Feykir


Feykir - 20.12.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 20.12.1995, Blaðsíða 3
45/1995 FEYKIR3 Nærvera guðs og englanna „Dýrö sé Guöi í upphœöum, og friöur á jöröu meö mönnum, sem hann hefur velþóknun á“, sungu himneskar hersveitir fyrstu jólanóttina. Þegar þær höföu birst í einni svipan við hliö engils, sem ræddi viö hiröana forviöa á völlunum við Betlehem. Þegar englarnir voru farnir til himins, sögöu hiröarnir sín á milli: „Förum beint til Betlehem til að sjá þaö sem gjörst hefur“. Ogþaö gerðuþeir meö hraöi, sáu Guö sjálfan og vissuþar meö aö löngu gefin fyrirheit voru efnd og að Guð var kominn til jaröar. Einnig viö höldum skjótt til Betlehem til aö koma aöjötu frelsarans, til þeirrar Betlehem sem er í hjarta okkar. Viö komum og krjúpum til þess að þakka þennan einstæöa atburö á löngu liönum öldum svo og það einstæöa þegar Guð sækir okkur heim og kemur til aö líta á aöstæöur mínar og þínar. Þaö gerði hann aö sönnu ekki aðeins á hátíöinni heldur hvern dag, en væntanlega er það svo aö við veitum því ekki athygli eða hugsum um þaö, nema endrum og sinnum. Við munum ekki alltafað Immanúel er ávallt hjá okkur, Guö hjá okkur. Nú í nánd jólahátíöarinnar, þessa daga jólaföstunnar, fmnum viö nærveru Guðs greinilega, nærveru þess sem er aö koma og fyrir hvern viö búum hjörtu og híbýli í besta skart. Viö beyrum söng englanna hljóma skírt fyrir eyrum okkar, greinum þessa aldagömlu hljóma, gleöi, lofsöng í tónum allra sálmanna, laganna sem síöan hafa veriö samin og leikin fæöingu frelsarans til dýrðar. Söngur um frið og velþóknun á meöal manna er bergmál af söng englanna á Betlehemsvöllum. I upphafskafla Lúkasarguðspjalls, sem geymir jóla- guðspjalliö, og ífrásögn Matteusar afkomu Jesú íþennan heim eru englarnir nefndir. Engill stendur skyndilega hjá Maríu og segir henni aö hún sé valin tilþess að fæða frelsarann, engillinn birtist Sakaría, fööur Jóhannesar skírara til aö boöa fæöingu hans. Svo var þaö á allra fyrstu dögum Jesú og hann var í hættu kominn vegna ótta og afbrýði Heródesar að engill birtist Jósep í draumi og benti foreldrunum á undankomuleiö. Engill Guös erfrá himnum sendur til aö leiöbeina og benda á veg Drottins. Ég hugsa aö mörg okkar eigum viö erfitt meö að útlista nákvæmlega hvað engill er. Samt eru englarnir svo fast bundnir tilveru okkar. Mörg okkar höfum viö örugglega átt mynd af engli, kannski hékk hún yfir rúminu okkar í bernsku, gerír hugsanlega enn. Þaö var svo öruggt að vita af englinum viö höfuölagið þegar myrkriö var skollið á og s' SL i -t'- enginn sjáanlegur eða enginn til aö halda í höndina á lengur. Nema engillinn. Og aö morgniþegar allt var aftur bjart og enginn ótti eöa hætta nærrí, tók engillinn brosandi á móti barninu, haföi gættþess alla nóttina. Fyrír nokkrum árum, heyröi ég í útvarpi - sennilega var þaö nærríjólum - rætt um englana. „Hvaö eru englar?“, var spurt. Og prófessor í guðfræðideildinni svaraði. Aö sögn hans voru englar hugmyndir um veruleika, annan en þann sem við höfum fyrir augunum. Þeir eru ekki ímyndun, en þeir eru ekki til eins og þú og ég eöa eins og kaupfélagiö, traust og á sínum staö. Þeir eru til eins og Guð. Og hann sendirþá til aö bera okkur boö, styðja okkur. Þegar englar sungu nóttina foröum fyrir hirðana, sem síöan fengu aö sjá frelsarann íjötu, voru þeir aö flytja boö um allt annan veruleika en hiröarnirþekktu, um eitthvað háleitt og æöra hugsunum þeirra og lífi. Ár hvert fylgir komu jólanna mikil tilhlökkun. Það er eitthvaö sem liggur í loftinu. Óáþreifanlega en þó svo greinilega nærri. Skyldiþað ekki einmitt vera eftirvœntingin eftir hinu háleita, hinu dýrlega, sem kemur og gistir heimili okkar, hjartaö og einkennir samskipti okkar?Jesús kemurog hugleiöir líf okkar meö okkurog hann bendirá braut, sýnir að eitt er hógómi, annaö svo mikilvægt að við ættum aö rækta þaö. Viö fáum, ef viö höfum augun opin, að líta allt meö augum hans. Við fáum aö sjá lífiö með augum englanna. Mitt í myrkrinu, sem einkennir hátíðina hér á landi, heyrum við í söng englanna loforö Guðs um hjálp, um Ijós. Guö snýr hinu illa til góðs, getur sent huggun í sorg og gefiö von. Á fyrstu jólum krupu hirðar og vitringar viö jötu frelsarans og veittu með því lotning ogjátuöu trú. Einnig þaö hæfir okkur á jólum. Gleðilega jólahátíö Dalla Þórðardóttir, prófastur, Miklahæ.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.