Feykir - 03.04.1996, Side 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra
3. aprfl 1996, 13. tölublað 16. árgangur.
Auglýsing í Feyki fer víða!
Krakkarnir í 7. bekk Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki hafa að undanfórnu verið að safna í
ferðasjóð fyrir skólaferðalagið í vor. Á dögunum voru þau í því skyni að taka til í porti bygg-
ingavörudeildar kaupfélagsins á Eyrinni og þá var þessi mynd tekin.
Bygging íþróttahússins á Sauðárkróki:
Óákveðið hvort eða hvernig
verkið verður boðið út
Útlit fyrir sátt í
troðaramálinu
„Forsvarsmenn ungmennafé-
lagsins voru hræddir við að
ábyrgðir mundu falla á félagið
út af troðaranum en þeirri
óvissu verður eytt með því að
Skíðafelagið verði sjálfstætt fé-
lag. Þessi ótti var raunar
ástæðulaus þar sem Trausti
Sveinsson er í persónulegum
ábyrgðum fyrir þeim hluta
snjótroðarans sem ógreiddur
er“, segir Sveinn Traustason
formaður skíðadeildar Skíða-
felags Fljótamanna.
Líkur em á að deilan er reis
vegna snjótroðarakaupa Trausta
Sveinssonar á Bjamagili sé að fá
farsælan endi, en sem kunnugt er
voru forsvarsmenn Ungmenna-
félags Fljótamanna ósáttir við aö
Trausti notaði í kaupin fjórar
milljónir króna, sem þeir töldu
eign Ungmennafélagsins.
Á dögunum var haldinn sátta-
fundur og þar mættu tveir full-
trúar frá Ungmennafélagi Is-
lands, Sæmundur Runólfsson
framkvæmdastjóri og Þórir Jóns-
son formaður. Að sögn Sveins
Traustasonar kom fram á þeim
fundi að umræddir peningar sem
fóm í troðarakaupin hafi ótvírætt
verið í eigu skíðadeildar. Sú sátt
var gerð á fundinum milli stjóm-
ar ungmennafélagsins og skíða-
deildarinnar að skíðadeildin yrði
að nýju sjálfstætt félag, eða með
öðrum orðum að Skíðafélag
Fljótamanna verði endurvakið.
Það er þó undir félagsfúndi í
Ungmennafélagi Fljótamanna
komið hvort þessi sátt nær fram
að ganga, þar sem lög UMFI
kveða á um að samþykki félags-
fundar þurfi til að deild innan fé-
lags kljúfi sig úr með þessum
hætti, en Sveinn segist telja að
innan Ungmennafélags Fljóta-
manna sé vilji til að fara þessa
leið. „Þá getum við hjá Skíðafé-
laginu haldið óhindrað áfram
uppbyggingu skíðasvæðisins að
Bjamargili en þau mál em í góð-
um farvegi“, segir Sveinn.
Siglufjarðarbær krafinn um 50
milljónir vegna bæjarábyrgða
Bæjarstjórnarmenn á Sauð-
árkróki hafa undanfarið velt
því fyrir sér hvernig haga
skuli samningum og vali á
verktökum við byggingafram-
kvæmdir í bænum í sumar.
Þar er helsta framkvæmdin
stækkun íþróttahússins, en
áætlað er að sú bygging verði
gerð fokheld fyrir veturinn og
til þess varið um 50 milljónum
króna á fjárhagsáætlun. Ljóst
er að vilji er innan bæjar-
stjórnar Sauðárkróks að iðn-
aðarmenn í bænum vinni
þetta verk, enda voru meðal
röksemda meirihlutans að
ráðast í verkið nú í ár, að sár-
lega vantaði verkefni fyrir
iðnaðarmenn í bænum, þar
sem að engin stórverkefni
væri á döfinni.
Snorri Bjöm Sigurðsson bæj-
arstjóri sagði í samtali við blaðið
að útboðsgögn væru tilbúin og
ekki veitti af að fara að hcfjast
handa ætti íþróttahúsið að kom-
ast undir þak fyrir veturinn.
Bjöm Sigurbjömsson formaður
bæjarráðs sagði að menn væm
að skoða með hvaða hætti yrði
samið um verkið, hvort gengið
yrði til samninga við ákveóinn
verktaka, eða hvort beitt yrði
lokuðu útboði, til að tryggja það
að byggingaraðilar í bænum
ynnu verkið. Rætt hefði verið
við verktaka í bænum að undan-
fömu.
Málið virðist á viðkvæmu
stigi innan bæjarstjómar. Bæjar-
fulltrúar vilja lítið tjá sig um
það, en samkvæmt heimildum
blaðisins virðist mestur vilji inn-
an bæjarstjórnar að ganga til
samninga við Trésmiðjuna Borg,
en Borgin byggði íþróttahúsið á
sínum tíma. Það sé helst innan
raða sjálfstæðismanna í bæjar-
stjóm sem menn séu andsnúnir
þessu. Ljóst er að aðrir verktak-
ar í bænum vilja útboð, og einn
byggingarmeistari sagði í sam-
tali við Feyki ekki trúa því að
bærinn færi út á þessa braut.
Erfitt yrði fyrir bæjarstjómar-
menn aö verja þessa málsmeð-
ferð gangvart skattborgurunum
og með því væri skapað slæmt
fordæmi. „Mér vitanlega hafa
hingað til nýbyggingar á vegum
bæjarins verið boðnar úL Hér yrði
þá um stefnubreytingu að ræða ef
samið yrði við verktaka".
Nýlega hafa verið þingfest tvö
mál í Héraðsdómi Norður-
lands vestra á hendur Siglu-
fjarðarbæ vegna bæjar-
ábyrgða. Ríkisábyrgðasjóður
leggur fram kröfii upp á tæpar
25 milljónir vegna Dýpkunar-
félagsins og Búnaðarbankinn
krefur Siglufjarðarbæ um
sömu upphæð vegna láns er
Rarik og Miklilax tóku á sín-
um tíma, og bankinn telur bæ-
inn hafa ábyrgst. Falli báðar
þessar kröfúr á Siglufjarðar-
bæ er Ijóst að það yrði mikið
áfall fyrir bæjarsjóð, en alls
nema þær um 50 milljónum
króna.
I fyrmefnda málinu er það
skoðun forsvarsmanna ríkis-
ábyrgðasjóðs að Siglufjarðarbær
hafi veitt einfalda ábyrgð gagn-
vart ríkissjóði með ábyrgðarsam-
þykkt 27. febrúar 1988 á tveimur
lánum sem framkvæmdasjóður
íslands veitti Dýpkunarfélaginu
hf. Það félag var skráð á Siglu-
firði og er löngu orðið gjald-
þrota. Framkvæmdastjóri þess
var Jóhannes Lárusson og var
hann búsettur í Noregi síðast er
vitað var samkvæmt frétt Vió-
skiptablaðsins nýlega.
Krafa Búnaðarbankans snýst
um meinta ábyrgð sem ekki var
gengið ffá með formlegum hætti
árið 1987. Eins og kunnugt er
var Miklilax starfandi fyrirtæki í
Fljótahreppi og fyrir nokkm orð-
ið gjaldþrota. Þetta mál hefur
þvælst nokkuð í kerfinu og deilt
verið um hverjir væru ábyrgðar-
aðilar þessa láns sem Miklilax
tók. Þar blandast inn í bæði Fljóta-
hreppur og Rarik, en nú hefur
Búnaðarbankinn sem sagt gert
kröfu á Siglufjarðarbæ vegna
þessa.
Á fulltrúaráðsfundi Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga í
Borgamesi nýlega var samþykkt
ályktun sem fól í sér að heimildir
til bæjarábyrgða skuli fella út úr
sveitarstjómarlögum, og óskum
þar að lútandi beint til löggjaf-
ans. ,A.ð bæjarfélögum verði yf-
irhöfuð bannað aó veita bæjará-
byrgð. Eg er sammála því, það
get ég sagt“, segir Kristján Möll-
er forseti bæjarstjómar Siglu-
fjarðar.
BQKABÚÐ
BKYINtlARS