Feykir


Feykir - 13.12.1995, Page 4

Feykir - 13.12.1995, Page 4
4FEYKIR 44/1995 Menningarvaka í Bifröst Sl. laugardag var haldinn í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki menningarvaka þar sem lesið var upp úr verkum rithöfundanna og skáldanna, Guðmundar Hall- dórssonar frá Bergsstöðum og Guðmundar L. Friðfínns- sonar, en sá síöarnefndi átti níræðisafrnæli þennan dag. Það var Safnahús Skag- firðinga og Leikfélag Sauðár- króks sem stóðu sameiginlega að menningarvökunni, en tilurð hennar má að miklu leyti rekja til þess að síðsumars hafði Kristinn G. Jóhannsson list- málari á Akureyri tal af Hjalta Pálssyni forstöðumanni Safna- húss Skagfirðinga þar sem Krist- inn bauð safninu að gjöf mál- verk meó myndum af Guð- mundunum tveim, á Bergs- stöðum og Egilsá, en þeir voru báðir góðkunningjar listamanns- ins. Hjalti sagðist í fyrstu hafa orðió hálfklumsa við, enda afarsjaldgæft að svo höfðinglegt boð berist saíninu. Við upphaf menningarvök- unnar flutti Björn Björnsson skólastjóri Bamaskólans erindi þar sem hann ræddi um rit- höfundana. I máli hans kom m.a. fram að þótt um ólíka höfunda væri að ræða hefðu þeir báðir leitast við að spegla þann vettvang sem þeir þekktu best og viðfangsefnin hefðu þeir þekkt út í hörgul. Skagfirðingar ættu þeim margt að þakka. Þá sté í pontu Kristinn G. Jó- hannsson og gat kunningsskapar síns við skáldin áður en listaverkin vom afhjúpuð en það gerðu afkomendur Guðmund- anna beggja. Leikarar úr Leikfélagi Sauð- áikróks fluttu dagskrá úr verkum beggja höfundanna. Hjalti Pálsson skjalavörður valdi úr verkum Guömundar á Egilsá til Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim er sýndu mér hlýhug og glöddu mig á margvíslegan hátt á nírœðisafmœli mínu 9. desember sl. Guð blessi ykkur Gleðileg jól Guðmundur L. Friðfinnsson. Mæðgurnar Þóranna Kristjánsdóttir, ekkja Guðmundar frá Bergs- stöðum, og Sigrún Guðmundsdóttir. Guðmundur á Innri átök þroska oft hinn leitandi mann sem fegurð í litum og Ijóði og lífi jarðar ann. Skáldið og skagfirski bóndinn skorinort sömdu um það að yrkja á sumrin angandi jörð en yrkja um vetur á blað. Skáldið og bóndinn skrifar skýrt sitt œviljóð, með bókum og skógi er enn að efla og auðga land og þjóð. Egilsá níræður Bœkur og brekkur dalsins bera vitni og skarta verkum sem unnin eru af alúð og vitru hjarta. Og skáldið er enn að yrkja við aftansins milda skin með skaparann, skógarlundi og skagfirskan dal að vin. Meö nágrannakveóju, Gunnar Oddsson. Anna María Guðmundsdóttir dótturdóttir Guðmundar á Egilsá, Sigurbjörg Lilja yngsta dóttir hans og Guðmundur L. Friðfinnsson, sem fagnaði einnig 90 ára afrnæli sinu á laugardaginn. flutnings og Hilmir Jóhannesson úr bókum Guðmundar heitins frá Bergstöðum. I dagskrár- hléi var boðið upp á kaffi og pönnukökur. Menn- ingarvakan var vel sótt. Verslun Haraldar Júlíussonar Hjá okkur færð þú jólafötin á börnin. Hanskar og vettlingar í úrvali. Náttföt á börn og fullorðna. Einnig vandaðar vinnuskyrtur á góðu verði o. fl. o. fl. Líttu inn. Það borgar sig. Verslun Haraldar Júlíussonar Munið ódýru jóladúkana........ Góð söngskemmtun Bólhlíðinga í Miðgarði Karlakór Bólstaðahlíðar- hrepps hélt söngskemmtun í félagsheimilinu Miðgarði sl. laugardagskvöld, en komið er á annan áratug síðan kórinn söng seinast í Skagafirði. Söng kórsins var vel tekið og þurfti hann að syngja ein þrjú auka- lög. Danssalurinn í Miðgarði var þéttskipaður og aðsóknin því ágæt, sérstaklega ef tekið er tillit til þess hve liðið er á jólaföstuna. Það er Sveinn Amason sem stjómar Karlakór Bólstaðahlíð- arhrepps í ár eins og undanfama vetur og undirleikari er sem fyrr Thomas Higgerson. Einsöngvar- ar em þeir Svavar H. Jóhanns- son og Sigfús Guðmundsson. Þeir Guðmundur Valtýsson á Eiríksstöðum og Jón Gíslason á Búrfelli fluttu gamanmál í hléi söngdagskrár og var framlagi þeirra vel tekið. Guómundur gerði m.a. úttekt á stjómarmönn- um í kómum og Jón var með blöndu, vísur og gamanefni ým- iss konar. Alls vom á söngskrá Karlakórs Bólstaðahlíðarhrepps að þessu sinni 18 lög.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.