Feykir


Feykir - 03.04.1996, Side 2

Feykir - 03.04.1996, Side 2
2FEYKIR 13/1996 Sem kunnugt er fékk Máki hf úthlutað styrk frá Evrópusambandinu á liðnu hausti vegna tveggja verkefha sem fyrirtækið vinnur að í samstarfi við fleiri aðila. í liðinni viku voru á ferð á Sauð- árkróki fulltrúar frá Evrópusambandinu í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi Máka og skoða aðstöðu fyrirtækisins. A miðri mynd er Guömundur Örn Ingólfsson (skeggjaður) fram- kvæmdastjóri Máka að útlista fyrir sendinefndinni. Kór og hljómsveit frá Seltjarnar- nesi í heimsókn á Blönduósi Tónlistarfélag V.-Hún: Tónleikar í Selinu Hin stórgóða söngkona Guð- rún Gunnarsdóttir ásamt Val- geiri Skagfjörð, verða með Toyota double Cab disel turbo intercool árg. 91, ekinn 102 þús. km.Vcrö 1.750.000. Toyota Land cmser disel turbo, árg. '88, ekinn 195 þús. km. Verð 1.100.000. Toyota Hyace disel 4x4 árg.'91, ekinn 42 þús. km. Verð 1.490.000.. MMC L 300 bensín, árg. '90, ekinn 118 þús. km, gluggar og sæti fyrir 8. Verð 1.200.000. MMC Lancer GLX.I 1600 station 4X4, árgerð 1993, ekinn 84þús. km. Verð 1.280.000. BÍLASALA/BÍLALEIGA SKAGAFJARÐAR SF. Löggild bílasala Borgarflöt 5, Sauðárkróki, sími 453 6050 og 453 6399. Heimasími sölumanns 453 5410. tónleika í Selinu Hvamms- tanga í kvöld, miðvikudaginn 3. apríl nk. Tónleikarnir eru heldnir á vegum Tónlistar- félags Vestur-Húnvetninga og hefjast þeir kl. 22 og standa fram undir miðnættið. Guðrún er löngum þekkt fyrir góðan söng, en hún hefur m.a. tekið þátt í Tvískinnungsóper- unni og Súperstar, auk þess að hafa sungió inn á ljöldan allann af hljómplötum. Valgeir er einnig vel þekktur, hvort heldur sem leikari, texta- og lagahöfundar söngvari eða hljóðfæraleikari. A tónleikunum flytja þau aðallega íslenska tónlist, bæði frumsamda tónlist Valgeirs svo og mörg þekkt vinsæl lög m.a. úr leikritum. (fréttatilkynning) Sigríður tapaði málinu Hæstiréttur sýknaði í liðinni viku Dagsprent hf á Akureyri af kröfu Sigríðar Þorgríms- dóttur fyrrverandi blaðamanni Dags á geiðslu skaðabóta, en Sigríður gegndi starfi blaða- manns á skrifstofú blaðsins á Sauðárkróki um hríð. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafði dæmt Sigríði skaða- bætur að upphæð 400 þúsund. Sigriður byggði skaðabótakröfu sína á því að henni hafi verið sagt upp starfi á sínum tíma af þeirri ástæðu aó hún væri bamshafandi og Dagsprent væri þar með að komast hjá því að greiða henni laun í fæðingarorlofi. Dagsprent byggði vöm sína á því að ástæða uppsagnarinnar hafi verið lokun skrifstofunnar á Sauðárkróki og til þeirrar að- gerðar hafi verið gripið vegna endurskipulagningar í rekstri Dags. Hæstarétti þykir Dagsprent hafa sýnt lfam á svo veigamikið tilefni fyrir uppsögn Sigríðar „að á það beri að fallast, að fullnægt hafi verið skilyröi um gildar ástæður uppsagnar" með vísan til laga um fæðingarorlof frá 1987. Málskostnaður í héraði og lyrir Hæstarétti var felldur niður. Það voru góðir gestir hér á Biönduósi um síðustu helgi, þegar þeir bræður Jón Karl og Kári Einarssynir heimsóttu okkur, Jón Karl með Selkór- inn og Kári með Lúðrasveit Seltjarnarness. Það var í einu orði sagt ffá- bært að hlusta á 40 manna kór með undirleik 30 manna lúðra- sveitar flytja Fangakórinn eftir Verdi, og það verður ekki síður eftirminnilegt að hafa heyrt 16 ára ungling leika einleik á básúnu í konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir Rimsky Korsa- kov. En það var raunar sama hvað verið var að flytja, fágun og ná- kvæmni flutningsins var með því allra besta og kirkjan flutti söng- og hljóðfæraleik með ágætum. Það eina sem skyggði á var hversu margir misstu af ffábærum tónlistarviðburði. Hafi Seltirningar kæra þökk fyrir komuna. Sigurður Kr. Selkórinn frá Seltjamamesi. Mynd/Sigurður Kr. Jónsson. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 35757. Myndsími 45 36703. Ritstjóri Þór- hallur Asmundsson. Fréttaritarar: Eggert Antonsson og Om Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 160 krónur hveri tölublað m/vsk. Lausasöluverð 180 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.