Feykir


Feykir - 28.08.1996, Blaðsíða 6

Feykir - 28.08.1996, Blaðsíða 6
6FEYKIR 27/1996 Heilir og sælir lesendur góöir. Það mun hafa verið Karl Kristjánsson alþingismaður sem orti svo eftir að hafa litast um í strætisvagni sem var troðfull- ur af farþegum. Auðlegðin er ekki smá og ekki smiðurinn gleyminn sem lœtur sérstœtt andlit á alla sem koma í heiminn. Onnur vísa kemur hér eftir Karl sem gerð er við svipaðar aðstæður. Oft kemur ellin að gagni, ógeðfellt samt það er, stúlka í strœtisvagni stóð upp í dag fyrir mér. Ólafur Gunnarsson í Borgamesi, áður á Borgum í Hrútafirði, er höfundur að næstu vísu. Var tilefhi það að hann sat til borðs með ungum manni sem hafði sett sér það markmið að drekka þorskalýsi til að veiða sterkur. Eitthvað mun hafa geng- ið hægt að nota sér hressinguna, eftir vísu Ólafs að dæma. Áfram virðist gcefan greið gildum lýsiskappa. Er nú kominn alla leið ofan fyrir tappa. Þegar Ólafur bjó á Borgum gerðist það eitt sinn að blað frá Oddsstöðum barst honum ásamt öðrum pósti. Þegar Ólafur sendi blaðið til síns heima fylgdi með eft- irfarandi vísa. Pósthúsfólki fipaðist, fráleitt þó til baga. Blaðið kom að Borgum fyrst og beið hér nokkra daga. ÞegarÞorsteinn Jónasson áOddsstöð- um fékk þessa kveðju kvittaði hann fyrir meó eftirfarandi vísu. Leit ég stöku, lund varð glöð léttust mínar sorgir. Vildi óska að öll mín blöð œttu leið um Borgir. Mikið hefur verið að gerast í móta- haldi hestamanna á sumrinu. Þykir sýnt að Léttisfélagar á Akureyri ætla sér stór- an hlut úr því að þeir hyggjast leggja und- ir sig landið og miðin. Jóni í Skollagróf varð þessi staka í munni, þegar ffam kom í sjónvaipsffétt fýrr í sumar að til stæði að halda kappreiðar norður í Grímsey. Fylgdi með að viðstaddir ættu að skrá nöfn sín á merarhúð. Létt á bárum flýturfley, frétta teygist nári. Kappreiðar á Kolbeinsey kannski verða að ári. Lengi hefur það viljað loða við starfs- lið fjölmiðla að því verði stundum fóta- skortur á tungunni þegar mikið liggur við að segja frá hinum ýmsu tíðindum. Dag- bjartur Dagbjartsson á Refsstöðum hefur orðið áheyrandi að einhverju slíku þegar eftirfarandi limra varð til. Stundum heyri ég merkilegt málfar hjá mönnum sem hugsa eins og álfar þessir fjölmiðlamenn erufjallhressir enn en tala eins og bölvaðir bjálfar. Einhverju sinni er Dagbjartur kom inn þar sem kveikt var á útvarpi, heyrði hann þulinn segja eitthvað á þá leið, að sótt hafi verið um sex! Mun fréttin reyndar hafa verið af félagsskap sem sótthafði um sex sjónvarpsrásir. Þar sem Dagbjartur heyrði ekki alla frettina fór hann að velta fyrir sér efni hennar og komst að eftirfarandi nið- urstöðu. Stöðugt okkar vandi vex, en vonum samt það besta. Nú eiga menn að sœkja um sex til siðanefndar presta. Sagt er að ónefndur prestur hafi gert næstu vísu og mun tilefni hennar hafa verið að kona nokkur sótti stíft eftir nán- ari kynnum við prest. Um veikleika holdsins hefég grun hjá þér blessuð frúin, en eitt er víst að ekki mun andinn reiðubúinn. Erfitt mun hafa verið að fá á vasapel- ann þegar Asgeir Jónsson orti svo. Um almátt drottins allt ber vott, undrast ég það hálfur, en mikið á hann guð minn gott að geta skapað sjáljur. Þrátt fyrir að nú sér farið að halla sumri kemur hér vísa sem gerð er í byrj- un þeirrar þráðu árstíðar. Höfundur er Guðríður Brynjólfsdóttir frá Gilsbakka í Skagafirði. Upp til heiða fuglinnflaug, fagnar vori jörðin. Það er í mér einhver taug enn við Skagafjörðinn. Ekki verður fleira rifjað upp að sinni, en lesendur beðnir eins og stundum áður að gauka að undirrituðum vísum sem tengjast þeim tíma sem nú fer í hönd. Veriði sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Ungir kyifingar á Sauðár- króki orðnirþeir bestu Ungir kylfingar úr Golfklúbbi Sauð- árkróks náðu um helgina frábærum árangri í sveitakeppni Golfsambands Islands. Drengjasveitin 14 ára og yngri varð Islandsmeistari í keppni sem fram fór á Selfossi og piltar 15-18 ára og stúlkur 18 ára og yngri kræktu sér í bronsverðiaun í sínum flokkum í keppni sem fram fór á Hellu. Þetta er annað árið í röð sem Golf- klúbbur Sauðárkróks nær Islandsmeist- aratitli í flokki drengja 14 ára og yngri. Sveitin sem vann í fyrra er nú komin í eldri flokkinn, en þrátt fyrir ungan aldur stóðu strákamir sig frábærlega vel að ná þriðja sætinu í keppni við alla sterkustu golfklúbba landsins. Sömu sögu er að segja um frammistöðu stúlknanna, en síðast en ekki síst skal þess getið aö 14 ára og yngri sveitin hjá strákunum vann keppnina meó yfirburðum. Urslitin vom þegar ljós fyrir síðasta hring. Þessi árangur ungra kylfinga frá Sauðárkróki sýnir að þeir eru komnir í allra fremstu röð og eru þegar á heildina er litið trúlega með efnilegasta fólkið á landinu í dag. Oflugt unglingastarf Golf- klúbbs Sauðárkróks síðustu árin, undir sjórn Ama Jónssonar golfkennara, er þegar farið að skila sér. Stúlknasveit GSS sem vann bronsverðlaun. Talið frá vinstri: Svanborg Guð- jónsdóttir liðsstjóri, Halla Erlendsdóttir, Margrét Halla Hallsdóttir, Sigríður Viggósdóttir, Sesselía Barðdal, Eygló Óttarsdóttir og Ami Jónsson þjálfari. íslandsmeistarnir í flokki 14 ára og yngri. Talið frá vinstri: Guðmundur Víðir, Kjartan Ómarsson, Einar Haukur, Ami Már og Guðmundur Guðmundsson liðs- stjóri. Piltasveitin sem sigraði á síðasta ári og varð nú í 3. sæti í flokki 15-18 ára. Talið frá vinstri: Einar Einarsson liðsstjóri, Guðmundur I. Einarsson, Sigurður G. Jónsson, Örvar Jónsson og Gunnlaugur Erlendsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.