Feykir


Feykir - 20.12.1995, Side 5

Feykir - 20.12.1995, Side 5
45/1995 FEYKIR5 KS-bÓkin Ný og góð ávöxtun hefur 5,50% vexti, er verðtryggð og hefur tveggja ára binditíma. Nafnvextir almennrar Samvinnubókar eru 6,0%, ársávöxtun 6,09% Innlánsdeild Kvenfélagskonur gefa Sjúkrahúsi Skagfirðinga Nýlega voru Sjúkrahúsi Skag- firðinga færðar gjafir frá kvenfélagskonum á Sauðár- króki og í Lýtingsstaðahreppi, en kvenfélögin hafa árum saman verið dugleg að hlúa að starfsemi sjúkrahússins á einn og annan hátt Kvenfélag Sauðárkróks færði sjúkrahúsinu í þetta sinn fæðing- armonitor (sírita) til notkunar á fæðingardeild, en hliðstætt tæki var orðið gamalt og ekki eins fúllkomið og nýlegri tæki sem komið hafa á markað. Þá færði Helena Magnúsdóttir kvenfé- lagskona sjúkrahúsinu að gjöf skímarkjól sem hún hefur nýlega saumað, og verður sá kjóll til taks næst þegar stúlkubam verð- Helena Magnúsdóttir th. með skírnarkjólinn ásamt Krist- björgu Ingvarsdóttur Ijós- móður. ur skírt á sjúkrahúsinu, en það gerist nú algengara að böm séu skíró á sjúkrahúsum, áður en sængurkonur fara heim með þau. Kvenfélagskonur úr Lýtings- staðahreppi komu einnig færandi hendi og gáfu ýmsa kirkjulega muni í kappellu sjúkrahússins. Ólafur Ingimarsson yfirlæknir og Herdís Klausen hjúkrunarfor- stjóri þökkuðu gjafimar. Kvenfélagskonurnar fylgjast með Ólafi Ingimarssyni yfir- lækni skýra hvernig gamli síritinn vann. Nýr veitingasalur opnaðurí Króknum Sl. laugardagskvöld var opn- aður nýr veitingasalur í Kaffi Krók á Sauðárkróki. Eigend- ur staðarins hafa kosið að nefiia þennan nýja sal, Krók- inn. Viðstaddir opnunina voru á annað hundrað gestir og sal- arkynnin voru þéttskipuð er leið á nóttina. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi sótt Krókinn aðfaranótt sunnu- dagsins. „Við teljum að þessi nýi salur bjóði upp á marga möguleika, bæði fyrir stærri og minni skemmtanir, samkvæmi, ráð- stefnur, tónleika o.fl. þannig að það ætti að vera lióin tíð að Sauðkrækingar þurfi að leita í nágrannahreppana með allar venjulegar árshátíðir. Salurinn tekur vel 100 manns í sæti og einnig er hægt að opna í milli fram í kaffihúsið, þannig að við teljum að möguleikarnis séu ýmsir. Við ætlum okkur að brydda upp á ýmsum nýjungum, en meiningin er að höfða til fólks sem er orðið vel tvítugt, þar sem þörfum fúllorðins fólks hefur ekki verið mætt sem skyldi á þeim skemmtistöðum sem fyr- ir voru“, segir María Björk Ingvadóttir. Nýi salurinn er glæsilegur á að líta. Hann verður einnig leigður út fyrir danskennslu, enda danspláss þar mikið. Það voru eigendur staðarins hjónin María Björk og Ómar Bragi sem stigu fyrsta dansinn í Króknum og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Eigendur Kaffi Króks vilja koma á framfæri kæm þakklæti til þeirra sem unnu að breyting- unum. Trésmiðjan Borg sá um trévekið, Jón Geirmundsson um pípulagnir, Gísli Sigurðsson um raflagnir, Erlingur Jóhannesson um múrverk, Ami Ragnarsson var arkitekt varðandi breyting- amar og tæknilega ráðgjöf ann- aðist Verkfræðistofan Stoó. Út- litshönnun gerði annar eigenda Króksins, Omar Bragi Stefáns- son. Eldri borgarar athugið Áóur auglýstum jóla- fundi í félagsaóstöóu aldraóra í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, sem vera átti fimmtudaginn 21. desember er frestað til fimmtudagsins 28. desemberkl. 14. Stjómin.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.