Feykir - 30.10.1996, Síða 3
36/1996 FEYKIR3
„Við reynum alltaf
að standa fyrir ein-
hverju um helgar"
segir formaður Nemendafélags FÁS
Þrátt fyrir að sumri sé tekið
mjög að halla þegar komið er
fram í byrjun septembermán-
aðar, og því fylgji gjarnan ein-
hver doði í sálartetrinu, lifnar
ævinlega yfir bæjarlífinu á
Króknum á þessum tíma. Þá
flykkjast nemendur fjöl-
brautaskólans til bæjarins.
I»að bregður alltaf fyrir mörg-
um nýjum andlitum hvert
haust Fyrstu vikurnar er svo-
kallað „útstáelsi“ nemenda
talsvert, þegar nýnemar eru að
kynnast innbyrðis og blandast
í hóp þeirra eldri. Krókurinn
tekur á þessum tíma á sig brag
stórbæja og sjálfsagt finnst
mörgum bæjarbúanum að
þessi tími sé eilítil framlenging
á blómskrúð sumarsins. En
fljótlega tekur alvaran við hjá
nemendum fyölbrautaskólans,
auk námsins, þarf að skipu-
leggja félagsstarfið í skólanum.
„Það verður þónokkuð að
gerast hjá okkur í Nemendafé-
laginu í vetur. Við reynum ævin-
lega að standa fyrir einhverju
þær helgar sem ekki eru heim-
ferðahelgar, þ.e. aðra hverja
helgi. Um daginn fómm við td.
suður í leikhúsferð, sáum Stone
Free í Borgarleikhúsinu. Það var
ákailega skemmtileg og vel-
heppnuð ferð. Um næstu helgi
verðum við svo með heilmikla
tónleika með SSSól. Þeir verða á
mánudagskvöldið, órafmagnað-
ir, og við skorum á sem allra
flesta bæjarbúa að mæta. Síðan
er þónokkuð um klúbbstarfsemi
hjá okkur, heilmikill hópur sem
stendur að útvarpinu, og þá má
geta þess að mikið starf er í kór
skólans, þó aó hann tengist ekki
starfsemi Nemendafélagsins“,
segir Kristín Rannveig Snorra-
dóttir formaður NFÁS.
Þetta er fyrsta ár Kristínar í
stjóm félagsins, eins og reyndar
annarra meðlima í stjóminni.
„Það er gott samstarf hjá okkur
og við gerum hlutina mikið í
sameiningu. Sem formaður þarf
ég síðan að hafa yfimmsjón með
starfinu og vera talsmaður fé-
lagsins út á vió“.
Stjóm NFÁS, frá vinstri: Viðar Einarsson gjaldkeri, Emma Sif Björnsdóttir ritari, Elva Björk
Kjartansdóttir formaður íþróttaráðs, Kristín Rannveig Snorradóttir formaður, Gunnar Búason
útvarpsstjóri og Elva Hrönn Friðriksdóttir formaður skemmtinefiidar. Asta Kristín Reynisdóttir
ritstjóri Molduxa var veik þegar myndin var tekin.
En hvemig er að fá fólk til
starfa?
„Það er héma eins og víða í
þjóðfélaginu, að það finnst öllum
sjálfsagt að hlutimir séu gerðir,
en það ert þú en ekki ég sem á að
framkvæma þá. Það er óskap-
lega leiðinlegt að þurfa að ganga
á milli fólks, eins og í haust til að
reyna að fá það til starfa. Það er
alltof lítiö um að fólk gefi sig
fram til starfa og sýni frum-
kvæði. Samt hefur okkur tekist
núna að lífga við klúbbstarfsemi
sem hefúr legið í láginni í nokk-
ur ár. Þar er ég að tala um mál-
fúndafélagið sem var lífgað við í
haust. Annars fór félagsstarfiö
hægt af stað núna, en við verð-
um örugglega öflugri eftir ára-
mótin. Þá er alltaf meira að ger-
ast í félagsstarfinu, það er reynsl-
an“.
Hvers vegna er það?
, Ja, þá em td. framundan árs-
hátíðin og Opnu dagamir. Þetta
er hápunkturinn í skólastarfinu á
hverjum vetri og vekjur jafnan
nemendur til dáða. Síðustu Opnu
dagar voru t.d. ákaflega vel
heppnaðir, skipulag dagskrár
mjög gott, og ég held að það hafi
verið samdóma álit nemenda og
kennara, að Opnu dagarnir í
fyrra hafi verið skólanum til
sóma. Við ætlum að feta í þau
fótspor og steína að því að hafa
Opnu dagana í vetur síst lakari
en í fyrra. Þá eigum við líka von
á Menntaskólanum á Laugavami
í heimsókn eftir áramótin. Við
reynum ávallt að rækta samskipti
við aðra skóla“, sagði Kristín
Rannveig að endingu.
Engann langar til að
skoða skítugt land
Á dögunum fóru nemendur og
kennarar Barnaskóla Staóar-
hrepps í Hrútafirði í vettvangsferð
á Heggsstaðanes. Skólabílar óku
börnunum áleiðis en síðan var
gengið um fjörur á nesinu. Nem-
endur söfnuðu rekavióarspýtum
og steinum, en auk þess var í fjör-
unni ógrynni af rusli af ólíkleg-
asta toga. Meðal þess sem fannst
var „notað“ jólatré og tóku bömin
sig til og „skreyttu tréó“ með msl-
inu. Mest var af alls kyns msli er
tengdist útgerö, s.s. net, netakúlur
og fiskkassar, en einnig msl meó
annan uppmna, t.d. bmnasmyrsl
og skór.
Að þessari vettvangsferð lok-
inni vilja nemendur Bamaskóla
Staðarhrepps koma þeirri áskomn
til Islendinga að muna að hreint
land er fagurt land. Það hefur
enginn áhuga á að skoða skítugt
land. (Landið/Mbl. 26. okL)
Almennur
félagsfundur
í Fram
veróur haldinn í Ströndinni, Sæmundargötu 7 A,
fimmtudaginn 31. október kl. 20,30.
Dagskrá:
1. Kjaramál, staóa og horfur.
2. Kosning samninganefndar skv. lögum.
3. Onnur mál.
Stjórn Vlf. Fram
DHL-deildin
Tindastóll — ÍR
í Síkinu fimmtudagskvöld kl. 20,00.
Afmœlisárið á Króknum
- Guðrún frá Lundi
Á þessu ári eru lióin 50 ár frá útkomu fyrstu bókar Guórúnar frá Lundi.
Af því tilefni býöur afmælisnefnd Sauöárkróks til dagskrár um
Sauóárkróksrithöfundinn, Guórúnu frá Lundi í Bifröst
laugardaginn 2. nóvember kl. 15,30.
Bókmenntafræóingarnir Sigurrós Erlingsdóttir, Valdimar
Gunnarsson og Marín Guörún Hrafnsdóttir (barnabarnabarn
Guórúnar) fjalla um skáldkonuna. Nokkrir Króksarar rifja upp
minningar tengdar Guðrúnu og leiklesið veróur úr verkum
hennar.
Bækur höfundarins til sýnis.
Kaffi og meðlæti til sölu.
Aðgangur óskeypis - Allir velkomnir!
Afmælisnefnd Sauöárkróks.