Feykir - 03.04.1996, Page 1
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Kaupfélag Skagfirðinga:
Heldur verri afkoma
í fyrra en árið áður
Hagnaður af rckstri Kaupfclags
Skaglirðinga á síðasta ári nam
20,3 milijónum króna og var út-
koman hcldur lakari cn árið á
undan cn þá varð hagnaðurinn
24,8 milljónir. Ef tekið er tillit til
reksturs dótturfclaga og ann-
arra fyrirtækja sem KS á eign-
arhlut í nam hagnaður ársins
1995 135,2 milljónum króna, en
var 13,6 milljónir króna árið á
undan. Þcssi mikli mismunur
skýrist að sticrstum hluta af sölu
Drangeyjar á síðasta ári.
Deildarfundir KS hafa verió
haldnir að undanfömu og aóal-
fúndur veróur síóar í mánuðinum.
Staða Kaupfélags Skagfiróinga er
sterk, sem sést á því að eigið fé var
1.244,3 milljónir í árslok og var
eiginijárhlutfallið 55,1%. og hefúr
það aukist um 2,8% milli ára.
Veltufjárhlutfall hefur hinsvegar
minnkað, úr 1,99 í 1,90 milli ára.
Þessi lækkun stafar fyrst og ífemst
af fjárfestingum á árinu 1995 og
niðurgreiðslum lána. Veltufé frá
rekstri nam 127,7 milljónum á síð-
asta ári en var 134,9 milljónir árið
áundan.
Áhöfhin á Sandvík kemur með fidlfermi að landi, Hartmann Halldórsson, Guðmundur Árnason og
Stefán Pálsson.
Mokveiði á innfjarðarrækju
Slæm útkoma hjá SAH
en bati hjá Kaupfélagi Húnvetninga
Talsverður bati varð hjá Kaup-
felagi Húnvetninga á Blönduósi
á síðasta ári. Hagnaður varð á
rekstri er nam 1,7 milljónum
og velta fyrirtækisins jókst um
11%. Árið á undan voru
rekstrartekjur og gjöld í jafn-
vægi. Rekstur Sölufélags A.-
Hún. gekk ekki eins vel í fyrra
og árin á undan. Tap varð upp
á 2,8 mifljónir, eftir að afskrifað
hafði verið hlutafé í Islcnskum
búvörum, sem áður var Goði,
upp á 3,6 milljónir. Aðalfúndir
bcggja félaganna voru haldnir
fyrir hclgina.
Veltuaukningin hjá KH er að
sögn Guðsteins Einarssonar
kaupfélagsstjóra, einkum tilkom-
in vegna aukinnar sölu í öllum
deildum félagsins, ekki síst hjá
Vilko. Sala á súpunum hjá Vilko
jókst um 68% á síðasta ári og
deildin þrefaldaði afkomu sína
upp í sameiginlegan kostnað hjá
KH. Uppsveiflan er enn til staðar
hjá Vilko. Sölumet var sett hjá
fyrirtækinu í febrúarmánuði. Þar
starfa átta manns við framleiðsl-
una og í skoðun er að bæta véla-
kostinn.
Slæm útkoma Sölufélagsins
má að sögn Guösteins einkum
reka til sláturhúss og kjötsölu.
Rekstur Mjólkursamlagsins kom
hinsvegar ágætlega út. „Slátrunin
og kjötsalan er það sem veldur
mönnum verulegum áhyggjum
og verður að bregðast við meö
einhverjum hætti“, segir Guð-
steinn. Hann segir stöðu SAH
engu að síður sterka. Eigiö fé fé-
lagsins er 237 milljónir eóa 44%
af efnahagsreikingi, en staöa KH
er hinsvegar viðkvæm. Eigið fé
einungis 37 milljónir eða 13% af
efnahag. Fjármagnskostnaður fé-
laganna var svipaður á milli ára
Magnús Ólafsson á Sveins-
stöðum sem verið hefur stjómar-
formaður í SAH síðustu níu ár lét
af formennsku, en lög félagsins
heimila ekki formannsetu í lengri
tíma. Við formennsku af Magn-
úsi tók nágranni hans Ragnar
Bjamason í Norðurhaga.
Mokveiði hefur verið á inn-
fjarðarrækjunni á Skagafirði
að undanförnu og hefúr rækju-
vinnslan Dögun þurft að óska
eftir því við stjórnendur bát-
anna að þeir takmarki veiðam-
ar. Dögun afkastar 14 tonnum í
vinnslunni á sólarhring og hafa
afköstin aukist um fjórðung að
undanförnu með tilkomu svo-
kallaðs „kerlingarbana“ og
aukins frystirýmis verksmiðj-
unnar, en hvorutveggja var
tekið í notkun um mánaðamót-
in janúar-febrúar.
„Við stýrum veiðunum og
vinnslunni í samráði við bátana“,
segir Ágúst Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Dögunar, en kvót-
inn á rækunni var aukinn upp í
500 tonn á þessari vertíð. Þrír
fjórðu kvótans koma til vinnslu
hjá Dögun, en allir bátamir þrír
sem gerðir eru út á rækjuna frá
Króknum leggja upp hjá verk-
smiðjunni, Jökull, Sandvík og
Þórir. Berghildur frá Hofsósi
leggur hins vegar upp hjá Þor-
móói ramma á Siglufirði.
Þegar tíóindamaður Feykis var
staddur á bryggjunni á dögunum
var Sandvík að landa um sex
tonnum af ágætri rækju. Skipverj-
ar sögðu þetta venjulega veiði
þegar vel viðraði, en báturinn
bæri ekki mikið meira. Þórir er að
svipaðri stærð og kemur með
álíka magn að landi, en Jökull er
stærri og venjuleg veiði er 10-12
tonn.
Þessa dagana er verió að ljúka
við að koma upp búnaði í Dögum
sem skilur hratið frá rækjunni og
er þaó flutt í mjölvinnsluna á
Hvammstanga. Um sjö tonn af
rækjuúrgangi fellur til dag hvem
og kemur nú til vinnslu á Tang-
ann, en fór áður í sjóinn rétt við
höfnina, sem „fiskafóður" að
sögn Ágústs í Dögun. „Það er
eins og straumurinn hafi tekið
þetta og borið það á haf ÚL Þetta
hefur lítið sést á fjörum og
ábyggilega ekki borist mikið inn í
höfnina“, segir Ágúst
Misgóðar sölu togara
Hegranesió gerði ágæta sölu í
Bremerhaven sl. miðvikudag en
Skagfirðingsmenn höfðu ekki
heppnina með sér nú eftir helgina
og salan hjá þeim var lægri þrátt
fyrir að þeir væm með talsvert
magn umfram Hegranesið. Með-
alveróið hjá Hegranesinu fyrir
hvert kíló var 148 krónur en hjá
Skagfirðingi aóeins 101 króna.
Hegranesið var með 167 tonn
og fékk fyrir farminn 24,7 millj-
ónir sem er mjög góð sala. Skag-
firðingur var með alls 183 tonn,
seldi á mánudag 143 tonn fyrir
16,7 milljónir og síðan á þriðju-
dag 40 tonn fyrir 2,1 milljón .
„Þetta eru miklar sveiflur í
þessu. Hegranesið er náttúrlega
að selja á degi sem oft hefur
reynst vel og gefið góð verð, en
Skagfirðingur lendir í því að of-
framboö hefur orðið á markaðn-
um. Þaó er svona ein af mörgum
ástæðunum, en einnig var Hegra-
nesið með mjög stóran og góðan
frsk“, sagði Gísli Svan Einarsson
útgeróarstjóri Skagfiróings.
—Kten$ifl —
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, bílas. 853 1419, íax 453 6019
Almenn verktakaþjónusta
Frysti- og kœliþjónusta
Bíla- og skiparafmagn
Véla- og verkfœraþjónusta
Sœmundargötu
bílaverkstæði
Sími 453 5141
16 Sauöárkróki íax: 453 6140
Bíloviðgerðir Hjólbarðaverkstœði
Réttingar Sprautun