Meginhluti aðalhæðar var leigður út undir rekstur lítillar kaffistofu sem kölluð er Áskaffi. Þar nutu gestir heimilislegra veitinga hjá Önnu Margréti Stefánsdóttur og Ásdísi Sigurjónsdóttur. Tvær aðrar sýningar voru uppi í sumar á vegum safnsins. Orsök rútuslyssins í Hrútafirði: Rakin til margra samverkandi þátta Nokkrir samverkandi þætt- ir: krapaflot á vegi, vind- hviða, ófullnægjandi hjól- barðar og hraði bifreiðar- innar, eru taldar orsakir fyr- ir rútuslysinu í Hrútafírði 22. október sl. að mati nefndar sem dómsmála- ráðuneytið skipaði til að rannsaka tildrög slyssins. Nefndin sem nýlega skilaði skýrslu telur að afleiðingar slyssins hefðu orðið minni ef farþegar hefðu verið í örygg- isbeltum, en tveir farþega létust og á þriðja tug slasað- isL Mynstrió í hjólbörðum bif- reiðarinnar reyndist innan lög- mæts ramma en nefhdin telur að miðað við aóstæður hefði dýpra mynstur og naglar í dekkjunum hjálpað mikið. Bif- reiðin var komin rúmlega 8 km norður fyrir Staðarskála og var á fullri ferð í akstri er slysið varð. Ekki greindust neinar skemmdir í veginum, en nefndin telur að greining, merking og fyrsta meðferð slasaðra ásamt flutningi á sjúkrahús hafi verið góó. Til að gera flutning farþega í hópbifreiðum sem allra ör- uggastan leggur nefndin til ýmiss atriði. Kannað verói hvort unnt sé að setja öryggis- belti í öll sæti hópferðabifreiða. Lagt er til að ökumenn hópbif- reiða geri ferðaáætlun ef þeir aka yfir heiðar eða fjallvegi á leiðum sínum. Þar verði tekið tillit til veðurs og færðar meó hliðsjón af aksturseiginleikum þeirrar bifreiðar er í hlut á og að sérstaklega verði til staðar vitneskja um veður, færð, krapaflot, vindstyrk, hálku og þess háttar. Sjá þurfi til þess að hópbifreiðin verði ávallt búin miðað við aðstæður, einkum að hjólbarðar séu gróf- munstraðir með nöglum eða keðjum þegar gera má ráð fyrir snjó, krapafloti eóa annars konar hálku. Lagt er til að gerð verði tæknileg úttekt á því hvort hægt sé að setja öruggt net eða lok fyrir farangurs- geymslur yfir höfðum farþega í hópbifreiðum. Leiðbeiningar- skilti veröi í bifreiðunum með áletrun um að þunga hluti sem skaðað geti fólk í umferðaró- happi skuli geyma í farangurs- geymslu en ekki farþegarými. Telja nefndarmenn, sem voru þeir Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn í Kópavogi, Brynjólfur Mogensen yfir- læknir og Kristján Vigfússon deildarstjóri í samgönguráóu- neytinu, að jafnframt verði gerð tæknileg úttekt á því hvaða tækniútbúnaður þurfi að vera hjá löggæsluaðila til að unnt sé að rannsaka og varð- veita gögn á hópslysavett- vangi. Umferðarráði verði falið að láta taka til sérstakrar skoð- unar og rannsóknar eiginleika hópferðabifreiða til að fljóta á vatni, hálku eða krapi á yfir- borði vegar. Klifjahestar teymdir framhjá Áshúsi á svokölluðum þjóðminjadegi í Glaumbæ. Sérafmörkuð sýning á fuglaveiði og útgerð við Drangey var í Pakkhúsinu á Hofsósi. Þetta er sumarsýning sem sett var upp árið 1993 í samvinnu við heima- menn og eiganda hússins, Þjóð- minjasaih Islands. Þá setti safhið nú í sumar upp smásýningu á reiðverum frá fyrri tíð á Vind- heimamelum í samvinnu við Hestasport. Sýningargestir á þessum sýningum munu samtals hafa verið að nálgast 30 þúsund í haust. Þar af komu um 21 þús- und í Glaumbæ. Munir berast safninu í aukn- um mæli og brátt þarf að stækka safngeymsluna sem staðsett er á Sauðárkróki. Geymslan er ann- ars mjög góð og þar fer vel um hluti á meóan þeir bíða sýninga eða rannsókna eins og vera ber. Söfn eiga að geyma muni í marga mannsaldra og því skiptir góð geymsla höfuðmáli. Starfsemi safnsins er í tölu- verðri framsókn og er stefna þess að koma sýningum á fót víðar í héraðinu um hin ýmsu aðskildu efni. Framundan er undirbúningur fyrir nýja sýningu í samvinnu við ferðaþjónustuað- ila á Hofsósi sem á að opna næsta sumar. Sú sýning ásamt ættfræðisetri og upplýsingaþjón- ustu hefur fengið heitið Vestur- farasafnið -The Icelandic Emigration House. Til þessarar sýningar verður safnað af öllu landinu enda er hún sú eina sinn- ar tegundar hérlendis. Með upp- setningu hennar er brotið blað í samvinnu ferðaþjónustuaðila og safna hérlendis. Vesturfarasafniö er þáttur í samvinnuverkefni fjölmargra þjóðlanda sem kallast Routes to the Roots og stefhir að því að sameina ferðaþjónustu og menningarstofhanir í þeirri við- leitni að fjölga ferðum Evrópu- ættaðra Ameríkumanna til átt- haga forfeðranna, gefa þeim inn- sýn í sögu lands og þjóðar og veita þeim upplýsingar um upp- runa sinn eftir bestu faglegu leið- um. Söfnun Undirrituð vill beina þeirri ósk til lesenda aó þeir hugsi til safhsins áður en hent er gömlum hlutum. I augum safhmanns eru margir hlutir oft fágætir og stór- merkilegir sem öórum finnst ruslahaugamatur. Ef lesandi á í fórum sínum gamla muni sem þurfa aó komast á öruggan stað til frambúðar er einlæg ósk um að þið hafiö samband við safhið. I vetur verður lögð áhersla á að safna munum sem tengjast bú- ferlaflutningum fólks til vestur- heims um og eftir aldamótin, einnig skjölum og myndum sem yrðu falin Héraðsskjalasafninu til varóveislu. Þá bráðvantar á safnið gamalt jólaskraut. Það má vera 25 ára og eldra. Og auk alls annars sem safnið tekur viö er mikill fengur að fá muni sem tengjast beint Ásheimilinu. I langflestum tilfellum fara munir á sýningu fljótlega eftir að þeir berast. Sumir eru þó geymd- ir til betri tíma og til eru hlutir sem eru mikilvægir fyrir safnið en eru ekki sýningarhæfir. Fólki er velkomið aö hringja í síma safnsins sem er 453 6173 til að fá upplýsingar um búsetu og mannlíf í Skagafirði áður fyrr eða um muni sem fólk á í fórum sínum og veit ekki um nafh eða notkun á. Allar fyrirspumir eru leystar eftir bestu getu. Sigríður Sigurðardóttir safhstjóri. ^ Matvörubúðin % £ Aðalgötu 8 Sauðárkróki Föstudaginn 17. nóv. veróum við aftur með yfir 100 vöruflokka á 100 kr. stk. og stendur það til 27. nóvember, eða meóan birgóir endast. o Gr eiðslukortaþj ónusta! Verið ávallt velkomin!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.