Feykir - 03.04.1996, Síða 6
6FEYKIR 13/1996
hagyrðingaþáttur 206
HRHHHHHHHHHHRHHHRRHHHRHHRHHHHRRHHHHHHHHHHRHHHHHRHHHHHHHHRHHHRI^Hm
Heilir og sælir lesendur góðir.
Fram hefur komið leiðrétting á einni af
þeim vísum er birtist í síðasta þætti. Þá
hafa einnig borist þær upplýsingar að
höfundur umræddar vísur muni vera Dýr-
ólína Jónsdóttir áður húsfreyja á Fagra-
nesi á Reykjaströnd. Birti ég þá vísuna
með þeim leiðréttingum sem ég hef feng-
ið.
Lítið drottinn lét í té
líkamsfegurð minni.
Vonlegt er að sálin sé
svipuð umgerðinni.
Dýrólína mun hafa á sínum yngri
ámm dvalið í Lýtingsstaðahreppi og mun
vísan vera gerð á þeim tíma. Voru tildrög
þau að hún heyrði einhverja samferóa-
menn ræða um að þeim þætti hún ófdð.
Jón Oddur Þórhallsson á Sauðárkróki
velti fyrir sér hvað hann þurfti að eignast
til þess að verða fullkomlega sáttur við líf-
ið og tilveruna. Hann komst að eftirfar-
andi niðurstöðu.
Að eiga lipran Land-Rover ergott
og lífsglaða konu þá betra.
Tölvu undir Ijóðinfin ogflott
ogfjórgangshest sjö vetra.
Eigir þú svo óðalsjörð,
arinn, gítar, speki og hund.
Fögur börn og frjóan svörð
jullnuð er þín óskastund.
Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk er
höfundur næstu vísu. Mun hún vera gerð
nú fyrir skömmu er hann lá á sjúkrahúsi á
Akureyri.
Liðna tíðin líður burt,
Ijúft er minning, kenna.
Ég hefalla œfi þurft
aðstoð góðra kvenna.
Stefán Stefánsson frá Móskógum velt-
ir fyrir sér gangi lífsins og yrkir svo.
Öllum meyjum upp í loft
ástin snýr í skyndi.
Fíkjublöðin fjúka oft
ífreistinganna vindi.
Önnur vísa kemur hér eftir Stefán, sem
hann mun hafa ort að endaðri ævi vin-
konu sinnar.
Þín er enduð œvistund
ceska, gleði og snilli.
Þekkti ég þig spaka sprund
spjaldanna á milli.
Einhverju sinni bar svo við í sveitar-
stjómarkosningunum á Hellu að tveir list-
ar vom í kjöri. Efst á lista mótframboðs
oddvita var kona. Um þá uppstillingu orti
Jónatan Jakobsson svo.
Alvarlegan álitshnekki
oddvitinn á Hellu bíður.
Efaðfrúin fellur ekki
fyrir honum senn hvað líður.
Önnur vísa kemur hér sem ég held að
sé einnig cftir Jónatan.
Hekla hún er beggja blands,
ber á eldinn skíði.
Hún er sveitum sunnan lands
sífelld ógn og prýði.
Vegna frásagnar af skipsferðum
tveggja kvenna í Hafnarfirði og mikillar
rannsóknar á smokk í eigu annanrar þeirr-
ar orti Aðalbjöm Benediktsson svo.
Enn er rennt á erlend mið
aflann þatfað kanna.
Enda kannski út-sceðið
afurð tveggja manna.
Mikið hefur fæðst af vísum nú undan-
famar vikur í þeirri miklu umfjöllun sem
verið hefur um málefni kirkjunnar
manna. Það er Sigfús Jónsson í Skrúð
sem yrkir svo.
Kirkjan er afFlókum full
friðarhnefinn steyttur.
Prestar tala bara buU
og biskup orðinn þreyttur.
Þórður Skúlason mun vera höfundur
að þessari.
Blessaði drottinn ó bcen mína heyr
hún bljúg er og iðrunarfull.
Ég er þreyttur og leiður á þrasinu í Geir
og þoli ekki meira bull.
Jóhann Guðmundsson frá Stapa legg-
ur þetta til málanna.
Orgelið þagnar, nú kyrjar ei kór
og kirkjan í martraðardraumi.
Presturinn illskast af andagift sljór
og andskotinn glottir í laumi.
Ekki veit ég um höfund að þessari.
Biskupinn þó brýni raust
og brúki aðferð klóka,
þá er ekki andskotalaust
að eiga við séra Flóka.
Önnur kemur hér sem einnig er höf-
undarlaus.
Þó sóknamefndin sitji fundi,
samt hefur orðið tjón.
Friður sé nteð oss í Flókalundi.
Farðu til andskotans Jón.
Þá vil ég þakka lesendum fyrir góðar
undirtektir með efni fyrir þáttinn og enda
hann svo með þeim alvarlegu staðreynd-
um sem Steindór Andersen drepur á í eft-
irfarandi vísu.
Fœrir klerkar fara á sprett,
umflókin kirkjumálin þrefa.
Kœrleiksverkin kenna rétt
en kunna ekki að fyrirgefa.
Veriði þar með sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum,
541 Blönduósi, sími 452 7154.
Heimir
„á túr"
Lögberg Heimkringla, blað Is-
lendinga í Vesturheimi, birti á
dögunum grein um Karlakór-
inn Heimi, þar sem vitnað er í
bréf Harðar Ingimarssonar á
Sauðárkróki til blaðsins. I
greininni eru látnar í ljósi
væntingar um komu kórsins
til Kanada næsta sumar. Fyr-
irsögn greinarinnar „Heimir
on tour“ lauslega þýtt Heimir
túr“ er kannski svolítið tví-
ræð, þar sem haft er í huga að
þarna eru 60 karlmenn á ferð-
inni.
Það er e.t.v. að bera í bakka-
fullan lækinn, að enn einu sinni
skuli Heimismanna getið á síð-
um Feykis, eins rækilega og það
hefur verið gert undanfarin miss-
eri, en eflaust samt margir til að
fagna því. Og það er kannski
táknrænt um þá vakningu sem er
fyrir kórsöng í landinu um þess-
ar mundir og sumir vilja þakka
Heimi, að neðst í homi síðunnar
þar sem greinin er um Heimir í
Lögbergi Heimskringu, er lítill
rammi þar sem lesendur eru á-
minntir um að minnast Bet-
elsafhaðarins í erfðaskrám sín-
um. Hvort ætla má að vakning
Heimis sé farinn að ógna trúar-
Bræðurnir Gísli og Sigfús Péturssynir þenja raustina,
Útvarp Norðurlands:
Svæðisbundnar útsend-
ingar yfir páskana
Útvarp Norðurlands býður
upp á svæðisbundnar útsend-
ingar yfir páskana eins og und-
anfarin ár. Leitast verður að
fylgjast með öllu markverðu
sem er í boði fyrir ferðamenn
og heimafólk á hlustunarsvæð-
inu. Einnig veróur greint ítar-
lega frá starfsemi skíðasvæða,
færð og veðri. Útsendingamar
hefjast klukkan 11,00 og standa
fram að hádegisfréttum. Mörg
sveitarfélög bjóða upp á afþrey-
ingu fyrir þá fjölmörgu ferða-
menn sem eru á faraldsfæti
þessa helgi, sem er ein mesta
ferðamannahelgi ársins. A Ak-
ureyri verður ýmislegt í boði en
þar hafa nokkur fyrirtæki sam-
einast meðal annars um að reka
tívolí og fleira fyrir gesti og
heimamenn. Útvarp Norður-
lands tekur vinsamlega við á-
bendingum frá hlustendum um
það sem er í boði yfir páskana.
Starfsmenn svæðisútvarpsins
sjá um páskaútvarpið og út-
varpað verður alla daga nema
annan í páskum.
(fféttatilkynning)
söfnuðum Þar vestra, skal þó
ósagt látið.
En það em ekki aðeins vænt-
ingar hjá frændum okkar vestra
fyrir komu kórsins. Heimismenn
sjálfir munu vera fullir tilhlökk-
unar. Auk eiginkvenna og nokk-
urra velunnara mun slást í hóp-
inn Ómar Þorfinnur Ragnarsson
fréttamaður ásamt eiginkonu, en
jafnhliða því sem hann festir
söng Heimis á filmu vinnur
Ómar að gerð þátta um byggðir
Vestur-Islendinga í Kanada fyrir
íslenska sjónvarpið.
Guðmundur sigraði á fyrsta
opna golfmótinu á árinu
„Sumar helgar eru svona“,
sagði Guðmundur Ragnars-
son kylfingur frá Sauðár-
króki, sem gerði sér lítið fyr-
ir og sigraði á fyrsta opna
golfmóti ársins, en það fór
fram í Leirunni á Reykja-
nesskaga um helgina. Keppt
var samkvæmt punktafyrir-
komulagi 7/8 forgjafar-
keppni. Guðmundur hlaut
39 punkta.
Tæplega 200 kylfingar tóku
þátt í mótinu, margir af bestu
golfspilurum landsins. Það
vorar óvenjusnemma hjá kylf-
ingum að þessu sinni og eru
félagar í Golfklúbbi Sauð-
árkróks þegar byrjaðir að spila
á Hlíðarendavelli.
□