Feykir


Feykir - 15.11.1995, Page 8

Feykir - 15.11.1995, Page 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra 15. nóvember 1995, 40. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! A6 nema... ber ávöxt L NAM • AN Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Sími 453 5353 Lífseig kind á Eiríksstöðum í Svartárdal: Vel rólfær eftir 18 daga legu í snjó „Maður hefur verið að leita að kindum á hverjuin degi frá því óðveðrið gekk yfir. Það er hryllileg atvinna að standa í þessu og það virkaði sem vítamínsprauta þegar 9 vetra ær kom labbandi heim að hús- um í morgun. Hún var þá búin að liggja í fönn í 18 sólar- hringa. Þetta var ein af kind- unum fjórum sem gengu úti heilan vetur fyrir tveimur árum. Eg sakna líka dóttur hennar, þriggja vetra. Það er líka hörkukind og ég er sann- færður um að hún er einhvers staðar lifandi í fönn“, segir Guðmundur Valtýsson á Ei- ríksstöðum í Svartárdal í sam- tali við Feyki sl. sunnudags- kvöld. Þeir bræður frá Bratta- hlíð, Guðmundur og Lárus, sakna enn 23ja kinda, en hafa fúndið 15 dauðar í fönn. ,JÞetta er búið að angra mann mikið undanfarið og enn er verk óunnið. Við fúndum þó forustu- kind lifandi í brekkunum ofan við Brattahlíð sl. þriðjudag, en daginn eftir fundust fjórar kindur dauðar héma í Eiríksstaðabrekk- unum. Það var í næsta gili þar við sem níu vetra ærin fannst í morgun. Nágranni minn Aóal- steinn á Leifsstöðum hefur verið að aðstoða mig við þetta og sá hann kindina þar sem hún stóð við snjógeil í gilinu sem nýlega hafði opnast. Þaö hefur líklega gerst í þíðunni sem gerði í gærkveldi. Þá var svolítið hvasst af suðri og þá hefur þekjan ofan af bráðnað. Þetta reyndist stærð- ar hús og sjálfsagt hefðu tvær kindur komist þama fyrir. Kind- in var vel á sig komin þótt hún hefði verið þama svona lengi“, segir Guðmundur á Eiríksstöð- um. Stöðugt berast fréttir af því að fé finnist dautt í fönn. Ljóst er að tjón bænda í óveðrinu hefur orðið gífurlegt og sjálfsagt æði- langt síóan aö óveður hefur höggvið svo stórt skarð í búsmala bænda eins og október- áhlaupið gerði að þessu sinni. Ostasýning í Herning í Danmörku: Haukur með enn einn gullostinn Þetta voru áttundu gull- verðlaunin sem Haukur Páls- son ostameistari hlýtur á al- þjóðlegum sýningum. Ostar frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga hlutu frábæra dóma á osta- sýningu í Herning í Dan- mörku nýlega. Þar hlaut Kúmen-maribo ostur Hauks Pálssonar ostameistara gull- verðlaun og voru þetta átt- undu gullverðlaunin sem ost- ar Hauks Pálssonar osta- meistara vinna til á alþjóðleg- um ostasýningum. Einungis fimm fastir ostar hlutu verðlaun á sýningunni, þar af fjórir frá MKS. Gouda sterk- ur og nafnlausi osturinn hlutu silfurverðlaun og Grettir sterki bronsið. Þá fékk MKS einnig bronsverðlaun fyrir súrmjólk með súkkulaði og jarðaberja- bragði. Þessar niðurstöóur sýna frábæran árangur starfsmanna mjólkursamlagsins. Það hefur hinsvegar vakiö furðu forráóamanna MKS að niðurstöður dönsku dómnefríd- arinnar eru mjög frábrugðnar niðurstöðum þeirrar íslensku á nýliðnum ostadögum, en þá fékk enginn ostur frá MKS verðlaun. Þetta voru einmitt sömu ostamir og hlutu svo frá- bærar viðtökur í Heming. Þá má að lokum geta þess aö sala á ávaxtasúrmjólk frá MKS hefur vaxið milli ára og t.d. varð 5% aukning á sölu hnetu-kara- mellumjólkurinnar á höfuðborg- arsvæðinu í október. Búseturöskunin heldur áfram Samkvæmt skrá Hagstofunnar um búsetuþróun í landinu frá janúar-október á þessu ári, virðist sem talsverð fækkun verði á íbúum kjördæmisins á Leikskólinn Glaðheimum á Sauðárkróki: Verður fullbúinn í desember Síðastliðið sumar var tekin í notkun ný og glæsileg við- bygging við leikskólann Glað- heima á Sauðárkróki. Alls vom um 56 böm á leik- skólanum yfir daginn en eftir að nýja byggingin var tekin í notk- un, jókst rýmið þannig, að hægt er að koma 70 bömum fyrir. I samtali við Helgu Sigur- bjömsdóttur kom fram, að þó að nýr hluti hefði verið tekinn í notkun væm enn biðlistar eftir leikskólaplássi, en þó á hún von á því, að þegar eldri hluti Glað- heima verður tekinn aftur í notk- un eftir lagfæringar í desember, verði hægt að koma enn fleiri bömum að en nú. Unnið af Aðalheiði Úlfars- dóttur í starfskynningu. Börnunum í Glaðheimum hefur fjölgað með tilkomu ný- byggingarinnar sem var tekin í notkun í ágúst sl. þessu ári. Á þcssum tíma eru aðfluttir alls 575 en brottfluttir 750, þannig að fækkun vegna búferlaflutninga nemur á þess- um tíma 155 manns. Á stærri þéttbýlisstöðum fækkar fólki alls staðar nema á Sauðár- króki, en þar fjölgar um tvo á þessu tímabili, sem gcfur á- stæðu til að ætla að íbúatala Króksins haldi sér á milli ára. Mest er fækkunin hinsvegar á Skagaströnd um 30 manns. Fólksflóttinn frá landinu, sem fregnir hafa borist af, setja einnig mark sitt á skrá Hagstolrínnar yfir Norðurland vestra. Þar kemur fram að á umræddu tímabili hafa 43 flutt í kjördæmið frá útlönd- um, en 20 fleiri, eða 63, flutt frá stöðum á Norðurlandi vestra til útlanda. Af sveitahreppum vekur at- hygli aó sex manns bætast við í Áshreppi í A.-Hún., það fjölgar um 3 í Skagahreppi og 2 í Akra- hreppi. Fólksfækkunin vegna búferla- flutninga nemur 13 á Siglufirði, 14 á Blönduósi, á Hvammstanga stendur talan nánast í staö, en þar fækkar um einn, það fækkar um 10 í Hofshreppi, 10 í Engihlíðar- hreppi, 9 í Kirkjuhvammshreppi, 9 í Þorkelshólshreppi, 8 í Fljóta- hreppi, 8 í Seyluhreppi, 7 í Ytri- Torfustaðahreppi, 7 í Torfalækj- arhreppi, 6 í Bólstaðahlíðar- hreppi, 6 í Svínavatnshreppi, 6 í Vindhælishreppi, 5 í Sveinsstaða- hreppi, 4 í Lýtingsstaðahreppi, 4 í Þverárhreppi, 4 í Staðarhreppi í V.-Hún., 2 í Rípurhreppi, 2 í Staðarhreppi í Skagafirði, 1 í Við- víkurhreppi, 1 í Skarðshreppi, 1 í Fremri-Torfustaðahreppi, en í Hólahreppi var íjöldi aðlluttra og brottfluttra sá sami, 23. Engar færslur hafa orðið á fólki til eða frá Skefilsstaðahreppi. Sem dæmi um tilflutninga fólks má nefna að frá jan.-okt., hafa flutt til Sauðárkróks 169, en 167 úr bænum. Til Siglufjarðar 77 en þaðan farið 90, til Blöndu- óss hafa flutt 82 en 96 farið það- an, 38 til Skagastrandar en 68 manns flutt þaðan. Gæóaframköllun BOKABUÐ BKYMOAEÍS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.