Feykir


Feykir - 13.12.1995, Page 8

Feykir - 13.12.1995, Page 8
13. desember 1995, 44. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Fcyki fer víða! Geir Jón Þórisson og Gissur Guðmundsson stjómarmenn í Styrktar- og líknarsjóði lögreglu- manna ásamt Olöfu Þórhallsdóttur bónda á Narfastöðum. Góðir gestir á ferðinni Fyrir helgina vom góðir gestir á ferð á Sauðárkróki, lög- reglumennirnir Geir Jón Þór- isson og Gissur Guðmundsson frá Reykjavík. Þeir eiga báðir sæti í stjórn Styrktar- og líkn- arsjóðs lögreglumanna og komu hingað í þeim tilgangi að veita peningum úr sjóðn- um, en þetta var í fimmta skipti sem það er gert síðan sjóðurinn var stofnaður á Landsþingi lögreglumanna í Vestmannaeyjum 1992. Geir Jón er stjómarformaður sjóðsins. Hann segir að í starfí sínu verði lögreglumaðurinn oft var við að hjálpar sé þörf, sem hann geti ekki veitt í gegnum starfið þrátt fyrir að vera allur af vilja gjöróur. Þetta hafi verið ástæða fyrir stofnun sjóðsins á sínum tíma. Sjóðnum var skap- aður tekjustofii með því að veita í hann 50 krónum af félagsgjaldi hvers lögreglumanns, einnig stendur sjóóurinn fyrir jólakorta- sölu og fleiri fjáröflunum. Það var síðan til að auka til muna möguleika sjóðsins til styrkveit- inga er Jóhannes Sturla Guð- jónsson, lögreglumaðurinn sem stórslasaðist þegar ekið var á lögreglubíl í tengslum við rann- sókn á stóra kókaínmálinu, af- henti nýlega 1 milljón af sínum sjúkrabótum til sjóðsins. Jó- hannes sagði að nú vildi hann láta sjóðinn njóta góðs af því sem hann hefði gert fyrir sig, og auðvelda sjóðnum að hjálpa öðr- um, en sjóðurinn keypti tæki á Grensásdeild sem Jóhannes Sturla naut við endurhæfinguna, auk þess sem um var að ræða fjárhagslegan stuðning við hann ífá sjóðnum. Það var að ábendingu lög- reglunnar á Sauðárkróki sem stjóm Styrictar- og líknarsjóðsins ákvað að styrkja að þessu sinni Olöfu Þórhallsdóttur bónda á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi, en hún missti eignmann sinn og ungan son í bílslysi á liðnu vori. Olöf þakkaði lögreglumönnun- um þennan óvænta stuðning og bað Feyki um leið að koma á framfæri kæm þakklæti til allra þeirra sem hefðu stutt sig og bömin sín eftir slysið og miss- inn. □ Félag æðarbænda í Skagafirði: eyðingu meindýra Vill efla Á fundi í Æðarræktarfélagi Skagafjarðar, sem haldinn var nýlega, komu fram hörð mót- mæli vegna ályktunar veiði- stjóraembættisins þar sem lagt er til að dregið verði úr kostnaði við eyðingu refa og minka. Fundurinn telur álykt- unina stórhættulega og ógna ftiglalífi landsins. I ályktun ftindar Æöarræktar- félags Skagafjarðar segir að ef þjóðin sé svo fátæk að efni skorti til að halda niðri fjölgun meindýra, telji fundurinn réttara að leggja niður embætti veiði- stjóra og verja þeim peningum sem í það fara til eyðingar refa og minka sem og vargfugla, er stöóugt virðist fjölga og ekki séu sjáanlegir neinir tilburðir til að reyna að halda í skefjun. „Þar sem nokkrir tugir millj- óna í gjaldeyri fáist væntanlega árlega fyrir æðardún þætti fúnd- armönnum æskilegra að veiði- stjóraembættið hefði einhverja tilburði með leiðbeiningar varð- andi eyðingu refa og minka, en hefði sig minna í ffammi sem rukkunarstofnun fyrir veiðileyf- isgjöld", segir einnig í ályktun- inni. Verkalýðsfélag A.-Hún.: Semja beri eingöngu við vinnuveitendur „Verkalýðsfélag A.-Hún. telur af margfenginni reynslu að verkalýðsfélögin eigi eingöngu að semja við vinnuveitendur í komandi samningum. Standi ríkisstjórnin sig hins vegar ekki að mati verkafólks hefúr launafólk á Islandi alla burði til að gera ríkisstjórn það skiljanlegt í alþingiskosning- um“, segir í yfirlýsingu frá al- mennum félagsfundi í Verka- lýðsfélagi Austur-Húnvetn- inga sem haldinn var sl. fimmtudag. Þar var tillaga launanefndar að segja ekki upp samningum, samþykkt með trega, en hörð gagnrýni kom fram á störf launaneftid- arinnar á fúndinum. Fundurinn átaldi harðlega vinnubrögð meirihluta launa- nefndar að opinbera ekki niður- stöðu sína fyrr en á síðasta starfsdegi nefndarinnar. Með þessum vinnubrögðum hafi mörg verkalýðsfélög verið sett í algjört tímahrak með af- greiðslu á uppsögn samninga, en mörgum þeirra var uppsögn bundin því að launanefndin segði ekki upp, því var ekki hægt að afgreiða málið fyrr en launanefhd hafði lokið störfúm. í ályktun fundar VAH segir einnig aó ljóst sé að ef þing Al- þýðusambands Norðurlands og Verkamannasambands Islands hefðu ekki tekið jafn harða af- stöðu í kjaramálum og raun varð á, hefðu atvinnurekendur aldrei tekið lásinn af töskum sínum hvað þá opnað þær og ríkis- stjómin trúlega svikið enn meira en hún ætlaði í upphafi að gera. Ingibjörg Sveinsdóttir t.v. ásamt eiganda Carmen, Helgu Bjarnadóttur. Þetta var fimmta árið í röð sem nemandi hársnyrtistofunnar hampar Islandsmeistaratitli. Islandsmeistari í hárlist Það verður ekki sagt annað en henni Ingibjörgu Sveinsdóttur frá Sauðárkróki gangi vel að nema hár- greiðsluna, en hún er að læra þá ión í Carmen í Hafnarfirði. Ingibjörg gerði sér nefnilega lítið fyrir á dög- unum og krækti í íslandsmeistara- titil í tískulinu og kvöldgreiðslu, eða í báðum þeim greinum sem hún keppti í. Þess má geta að foreldrar Ingibjargar eru þau Sveinn Sigfús- son og Heiðrún Friðriksdóttir.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.