Feykir - 28.08.1996, Side 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra
21. ágúst 1996, 26. tölublað 16. árgangur.
Auglýsing í Feyki fer víða!
Það komast allir í Gengið
unglingaklúbb Landsbankans
Sláðu til og komdu í Gengið
Pottþéttur klúbbur!
JW Landsbanki
Sími 453 5353 MÁ Banki allra landsmanna
í sumar hafa staðið yfir talsverðar ffamkvæmdir í Aðalgöt-
unni á Sauðárkróki. Lögð hefur verið ný upphituð gangstétt
austanmegin götu og skipt um ljósastaura. Nýja lýsingin þykir
einkar glæsileg og setur skemmtilegan svip á götuna. Þá var fyr-
ir afmælishátíðina í sumar malbikuð gangbraut meðffam Eyrar-
veginum út á Eyrina, þannig að nú er leiðin orðin mjög greið
fyrir gangandi, hjólandi og hlaupandi vegfarendur á Eyrina. Að
margra áliti eiga bæjaryfirvöld skilið prik fyrir þessa framtaks-
semi á afmælisári.
Auk þessa má ncfna að í sumar var gerð ný hellulögð gang-
stétt í Skógargötu, gangstéttir í iðnaðarhverfi, og sett nýtt slitlag
á Sæmundarhlíð svo eitthvað sé nefnt.
Vaktirnar styttar
hjá Særúnu
„Yið höfum dregið úr vinnsl-
unni, stytt vaktirnar, og ætlum
síðan að taka ákvörðun um
framhaldiö eftir 2-3 vikur. Við
eigum enn talsvert af frosnu
hráefni þó ísfiskskipin hafi
verið við bryggju í ágústmán-
uði“, segir Kári Snorrason hjá
rækjuvinnslunni Særúnu á
Blönduósi.
Gissur hvíti og Ingimundur
gamli hafa ekki verið að veiðum
undanfarið. Gissur fer á veiðar
upp úr mánaðamótum, en Ingi-
mundur verður við bryggju
áfram. Frystiskipið Nökkvi hef-
ur haldið sínu striki, enda verð-
fallið verið minna á Japansrækj-
unni, eða um 10%.
Að sögn Kára vinna um 40
manns í vinnslunni. Unnið hefur
verið á 9 tíma vöktum en þær
verða nú styttar um 1-2 tíma.
Aöspuróur um fyrirhugaðar
byggingarframkvæmdir hjá
Særúnu sagði Kári að enn væri
verið að teikna, en vonir stæðu
til að samþykktar teikningar
lægju fyrir í haust, eins og að var
stefhL „Þaó er þó hugsanlegt að
byggingaframkvæmdir hefjist
ekki fyrr en að vori“, sagði Kári
Snorrason.
100 ár liðin frá því Steingrímur
bóndi lét byggja Silfrastaðakirkju
Sl. sunnudag var haldið upp á
100 ára afmæli Silfrastaða-
kirkju með hátíðarmessu og
dagskrá. I»að var Steingrímur
Jónsson bóndi á Silfrastöðum
sem lét byggja kirkjuna á sín-
um tíma og var hún vígð 12.
júlí 1896. Silfrastaðakirkja er
áttstrend og ásamt Auðkúlu-
kirkju einu guðshús landsins
sem þannig eru í laginu. Hún
er byggð eins og fleiri kirkjur á
þessu svæði af Þorsteini Sig-
urðssyni frá Sauðárkróki, sem
kallaður var kirkjusmiður, en
hann sigldi til Danmerkur til
að fúllnuma sig í iðninni.
Sr. Dalla Þórðardóttir sá um
hátíðarguðsþjónustuna á Silfra-
stöðum sl. sunnudag, organisti
var Sveinn Amar Sæmundsson
og Kirkjukór Silfrastaða-, Mikla-
bæjar- og Flugumýrarkirkju
söng. Þá söng Sveinn Amar Sæ-
mundsson við undirleik Margrét-
ar Óladóttur. Guðmundur L.
Friöfinnsson rithöfundur á Egilsá
flutti ágrip úr sögu kirkjunnar og
Helga Kristjánsdóttir á Silfra-
stöðum var heiðmð. Henni var
veitt viðurkenning frá söfnuði
Silfrastaðasóknar fyrir mikla vel-
vild og þrotlaust starf í þágu
kirkju og safnaðar. Þá vom flutt-
ar stemmur eftir Hjörleif Krist-
insson frá Gilsbakka og athöfnin
endaði á almennum söng.
Guðmundur L. Friðfinnsson
rakti í erindi sínu ítarlega sögu
kirkjanna beggja á Silfrastöðum,
þeirrar er nú stendur og forvera
hennar. Eiga Silfrastaðakirkjur
sér mjög merkilega sögu.
Jafnframt því að láta byggja
nýja kirkju á Silfrastöðum lét
Steingrímur bóndi rífa þá gömlu
sem staðið hafði í um 90 ár.
Gömlu kirkjuna, sem var úr torfi
meó timburstöfnum, lét Stein-
grímur endurbyggja sem bað-
stofu syðst húsa á Silfrastöðum
og var þessi baðstofa á Silfra-
stöóum með mun meiri lofthæð
og rýmri en baðstofúr gerðust í
sýslunni. Má segja að hún haft
verið á tveimur hæðum, því her-
bergi voru vió báða stafna og brú
á milli. Komu þessi rúmu húsa-
kynni sér vel á Silfrastöðum, þar
sem þar var mjög gestkvæmt og
bærinn í alfaraleið.
En þar með var saga gömlu
kirkjunnar á Silfrastöðum ekki
öll. Síðar var Arbæjarkirkja í
Reykjavík byggð upp úr kirkju-
baðstofunni á Silfrastöðum,
þannig að segja má að saga
gömlu kirkjunnar á Silfrastöð-
um, í sínum hlutverkaskiptum,
sé einstök.
Silfrastaðakirkja var bænda-
kirkja og í eigu Silfrastaðabænda
fram til ársins 1958 aö Jóhannes
Láms Jóhannesson bóndi á Silfra-
stöðum gaf söfhuðinum kiikjuna.
Velheppnað þing SSNV
Björn Sigurbjörnsson endurkjörinn formaður
í stjórn SSNV voru kosnir,
Björn Sigurbjörnsson endur-
kjörinn formaður til tveggja
ára og aðrir í stjórn, Björn
Valdimarsson Siglufirði, Ingi-
björg Ilafstað Vík, Ágúst
Bragason Blönduósi og Valur
Gunnarsson. Ágúst er nýr mað-
ur í stjóm, kom inn í stað Magn-
úsar B. Jónssonar á Skaga-
strönd sem gaf ckki kost á sér
til áframhaldandi stjómarsetu.
„Þetta er búið að vera ágætt
þing. Það er Ld. alltaf forvitnilegt
að fylgjast meö þegar atvinnumál
ber á góma“, sagði Bjöm Magn-
ússon frá Hólabaki í Sveinsstaða-
hreppi að loknu þingi SSNV á
Löngumýri. Bjöm sagði að eðli-
lega velti fólk í sveitum mikió
fyrir sér úrræðum í atvinnumál-
um, enda hefði mikil skerðing
orðið á framleiðslurétti og atvinnu
í sveitum mörg undanfarin ár.
Greinilegt var að fundarmenn
höfðu misjafnan áhuga á því sem
gerðist á þinginu, atvinnumálinog
umræður sem spunnust vegna á-
lyktana nefnda lífguðu upp á sam-
kunduna, en menn tóku að lygna
Nafni Björns Sigurbjörns-
sonar, Magnússon fulltrúi
Sveinsstaðahrepps.
augum þegar Evrópumálin bar á
góma í erindi Sigurðar Tómasar
Björgvinssonar og síðan hjá Finni
Ingólfssyni iðnaðarráðherra á
laugardagsmorgun. Hinsvegar
snarlifnaði þingið er Páll Péturs-
son félagsmálaráðherra sté í
pontu, enda byrjaði Páll sína ræðu
á léttu nótunum.
Kanadamaður
til Tindastóls
Kanadískur miðherji hefur
gengiö til liðs við úrvalsdeildar-
lið Tindastóls í körfubolta. Hann
heitir Joseph Ogoms 32ja ára að
aldri 1,98 á hæð og rúmlega 100
kíló. Ogoms, sem kemur til
Sauðárkróks á næstu dögum,
hefur leikið í landsliði Kanada
og þykir mjög sterkur leikmað-
ur. Honum er ætlað, ásamt
ungum og efnilegum nýliðum
hjá Tindastóli, að fara langt með
að fylla skarð þeirra Hinriks
Gunnarssonar sem er genginn til
liðs við KR og Péturs Guð-
mundssonar sem hefur snúið á
ný til Grindavíkur.
Gæóaframköllun
BÓKABtHD
BKYKtlARS