Feykir


Feykir - 13.12.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 13.12.1995, Blaðsíða 5
44/1995 FEYKIR5 Verslunarstaðurinn Hvammstangi 100 ára í dag, 13. desember, eru nákvæmlega 100 ár frá því ákveðið var meö lögum frá Alþingi aó gera Hvamms- tanga aó löggiltum verslunarstað. Afmæli Hvamms- tanga sem verslunarstaðar hefur verið miðað við þennan dag. I tilefni þessa afmælis er að koma út saga Hvammstangahrepps og Kirkjuhvammshrepps hins foma. Bókin er væntanleg í byrjun næstu viku. Hér á eftir kemur kaflabrot úr bókinni, þar sem m.a. er fjallað um ástæður þess aö óskað var eftir löggildingu Hvammstanga sem verslunarstaðar á sínum tíma. Meö þátttöku bænda í Vest- ur-Húnavatnssýslu í ýmsum verslunarfélögum á síðustu ára- tugum 19. aldar og vaxandi verslun að öóru leyti var nokkuð um það að kaupmenn við Fló- ann sendu vörur með bátum á Vatnsnes og tækju þá oft eitt- hvað af vömm bænda í staðinn. Slíkum siglingum fór líklega heldur fjölgandi þegar líða tók nær aldamótum. Kaupmenn á Borðeyri, Skagaströnd og Blönduósi sendu þá opin skip á Vatnsnes, meðal annars í Sigríð- arstaöaós og tóku vörur bænda, einkum kjöt og gærur í staðinn fyrir ýmsa þungavöru. Þessir flutningar gátu þó aldrei full- nægt þörfum allra bænda og virðist sem þeir hafi aðallega verið með því sniði sem segir í bréfi Jóhanns Möllers til Þor- gríms Jónatanssonar, aó gerðir hafi verið samningar við ein- staka bændur, eða hóp bænda og hafi þeir fyrst og fremst notið góðs af flutningunum. Upphafbyggðar Upphaf byggðar á Hvamms- tanga má rekja til þess að ákveð- ið var með lögum frá Alþingi þann 13. desember 1895 að gera staðinn að löggiltum verslunar- stað. Höfðu bændur þá reynt að fá kaupmenn til að landa vömm sínum á Hvammstanga og skip- stjórar jafnan hafnað þeirri beiðni á þeirri forsendu að ábyrgöarfélögin vildu ekki ábyrgjast skip á ólöggiltum höfhum. Bændur fengu þá þing- mann sinn, Bjöm Sigfússon á Komsá, til að leggja ffam ffum- vaip um verslunarstaó á Hvamms- tanga og sagði hann meðal ann- ars í ræðu sinni á Alþingi: Þó héraðsbúum sé ekki áhugamál að fá fasta verslun á þessum stað, þá er þeim þó áhugamál að fá þennan stað lög- giltan, vegna þess, að það munar marga svo miklu um flutning á allri þungavöm, svo sem timbri, kolum, matvöm o.fl.... Kapteinn Vandel skoðaði vandlega þenn- an stað fyrir nokkmm ámm og eftir skýrslu sýslunefndarmanns- ins í Kirkjuhvammshreppi á Vandel að hafa sagt að botn væri ágætur og að í raun og veru mætti skoða allan austurhluta Miðfjarðar sem eina höfn, því að botninn væri alls staðar svo góð- ur og fjörðurinn hreinn og skerjalaus. Fyrstu húsin Þessi breyting varð til mikils hagræðis fyrir bændur í Vestur- Húnavatnssýslu, sem fram að því höfðu að mestu orðið að sækja verslun til Borðeyrar eða Blönduóss. Skipakomur vom þó fáar fyrstu árin. Ekki upphófst nein byggð á staðnum fyrst í stað, en árið 1900 byggði Sig- valdi Bjömsson ffá Bjargi í Mið- firði þar tvö hús, annað fyrir sjálfan sig, en hitt fyrir verslun- arstjóra Riis kaupmanns á Borð- eyri sem þá setti upp útibú á Tanganum. Af manntalsskýrsl- um verður ekki séð að búið hafi verið í húsinu fyrstu árin, að minnsta kosti ekki allt árið og er ekki fráleitt að það hafi verið notað undir vörur og verslunar- stjórinn búið þar yfír kauptíðina. Þetta sama sumar, aldamóta- árið, rak Jóhann Georg Möller kaupmaður á Blönduósi einnig útibú á Hvammstanga og þetta ár greiddu bæði Riis og Möller tíundir af verslunarstarfsemi sinni í hreppnum. Árið eftir var Hvammstangi gerður að aósetri héraðslæknis og seldi Sigvaldi þá Bimi G. Blöndal héraðslækni hús sitL Augljóslega hefur eitthvert líf verið á staðnum aldamótaárið og jafnvel eitthvað fyrr, því gert er ráð fyrir að þangað sé fluttur póstur ffá Blönduósi, Borðeyri og víðar og einnig er gert ráð fyrir bréfhirðingu þar. Tómthúsmaðurinn flytur Á fundi hreppsnefndar þann 7. desember 1900 var lesið upp bréf frá Þorsteini Hjálmarssyni bónda á Þóreyjamúpi, þar sem hann sækir um leyfi hrepps- nefndarinnar um að mega setjast að sem tómthúsmaður á verslun- arstaðnum Hvammstanga hér í hreppi. Hreppsnefnin veitir þetta leyfi, ef umsækjandi fullnægir þeim skilyrðum sem þar að lút- andi lög heimta að þurfti til þess að það megi veitasL Þorsteinn fluttist þó ekki á staðinn fyrr en ári síðar. Á þessum fúndi lá einnig fyr- ir samsvarandi munnleg beiðni frá Sigvalda Bjömssyni og var honum gert að senda skriflega Hvammstangi á fögrum sumardegi. umsókn. Samkvæmt manntalinu 1901 var aðeins búið í tveimur húsum á Hvammstanga, Brunnhúsi, sem síðar var kallað Blöndals- hús og í Guðrúnarkoti, en þann bæ reisti Sigvaldi Bjömsson einnig árið 1900 eða 1901. Brunnhús var svo nefnt vegna þess að í kjallara þess var brunn- ur er menn sóttu í neysluvatn sitt. Guðrún sú sem Guðrúnarkot var kennt við var Olafsdóttir, ekkja Kristjáns ívarssonar bónda á Kárastöðum og stundaði hún veitingarekstur á Hvammstanga um 10-15 áraskeið. Vatnsskortur á Vatnsnesi Allt það árabil sem hér er til umfjöllunar var vatnsskortur á Hvammstanga mjög aðkallandi úrlausnarefni. Málið virðist fyrst hafa verið tekið upp í hrepps- nefnd 1920 en þá var oddvita falið að senda bréf til stjómar- ráðsins með beiðni um að maður yrði sendur til aó kanna hvemig hentugast mundi að leggja vatnsveitu í hús á Hvamms- tanga. Jónas Sveinsson héraðs- læknir tók málið fyrst til um- ræðu á Málfundafélagi Hvammstanga 1926 og var þá kosin nefnd til að hefja viðræður viö hreppsnefndina um málið. I framhaldi af því var gerö lausleg athugun á vatnslindum í ná- grenni við þorpið. Málið var síð- an rætt áfram á fúndum félagsins og 1929 var hreppsnefhdin harð- lega gagnrýnd fyrir tómlæti í málinu. Svo mikið er víst að ekkert varö úr framkvæmdum og urðu Hvammstangabúar aó mestu að láta sér lynda vatn úr Syðri-Hvammsá allt til 1948. Hér að neðan fer stutt lýsing á vatnsmálum þorpsbúa frá því um 1920. Höfundur er óþekktur Frá því byggó hófst á Tang- anum um aldamótin og til 1948 var ein atvinnugrein sem aldrei brást. Það var að bera vatn í menn og skepnur. Brunnholur voru margar, sumar í kjöllurum húsanna, en afnotin misjöfn. Flestir notuóu vatn úr ánni. Á vetmm mátti sjá húsmæður við ána að moka djúpar holur með mörgum tröppum til aó ná í vatn. I rigningu og leysingu var vatnið óhreinL Þegar ég var hjá Sveinbimi Jónssyni komu sam- an nokkrir karlar og ákváðu að gera bmnn eða vatnsgeymi fyrir ofan veg í forarmýri. Þama unn- um við dag eftir dag, gerðum djúpa og stóra gryfju, þiljuðum yfir, meó brunnvindu og lás fyr- ir. I næstu hláku fylltist gryfjan af vatni, en þegar jörð þomaði, hvarf allt vatn úr brunninum. □ Jólaföt - Jólagjafir - Gjafabréf Mikiö úrval af fatnaði á böm 0-14 ára: Spariföt - skólaföt - kuldaföt. Spariskór - Moonboots - kuldaskór. Nýkomið - Tískuskart og músík fyrir böm. Tískusýning á Hótel Mælifelli sunnudaginn 17. des. kl. 15,00. Verið velkomin! Hans og Gréta Aóalgötu 9, Sauóárkróki sími 453 643

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.