Feykir - 03.04.1996, Side 5
13/1996 FEYKIR5
„Hef fengið mikil viðbrögð frá fólki"
segir segir séra Kristján Björnsson á Hvammstanga sem vill að biskupi
íslands, herra Ólafi Skúlasyni, verði vikið úr embætti
Kristján Björnsson sóknar-
prestur á Hvammstanga hef-
ur allt frá því að svonefnt
biskupsmál kom upp verið
þeirrar skoðunar að biskup
ætti að víkja meðan fagleg og
lögfræðileg rannsókn færi
fram á málinu. Reyndar vill
séra Kristján kalla málið
Olafsmál, þar sem það varði
persónu hans sjálfs fyrst og
fremst, ekki embætti biskups,
en Olafur sé þó með áfram-
haldandi setu sinni búinn að
draga embættið mjög niður.
Kristján Björnsson skrifar
mjög opinskáa grein í Dag sl.
laugardag undir yfirskriftinni
„Hreinsun pálmasunnudags-
ins“. I samtali við Feyki sagðist
Kristján hafa fengið mjög mikil
viðbrögð við greininni. Fjöldi
fólks hafi hringt í sig, aðallega
frá Norðurlandi fyrst eftir aó
greinin birtist í Degi, en síóan
víðsvegar af landinu eftir að
aðrir miðlar birtu fréttina. í
greininni segist Kristján hafa
óskað eftir því við kirkjumála-
ráðherra að gerðar verði viðeig-
andi ráðstafanir til að hr. Ólafi
Skúlasyni biskupi Islands verði
vikið úr embætti. Kristján segist
hafa leitað til ráðherra þegar
ljóst var að biskup ætlaði ekki
að virða viðlits áskomn sína um
að víkja úr embætti.
„Eg ætla ekki að dæma, en
viðbrögð biskups á opinbemm
vettvangi hafa ekki verið líkleg
til að auka tiltrú fólks á algjöru
sakleysi hans. Eina lausnin á
málinu sýnist mér vera að bisk-
up víki úr biskupsstofu“, sagði
Kristján í samtali við Feyki.
Þaö versta í viðbrögðum hr.
Ólafs hafi verið að hann skyldi
ekki víkja strax þegar ásakan-
imar komu fram. Þá hafi við-
brögð hans gegn ásökunum
kvennanna er bám hann sökum
verið harkaleg, hvað þá fram-
ganga lögmanna hans sem hafi
komið fyrir sjónir eins og hund-
amir í Animal farm, þegar þeir
létu hæst.
„Síðan er það ótrúlegt brot,
eins og biskup segir sjálfur,
þegar hann fékk starfsfólk
Langholtskirkju til að rita sér
trúnaðarbréf um það hver sótti
viðtöl til prestsins. Brotið var
síðan fullkomnað með því að
rjúfa trúnaðinn viö þetta starfs-
fólk og senda bréfið inn á allar
helstu fréttastofur landsins. Það
er alvarlegt brot á þagnarskyldu
og siðareglum presta“, segir
séra Kristján Björnsson á
Hvammstanga.
Siðanefnd Prestafélags ís-
lands birti úrskurð sinn á mánu-
dag og komst að sömu niður-
stöðu og Kristján hér að fram-
an.
Kirkjan á til úrræði
Sé gripiö niður í grein Krist-
jáns í Degi segir þar m.a.:
„Þegar nokkrir prestar taka á
sig rögg og skrifa honum rök-
studda greinargerð þess efnis að
hann eigi hiklaust að víkja með-
an mál hans em til meðferðar,
svarar hann því til að þetta séu
nú bara fáeinir prestar. Þjóð-
kirkjan mun því eiga hann til
ævarandi áminningar um það
hvemig ekki átti að bregðast
við og í sögunni mun hann festa
sig í sessi sem biskupinn er
ekki vék. Þetta segi ég í ljósi
þess að kirkjur víða um lönd
hafa þegar glímt við þennan
vanda og farið í gegnum sárindin
sem af honum hljótast. Nokkrar
af nágrannakirkjum okkar hafa
mótað vinnuáætlanir til að
bregðast við álíka ásökunum.
Þegar við lesum þær rennur upp
fyrir okkur að kirkjan á til úr-
ræði og hún hefur fundið leið til
að skapa frið um úrvinnslu
slíkra mála. Það er því sorglegt
að sjá forystusveit þjóðkirkj-
unnar sniðganga faglegar og
færar leiðir en grípa þess í stað
til hörkunnar og sverðsins þeg-
Séra Kristján Björnsson.
ar slegið er á kinn herra Ólafs.
Það er dapurlegt að sjá hvemig
tilburðir til að drepa málinu á
dreif hafa aðeins orðið til aó
eldur er nú borinn að hverju
embætti kirkjunnar. Þagnar-
skyldan í starfí kirkjunnar fuðr-
ar upp og niðurlæging prest-
anna er mikil í starfi þeirra að
sálgæslu ekki síður en sóknar-
bama allra“.
Gtedilega páska
Góóan mat á hátíöarboröiö fœröu hjá okkur
Hangikjöt, svínasteik, nautasteik, lambasteik, kalkúnar,
kjúklingar, endur ofL ofL
Allt meölœtiö á góöu veröi.
Gott úrval af ávöxtum og grœnmeti.
Skagfírðingabúð
opió laugardag fyrir páska frá kl. 10,00-16,00