Feykir


Feykir - 03.04.1996, Side 7

Feykir - 03.04.1996, Side 7
13/1996 FEYKIR7 Hver er maðurinn? í síðasta myndaþætti voru birtar myndir af fímm konum. A mynd nr. 114 em þær Theodóra Hallgrímsdóttir frá Hvammi í Vatnsdal (standandi) og Ragn- heiður Konráösdóttir á Hellu- landi (sitjandi). Þá er líklegt að mynd nr. 116 sé af Þorbjörgu Guðmundsdóttur frá Vatnskoti. Það var Þórunn Olafsdóttir á Hellulandi sem upplýsti okkur um þetta. Henni og öðrum sem höfðu samband em færðar bestu þakkir. í þessum myndaþætti birtast enn fjórar myndir af konum. Myndir 117 til 119 em teknar af Jóni Pálma ljósmyndara á Sauð- árkróki en mynd nr. 120 af Jóni J. Dahlmann á Akureyri. Mynd- imar vom í eigu Margrétar Kon- ráðsdóttur frá Ytri-Brekkum. Þeir sem vita af hverjum myndimar em hafi vinsamlegast samband við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga í síma 453 6640. Mynd nr. 117. Mynd nr. 118. Ókeypássmáor Til sölu! Til sölu Subaru Justy 12 sjálfskiptur, ekinn 7.800 km, árg. 1990. Upplýsingar í síma 453 5141 (Jóhann). Mjög góður bfll. Til sölu notaðir varahlutir í eldri gerðir af dráttarvélum og vöm- bílum. Einnig vagnefni, dekk og kerrur. Upplýsingar í síma 453 8055. Til sölu bamakerra og þríhjól. Upplýsingar í síma 453 5065. Til sölu hjónarúm með áföstum náttborðum, tekkspónn og svampdýnur. Upplýsingar í síma 453 5376. Kvíga til sölu, komin nálægt burði. Upplýsingar í síma 453 6502. Atvina óskast! 24 ára stúlka óskar eftir sumar- vinnu í sveit. Er vön fjósverkum, ráðskonustörfum og tamningum. Upplýsingar í síma 467 1053 eða 437 0102. Ýmislegt! Thailensk 32 ára kona óskar eítir að kynnast íslenskum karlmanni. Hún vill gjaman búa á Sauðárkróki eða nágrenni. Þeir sem hafa áhuga skrifi á ensku og sendi passamynd til: Kmawan Srilamtai, 126/8 BanNongpai, T. Nathrai, U. Pibunlag, 41130 Udom Thani, Thailand. Mynd nr. 119. Mynd nr. 120. Fasteign til sölu! Til sölu fimm herbergja einbýlishús á Sauðárkróki. Eigna- eða leiguskipti möguleg á húsnæði í Reykjavík. Upplýsingar í síma 453 5065. Skorin bíldekk, hentug í mottur undir hross, fást hjá Verslun Haraldar Aöalgötu 22 Sauóárkróki. Aðalkonsert Rökkurkórsins Aðalkonsert Rökkurkórsins var haldinn í Miðgarði á laugar- dagskvöldið iyrir fullu húsi. Val- geir Bjamason var kynnir og stóð sig vel. Sveinn Amason söngstjóri hneigði sig eftir hvert lag. Stöðugt hneigir Svenni sig og sínum dinglar tólum, en Valgeir ei bukkar og beygir sig Bjarnason á Hólum. í hléi hjá kómum skemmti m.a. danshópurinn E-Rotic frá Sauðárkróki, léttklæddar og fim- ar ungar stúlkur. Það sem ei á þeim var bert, það huldu grœnar tœjur. Mönnum þykir mikilsvert að mega horfa á svom pœjur. Það tmflaði mig við yrkingar að myrkur var í salnum og kannski var ég líka dálítið upp- tekinn af því að horfa á kórinn, en ég sat þannig að allur kven- vængurinn blasti við sjónum, en karlmenn sá ég bara ífá hlið. Svo var ég auðvitað að hlusta. Ekki get ég ort í myrkri, þá armað meira kemur til. Til að halda hugsun virkri hafa verður Ijós og yl. A sunnudagsmorguninn reyndi ég að rifja upp frammi- stöðu einsöngvaranna. Sigurlaug Maronsdóttir er einn af mínum uppáhalds söngvumm og alltaf gaman að heyra í henni. Andleg nœring er þaðfróm, endafœr hún þenmn dóm: Silfurtœran hefur hljóm hún og skæran líka róm. Hjalti Jóhannsson kom ífam á svið sem varamaður Jóhanns Más Jóhannssonar og stóð sig vel eftir atvikum. Hvað skyldu annars vera margir varamenn í þessum kór? Sumir lenda sínkt ífórnum, sístmá þeirri hugmynd gleyma, að margir sem æfi meður kórn- um megi sitja eftir heima. Eftir tónleika kórsins í Lauga- borg um daginn, ritaði Haukur Agústsson í dómi sínum í Degi, að Björn Sveinsson hafi skemmtilegan fullan bassa. Þegar óim tekur törn og tóm rómur gefur, meðfullan sómabassa Björn brúkað góminn hejur. Þegar Björn frétti af áður- nefndri umsögn Hauks, taldi hann að nær hefði verið að tala um timbraðan bassa. w m A m i áfe 4 Y f $ ■Æ* f 1 <1 W 17 | í f m. 1 ! HÉ 1 n * » 1 | K 1 JL i Ú a§, m w L _ 2 í 4S 1 ^ J JKj 1 rtr m SlL Við á því höfum trú, það engumfyrir sönnun, að bassinn séfiillur þó Björn sé edrú eða baritin af timburmönnum. Læt ég hér lokið umfjöllun um þennan konsert Rökkurkórs- ins og er þó margra verðugra að engu getið. A fimmtudag í fyrri viku vom aðrir tónleikar í Miðgarði, þar sem bæði Rökkurkórinn og Heimir komu fram, auk þess Friðbjöm G. Jónsson, sem var fmmkvöðull þeirra tónleika og Jónas Ingimundarson píanóleik- ari, sem m.a. lék fjórhent á flygilinn ásamt Agústu konu sinni. Áflygilinn var Ijúflega leikið vel. í það minnsta, allavega að ég tel. Þar gerðist einnig þetta. Sýslumaður settur var að sussa á fullan mann, sá var einn með ófrið þar, öllum leiddist haim. Þessir tónleikar voru til styrktar flygilkaupum í Miðgarði og vom á vegum Tónlistarfélags Skagafjarðar. Kynning á starf- semi þess og markmiðum er hugmynd að efni í Feyki, sem hér með er komið á ífamfæri. Jón H. Arnljótsson. Munið áskriftargjöldin! Þeir sem enn kunna að hafa í fórum sínum ógreidda gíró- seðla fyrir áskriftargjöldum em beðnir að greiða hið allra fyrsta. Þeim sem glatað hafa gíróseðli skal bent á að hægt er að millifæra áskriftargjaldið á reikning Feykis nr. 1660 í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.