Feykir


Feykir - 28.08.1996, Side 5

Feykir - 28.08.1996, Side 5
27/1996 FEYKIR5 Skraf nokkurra manna leiddi til ESB- verkefnis: Athugun gerð á möguleikum fyrir- tækja í kjördæminu til nýsköpunar Samstarfshópur sem lætur sig varða úrbætur í atvinnumál- um í kjördæminu fékk nýlega staðfestingu á því að Evrópu- sambandið hefði samþykkt styrkveitingu vegna verkefna sem hópurinn hefur ýtt úr vör og beinast m.a. að athugunum á stoðkerfum atvinnulífsins, sem nýta megi til tæknilegrar framþróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu. Með stoðkerf- um atvinnulífs, er m.a. átt við þá þekkingu sem fyrir er á svæðinu, s.s. þeirri er fyrir- tækin geta sótt til mennta- og rannsóknarstofnana, atvinnu- þróunafélaga og Byggðastofh- unar. Lögð er áhersla á að byggja á þeim grunni sem fyr- ir er í fyrirtækjunum á svæð- inu og t.d. kannaður mögu- leiki á samstarfi þeirra á ýms- um sviðum, s.s. markaðssetn- ingu. Verkefnin eru sam- kvæmt þeim ramma sem ESB setur og telst til svokallaðra RITTS-verke&ia. Sigurður Tómas Björgvins- son starfsmaður kynningarmið- stöðvar Evrópurannsókna greindi frá þessu í erindi um at- vinnumál á ársþingi SSNV á Löngumýri um helgina. Hann sagði kveikjuna að verkefninu þá að nokkrir menn hefðu sest niður á sl. hausti í þeim tilgangi að velta fyrir sér áhugaverðum verkefnum í atvinnulífinu, sem hlotið gætu stuðning Evrópu- sambandsins. Þessir menn vom: Guðmundur Öm Ingólfsson ffá Máka hf, en það fyrirtæki hefur verið í fréttum vegna Evrópu- verkefhis sem hlotið hefur mjög háan styrk og góða einkunn hjá Evrópusambandinu, Sigurður Tómas starfsmaður kynningar- miðstöðvarinnar, Jón Magnús- son starfsmaður Byggðastofn- unar og Baldur Valgeirsson hjá Iðnþróunarfélagi Norðurlandi vestra. A sama tíma voru menn á Suðurlandi að undirbúa verk- efni sem þeir kalla Suðurland 2000, stefnumótunarverkefni í atvinnumálum þar. Þá var einnig hópur að störfum á Norð- urlandi eystra. Gerð úttekt á Norðurlandi vestra og Suðurlandi „Skemmst er ífá því að segja að hópurinn hér og á Suðurlandi unnu sína heimavinnu, skiluðu inn-þeim gögnum sem þurfti til að koma inn umsókn í tæka tíð. Þeir á Norðurlandi eystra gerðu það ekki og sátu eftir. I dag lítur verkefhið þannig út aö gera á út- tekt á þessum svæðum, Norður- landi vestra og Suðurlandi. Sigurður Tómas Björgvins- son, starfsmaður kynningar- miðstöðvar Evrópurannsókna. Ljóst er að athugunin mun að einhverju leit beinast að öðrum landshlutum, þar með talið Reykjavík“, sagði Sigurður Tómas. Umsóknin var send í desem- ber og verkefnin samþykkt í febrúar. I kjölfarið var stofnaóur vinnuhópur á Norðurlandi vestra. Hann er skipaður auk þeirra er fyrr eru taldin Bjama Þór Einarssyni og Bimi Valdi- marssyni tfá SSNV og Kristjáni Bimi Garðarssyni starfsmanni Iðntæknistofnunar á Akureyri. Sigurður Tómas segir að vilji sé til að stækka þennan starfshóp, fá t.d. til liðs við hann fulltrúa menntastothana á svæðinu. Framlag Evrópusambandsins til íslenska verkefnisins er um 15 milljónir króna og er reiknað með jafhháu mótffamlagi þeirra aðila er koma að verkefninu á íslandi. Sigurður Tómas segir að það verði að mestu í formi vinnu og starfsaðstöðu þeirra aðila er vinna að verkefninu hér á landi, en að litlu leyti í formi peninga. Verkefnisstjórn verður í höndum heimamanna, en verk- efnið gerir ráð fyrir að ráónir verði erlendir ráðgjafar og hefur verið leitað til þriggja virtra ráð- gjafaskrifstofa í Evrópu. Irskrar stofu sem hefur m.a. mikla reynslu á sviði landbúnaðar, hollenskrar sem er ætlað að sjá um fræðilega hluta verkefnisins og ítalskrar sem hefur sérhæft sig á sviði smáfyrirtækja. I máli Sigurðar Tómasar Björgvinssonar kom fram að forvinna við verkefnin væri haf- in. Veg og vanda að þeirri vinnu hefði Öm Daníel Jónsson. Farið hefði verið í flest fyrirtæki kjör- dæmisins með ítarlegan spum- ingalista. Þar hefði verið spurt um fjölda starfsmanna, aldur þeirra, menntun og starfs- reynslu, auk veltu og afkomu fyrirtækjanna, framleiðslu, markaðssetningu, helstu sam- keppnisaðila og fleira. Jón Guðmundsson. Fékk oft nóg af staglinu „Ég var oft þreyttur að hlusta á þetta stagl, en ég hef haft mjög gaman af því að sitja hérna í dag“, sagði Jón Guómundsson fyrrverandi sveitarstjóri á Hofs- ósi, en hann var heiðursgestur á fjórða þingi SSNV á Löngumýri um helgina. Jón hefur setið meira og minna á þingum sem þessum frá 1970 er hann sat sitt fyrsta fjóróungsþing, en í nokkur skipti rákust fjórðungsþingin á Stéttarsambandsfundina, sem Jón sat samfleytt um árabil. Jón Guðmundsson þurfti að láta af starfi sveitarstjóra á Hofs- ósi fyrir rúmu ári vegna heilsu- brests. Jón veiktist alvarlega af völdum heilablóófalls en virðist óðum vera að ná sér. Batinn er t.d. orðinn það mikill að nú kemst Jón allra sinna ferða á bíl. Merkileg gjöf afkomenda Claessens kaupmanns til skjalasafns Skagfirðinga Nú á dögunum fékk Héraðs- skjalasafh Skagfirðinga að gjöf bréfasafn og ljósmyndir Val- gards Claessens kaupmanns á Sauðárkróki og síðar landsfé- hirðis. Bréfin eru tæplega 300 talsins en myndirnar rúmlega 200. Dóttursonur Valgards Claessens, Valgard Briem lög- fræðingur, afhenti gjöfina fyr- ir hönd afkomenda Valgards. Nokkuð er síðan að Lúðvík Gizurarson lögfræðingur tjáói skjalavörðum að bréfasafn Val- gards Claessens væri til og varð- veitt hjá afkomendum hans. Þeg- ar var haft samband við Valgarð Briem lögfræðing og reyndist auðsótt að fá bréfin á safnið. Valgard Claessen fæddist 9. október 1850 í Kaupmannahöfn. Hann ólst upp hjá foreldrum sín- um en réðst til verslunarstarfa hjá Christian Thaae, sem átti m.a. verslun á Hofsósi. Til Hofs- Valgard Claessen kaup- maður á Sauðárkróki. óss kom Valgard á hans vegum aðeins 21 árs gamall. Fáum árum síðar færði hann sig um set, til Grafaróss, þar sem hann tók við stjóm verslunar Ludvigs Popps. Valgard stjómaði Popp- verslun til ársins 1885, en stofh- aði þá eigin verslun, sem hann rak til ársins 1904 er hann flutti til Reykjavíkur og geiðist lands- féhirðir. í Reykjavík andaðist hann árið 1918. Valgard Claessen var mikil- hæfur maður og má segja að fáum framfaramálum hafi verið hreyft á Sauðárkróki án þess hann tæki þátt í þeim. Sem dæmi má nefha, var hann einn af stofn- endum Sparisjóðs Sauðárkróks og formaður hans um tíma. Hann var fyrsti formaður Leikfé- lags Sauðárkróks og fyrsti leið- beinandi þess. Hann var einn af aðal hvatamönnum þess að byggð var kirkja á Sauðárkróki, sá lengi um fjármál hennar og var safnaðarfulltrúi um skeið. Hann var stofnandi Verslunar- mannafélags Skagafjarðar og Claessen verslun, þar sem nú er hús Erlendar Hansen og áður var „teppabúð kaupfélagins“. Húnavatnssýslu og starfaði í nefnd sem stofnaði Sýslubóka- safn Skagfirðinga. Þá var Val- gard drifkraftur og stjómarmaður í Ræðuklúbb Sauðárkróks, sem vann að ýmsum ffamfaramálum á Króknum. Þó ótrúlegt megi virðast þá er þetta aóeins ágrip af störfum hans á Sauðárkróki. Reynsla hans og þekking, sérstaklega í fjármálum, var Sauðkrækingum afar mikilvæg og nutu þeir henn- ar í ríkum mæli. Valgard var þekktur að heiðarleika og sögðu menn aö vilyrði hans væri betra en loforð hjá flestum öðmm. Bréfasafn Valgards Claessens nær frá 1867 til 1885. Flest bréf- anna em frá fjölskyldu Valgards í Danmörku, og em mörg hver afar ítarleg. I bréfunum er ýmiss fróðleikur falinn, m.a. um lífið í Skagafirði fyrir síðustu aldamót. Þama má fá mynd af lífshlaupi manns sem flutti komungur til Islands frá fjölskyldu sinni og vinum, en varð brátt fullgildur þátttakandi í íslensku samfélagi. Myndimar eru margar hverjar ómetanlegar og voru fæstar þeirra til í Héraðsskjalasafninu

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.