Feykir - 30.10.1996, Blaðsíða 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra
30. október 1996, 36. tölublað 16. árgangur.
Auglýsing í Feyki fer víða!
Það komast allir í Gengið
unglingaklúbb Landsbankans
Sláóu til og komdu í Gengið
Pottþéttur klúbbur!
jr Landsbanki
Sími 453 5353 MÁ Banki allra landsmanna
Dansað af
hjartans lyst
Fyrir helgina stóð 10. bekkur Gagnfræða-
skóla Sauðárkróks fyrir sínu árlega maraþoni,
en ágóöi þess rennur eins og jaftian í sjóð fyrir
skólaferöalagiö aö vori. Að þessu sinni voru
gömlu dansamir dansaðir og prjónað. Maraþon-
ið hófst klukkan 10 á fimmtudagsmorgun og
stóð til hádegis á föstudag, og það var dansað og
prjónað allan tímann. Þegar ljósmyndari Feykis
leit inn í félagsmiðstöðina á fimmtudaginn var
greinilegt að krakkamir höfðu mjög gaman af
gömlu dönsunum og vom fljót að finna sporin
og taktinn.
Það var í nógu að snúast í kringum maraþon-
ið hjá krökkunum og foreldrar þeirra hjálpuðu
einnig til. A fimmtudagskvöld var boðið upp á
súrsætan svínakjötspottrétt með hrísgrjónum og
snittubrauði og vom fjölmargir bæjarbúar sem
nýttu sér það kostaboð sem þar var á feróinni.
„Slysahætta eykst gífurlega
við aukinn hraða"
segir Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn vegna tillögu
sex þingmanna um hækkun leyfilegs ökuhraða
„Ég er talsmaöur þess að öku-
hraða verði haldið sem mest
niðri. Ég á fastlega von á að ef
leyfður hámarkshraði verði
hækkaður muni ökuhraðinn
aukast að sama skapi. Slysa-
hættan eykst gífurlega við auk-
inn hraða. Þú verður að gá að
því að við hvern kílómeter sem
þú ferð yfir hundraðið, eykst al-
varleiki óhappsins eða slyssins ef
eitthvað ber út af hjá þér“, segir
Björn Mikaelsson yfirlögreglu-
þjónn á Sauðárkróki vegna til-
lögu um breytingar á umferða-
lögum, sem lögð heíúr verið íyr-
ir Alþingi af Hjálmari Jónssyni,
Vilhjálmi Egilssyni og fjórum
öðrum þingmönnum. Tillagan
gerir ráð fyrir að hækka leyfi-
legan hámarkshraða á þjóðveg-
um með bundnu slitlagi úr 90
kílómetrum í 110 kílómetra.
Bjöm segist viss um að þeir
sam aki að jafnaði á 110 kílómetra
hraða í dag þeir hækki hraða sinn
um 10-20 kílómetra á klukku-
stund. Sú viðleitni að nota leyfðan
ökuhraða sem viðmiðun, en ekki
sem reglu, virðist vera mjög al-
geng hjá fólki. „Síðan náttúrlega
bjóða þessir mjóu vegir okkar með
gulri línu í miðjunni ekkert upp á
svona hraðan akstur. Þaó má ekk-
ert út af bera þá ertu alveg í vindin-
um“, segir yfirlögregluþjónninn á
Sauðárkróki. Sýslumaóur Hún-
vetninga, Kjartan Þorbjamarson, er
sömu skoöunar, en um árabil hafa
hlutlallslega flestir ökumenn verið
gripnir fyrir oihraðan akstur í hans
umdæmi.
Flutningsmenn tillögunnar auk
þcirra Hjálmars og Vilhjálms eru
þau Sif Friðleifsdóttir, Einar Kr.
Guðfinnsson, Arni Johnsen og
Gunnlaugur M. Sigmundsson.
í greinargerð með fmmvarpinu
segir m.a. að vegakerfi landsins
hafi tekið stakkaskiptum til hins
betra síðustu 10-15 árin. A sama
tíma hafi aksturseiginleikum og ör-
yggisbúnaði fólksbifreióa sífellt
fleygt ifam. Sú almenna hraöatak-
mörkun sem umferðarlögin setja
við akstur á bundnu slitlagi, þ.e. 90
km/klst sé bam síns tíma og ekki
lengurraunhæf viðmiðun.
„Lög em sett úl að farið sé eftir
þeim. Þaó slævir réttarvitund al-
mennings ef í gildi eru lög sem
nær óframkvæmanlegt er fyrir lög-
gæsluna aó framfylgja", segir
einnig í greinargerðinni með tillög-
unni.
Starfsemi Vöku
haldið áfram
Nokkur óvissa hefur ríkt um
skeið varðandi ffamtíð sauma-
stofunnar Vöku á Sauðár-
króki. Nú er ljóst að rekstri
saumastofunnar verður haldið
áfram. Knútur Aadnegaard
stjórnarformaður fyrirtækis-
ins segir það hafa tryggt sér
framtíðarhúsnæði í sama húsi
og það hefur starfað í um
langt skeið, að Borgarflöt 1, en
mun minnka við sig um helm-
ing í húsnæði. Gert er ráð fyr-
ir því að Vaka kaupi þann
hluta hússins af Erlendi Han-
sen.
Að sögn Knúts Aadnegaard
er engu aó síður reiknað meó að
starfsemin verói svipuð og verið
hefur og stefnt að því að bæta
viö fólki frekar en hitt. Undan-
farið hafa um 15 konur unnið í
Vöku, en margar þeirra eru í
hálfsdagsstörfum. Reksturinn
hefur gengió erfiólega síðustu
misserin, einkum vegna þess að
markaðir erlendis hafa brugðist.
A síðasta ári var rúmlega 10
milljón króna tap á rekstrinum.
Knútur segir að heldur hafi verið
að glæðast með sölumálin síð-
ustu mánuðina og menn séu til-
tölulega bjartsýnir meö fram-
haldið. Ákveðnar hugmyndir
liggja nú íyrir varðandi sölumál-
in sem unnið er að um þessar
mundir og menn binda ákveðnar
vonir við.
Sérteekar aðgerðir
koma ekki til greina
vegna lakrar afkomu í bolfiskvinnslunni
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra teiur að lausn þess
vanda sem Fiskiðjan og mörg
önnur fyrirtæki í Iandinu eigi
við að stríða vegna lakrar af-
komu í bolfiskvinnslu, verði
ekki leystur með sértækum að-
gerðum stjórnvalda, Ld. aukn-
ingu á kvóta. „Lausnin hlýtur
að felast í aðgerðum fyrirtækj-
anna sjálfra“, sagði sjávarút-
vegsráðherra á fundi sem at-
vinnumálanefnd Sauðárkróks
efndi til sl. fostudag.
Ráðherrann var þama aó svara
fyrirspum Tryggva Jónssonar for-
manns fiskvinnsludeildar Verka-
lýðsfélagsins Fram og Magnúsar
Sigurjónssonar framkvæmda-
stjóra héraðsnefndar sem spurói,
hvort mögulegt væri að fyrirsjá-
anleg aukning í þorskafla, komi
til ráóstöfunar hjá sveitarfélögum
eða landshlutasamtökum, svo
tryggja megi betur fiskvinnslu í
dreifbýlinu.
„Aðalatriðió er aó það eru
skilyrði í okkar þjóðfélagi fyrir
því að fyrirtækin komist af og ég
sé teikn þess að þau muni smám
saman fikra sig áfram til full-
vinnslu afurða. Ég tel að stjóm-
völd hafi tryggt almenn rekstrar-
skilyrði fyrirtækjanna og raun-
gengi á íslenskri framleiðslu sé
mjög hagstætt um þessar mund-
irí\ sagði Þorsteinn Pálsson.
Vilhjálmur Egilsson alþingis-
maður greindi frá fundi ráðherra
og þingmanna Sjálfstæðisflokks-
ins í kjördæminu með forsvars-
mönnum Fiskiðjunnar þá um
morguninn. Sagði Vilhjálmur að
sér litist vel á áform stjómenda
fyrirtækisins og hafa fulla trú á
því að þeir næðu að vinna sig út
úr þeim vanda sem við blasti.
„Mér sýnist menn ætla að bretta
upp ermar og það er tvennt ólíkt
núna og fyrir ári síðan hvað menn
eru að hugsa og tala“, sagói Vil-
hjálmur.
Gæóaframköllun
BÓKABtJÐ
BRYKLIARS