Feykir - 28.08.1996, Síða 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Um næstu mánaðamót eru tímamót í
þjónustu við ferðamenn á Sauðárkróki:
Enga gistingu að
fá í bænum í vetur
Fjórða ársþing SSNV fór fram á Löngumýri um helgina. Hér fylgjast íundarmenn af athygli með
umræðum um atvinnumál, sem voru á tlagskrá síðdegis á fostudag.
Vinnslustopp í Dögun
Um næstu mánaðamót eiga
sér stað tímamót varðandi
þjónustu við ferðamenn á
Sauðárkróki, en þá verður
enga hótelgistinu að fá í bæn-
um. Samkvæmt því sem sögu-
fróðir menn telja hefur slíkt
ekki gerst frá því Hótel Tinda-
stóll tók til starfa fyrir rúmri
öld, 1884, en þar áður hafði
reyndar Arni vert selt gistingu
með greiðasölu sinni. Guð-
mundur Tómasson eigandi
Hótels Torgs hefúr leigt Fjöl-
brautaskóla Norðurlands
vestra hótelið í vetur fyrir
heimavist. Guðmundur hefúr
rekið hótelgistingu í 20 ár
samfleytt á Sauðárkróki.
Þegar við vorum með heima-
vist Fjölbrautaskólans á leigu
um árabil, var sú krafa sett af
bænum að við rækjum heilsárs-
hótel. Þegar við síðan lentum í
erfiðleikum, greiðslustöövun,
var heimavistin tekin af okkur
og afhent öðrum aðila. Eg hygg
að sú krafa hafi einnig verið
gerð til þess aðila af hálfu bæjar-
ins að hann tryggði rekstur heils-
árshótels í bænum, en 9 ár hafa
liðið án þess að hann hafi ráðist í
hótelbyggingu", segir Guð-
mundur Tómasson hótelstjóri á
Hótel Mælifelli, en nokkur ár
em síðan gisting var lögð af í því
húsi, enda veitinga- og skemmti-
staður.
Guðmundur sagði einnig í
samtali við Feyki að bærinn hafi
ekki staðið við fyrirheit um nið-
urfellingu fasteignagjalds meðan
ekki væri starfandi annað hótel
að vetrinum. Þá sagði Guð-
mundur greinilega mismunun
bæjaryfirvalda koma fram í því
að margítrekað hafi Erlendur
Hansen óskað eftir lagfæringum
á Kaupangstorgi fyrir hönd ná-
granna við torgið, þeirri beiðni
hafi ekki verið sinnt, en bærinn
hafi hinsvegar bmgðist skjótt við
beiðni annarra aðila í grenndinni
um malbikun.
.T’að virðist vera lítill skiln-
ingur hjá bæjar- og sveitarstjóm-
um hvað það er mikils virði að
hafa heilsárshótel á stöðum eins
og Sauðárkróki og Varmahlíð.
En í Varmahlíð fór sveitarstjóm-
in í samkeppni við Asbjörgu eft-
ir að hún hafði byggt myndar-
legt hótel. Eg vil að lokum koma
á framfæri kæru þakklæti til
þeirra sem hafa stutt okkur um
árin, og ennfremur viljum við
þakka þeim fjölmörgu sem hafa
gist hjá okkur", sagði Guð-
mundur Tómasson.
Rækjuverksmiðjan Dögun á
Sauðárkróki er meðal fyrstu verk-
smiðja í landinu sem stöðvar
vinnslu vegna birgðasöfnunar og
mikils verðfalls á afurðum. Dögun
hætti að taka við hráefni fyrir helg-
ina og búist var við að vinnsla
stöðvaðist nú í vikubyrjun. Að
sögn Agústs Guðmundssonar
framkvæmdastjóra verður starfs-
fólki ekki sagt upp. Tíminn verð-
ur notaður til að ditta að húsum,
tækjum og skipi, en rækjuskip
verksmiðjunnar Haförn er nú
bundinn við bryggju og verður
það eitthvað á næstunni.
Agúst segir þægilegt fyrir Dög-
un að stoppa nú til að giynnka á
biigðum, þar sem að fyrirtækið sé
ekki með neina báta í viðskiptum
um þessar mundir og enn sé rúmur
mánuður í að innfjarðaveiði byrji,
samkvæmt hefðbundum tíma
þeirra. Vonir standi til að þá verði
farið að saxast á birgðimar.
Að sögn Ágústs hefur rækju-
verð lækkað um allt að 25% frá
áramótum, eftir að hafa verið
kannski full hátt síðustu mánuði
ársins og það líklega skaðað mark-
aðinn að mati Ágústs. Mest lækkar
verðið á minnstu rækjunni, en
verðlækkunin á stærstu rækjunni
er um 10%. Dögun vinnur einmitt
mikið af minnstu rækjunni - En
beinast ekki aógerðir vinnslanna
að miklu leyti að útgerðum bát-
anna sem veiða rækjuna?
„tað segir sig sjálft aö við get-
um ekki borgað sama hráefnisveiö
nú og fyrir ári síðan. Lækkaö af-
urðaveið kallar á lækkað hráefnis-
verð. Eg er samt hæfilega bjart-
sýnn. Meginástæðan fyrir þessum
mikla birgðavanda er sú að veiðar
hafa gengið óvenjuvel á hefð-
bundnum rækjumiðum fyrri hluta
þessa árs, auk þess sem mun meiri
rækja kemur af úthafssvæðum",
segir Ágúst.
Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri:
Hef áhyggjur af hótelmálum
„Það er engum aðila mismunað
í hótel- og veitingarekstri í
bænum. Sá eini sem hefúr feng-
ið niðurfellingu á fasteigna-
gjöldum er Guðmundur Tóm-
asson og það er vegna þess að
hann er sá eini sem hefur halt
rekstur heilsárshótels með
höndum. Hinsvegar hef ég
lengi haft áhyggjur af stöðu
hótelmála hér í bænum og veit
til þess að aðilar hafa bcinlínis
skiplagt sínar ferðir mcð það í
huga að þurfa ekki að gista
hérna í bænum. Einfaldlega
vegna þess að hér hefur ekki
verið í boði nægjanlega gott
gistirými“, segir Snorri Björn
Sigiu-ðsson bæjarstjóri.
Aðspurður sagði Snorri Bjöm
aó það væri rangt að Erlendur
Hansen hefði óskað eftir lagfær-
ingum á Kaupangstorgi og það
væri líka rangt að bærinn hefói
hlaupið upp til handa og fóta og
malbikað í nágrenninu vegna
óska aðila í veitingarekstrinum.
„Ástæóan fyrir því að við malbik-
uóum við Aðalgötu 16 b ( vió
Kaffi Krók, innsk. blm.), er sú að
við vomm að kaupa þar hús sem
við hyggjumst opna í safn næsta
vor. Ef við hefðum ekki malbikað
núna hefói það trúlega ekki kom-
ist í verk fyrir þann tíma“, sagði
Snorri Bjöm. Bæjarstjóri gat þess
einnig að það væri ekki og hefði
aldrei verió á valdi bæjarstjómar
aó leigja út heimavist Fjölbrauta-
skólans, það væri á valdi annarra
aðila.
An þess að orð bæjarstjóra séu
véfengd né oið annarra sem blaóa-
maóur hefur rætt við um málið,
skal þess getið að Erlendur Han-
sen staðfesti það við blaðamann
að hann hefði ítrekað óskað eftir
lagfæringum á Kaupangstorgi.
—ICTen?ill hp|—
Aðcdgötu 24 Skr. sími 453 5519, bílas. 853 1419, fax 453 6019
Almenn verktakaþjónusta
Frysti- og kœliþjónusta
Bíla- og skiparafmagn
Véla- og verkfœraþjónusta
bílaverkstæði
Sími 453 5141
Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 453 6140
Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði
Réttingar Sprautun