Feykir


Feykir - 30.10.1996, Blaðsíða 4

Feykir - 30.10.1996, Blaðsíða 4
4FEYKIR 36/1996 „Hún hlýtur að hafa skilið óvenjulega vel það fólk sem hún kynntist um dagana" Var sagt um Guðrúnu frá Lundi, vegna magnaðra persónulýsinga þessa vinsæla höfundar Um þessar mundir eru um 50 ár liðin frá því fyrsta skáldsaga Guðrúnar frá Lundi kom út á prenti. Þaö er vel við hæfi að afmælisnefnd Sauðárkróks gangist fyrir veglegri dagskrá um þennan vinsæla höfund nk. laugardag í Bifröst. Þótt tæp 20 ár séu síóan síðasta bók Guðrúnar kom úr, eru bækur hennar ennþá mjög mikiö lesnar, ekki bara af eldra fólki, heldur því yngra líka, og eflaust er Guðrún enn efst á lista höfunda varðandi útlán bókasafna. Um árabil hefur hún þar skotið frægum spennusagna- og ástarsagnahöfundum ref fyrir rass. Bókmenntafræöingar munu fjalla um bækur Guórúnar í Bifröst nk. laugardag og sitthvað verður til skemmtunar. Séra Helgi Konráósson skrifaói fyrir mörgum árum ritgerð um Guðrúnu frá Lundi, er birtist sem formáli bókarinnar Stíföar fjaðrir. Þaó sama gerói einnig Þorsteinn M. Jónsson rithöfundur þegar sagan Gulnuó blöö kom út. I greininni hér á eftir eru teknir bútar úr þessum tveimur ritgerðum. Ariö 1946 gaf Isafoldarprentsmiðja út fyrsta bindi af skáldsögunni DALALÍF eftir Guðrúnu frá Lundi. Þetta var fyrsta bók sem út kom á prenti eftir hana og fáir vissu þá hver hún var. En sagan seldist mjög vel og var lesin af mörgum sem biðu með eftirvæntingu eftir framhaldi hennar. Saga þessi varð alls fimm bindi og lauk útgáfu hennar árið 1951. Var hún þá orðin lengsta skáldsaga, sem út hafði komið eftir íslenskan höfund og jafn- framt metsölubók á íslenskum bóka- markaði. Frá því fyrsta bindi Dalalífs kom út, sendi Guðrún jafnan frá sér eina bók á ári og alls urðu þær 27 talsins, sú síðasta kom út 1973. Flestar bækur hennar vom lesmálsdrjúgar og um árabil var Guðrún mikilvirkasti rithöfundur þjóðarinnar. Bækur hennar runnu út og að auki vom þær og em enn mjög eftirsóttar á bóka- söfnum. Oft hafa bækur hennar verið þar í efsta sæti hvað útlán varðar og meira lesnar af löndum okkar vestan hafs en nokkur annar íslenskur höfundur. Meðan Dalalíf var að koma út munu fæstir lesendur þess hafa vitað nokkuð um höfundinn, né undirbúning eða að- stöðu til bókmenntastarfa. Þó mun hafa spurst út að Guðrún ffá Lundi væri sama kona og Guðrún Amadóttir frá Mallandi, sem væri öldmð og óskólagengin bónda- kona, er fyrir fáum ámm hafði flust til Sauðárkróks. (Þ.M.J.) Ólst upp í Stíflunni Upp af Austur-Fljótum gengur Stífl- an, undurfögur sveit, fjöllum girt á þrjá vegu en lokuð til hafsins af háum hólum. Lundur er einn af ffemstu bæjunum aust- anmegin. Þar fæddist Guðrún þann 3. júní 1887. Þar bjuggu þá foreldrar henn- ar, hjónin Ami Magnússon og Baldvina Ásgrímsdóttir, bæði ættuð úr Fljótum og hjá þeim ólst Guðrún upp í stómm glað- væmm systkinahópi; urðu þau systkini alls 11, og níu komust til fúllorðinsára. Þau Ami og Baldvina munu hafa ver- ið fremur fátæk enda hlóðst á þau ómegð. Bemskuheimili Guðrúnar ein- kenndi auðvitað starf, iðjusemi og guð- rækni, eins og flest heimili íslensku þjóð- arinnar á liðnum öldum. Foreldramir unnu og bömin unnu jafnharðan sem þau gátu eitthvað gert. Baldvina móðir Guð- rúnar var orðlögð atgerviskona og Ami dugnaðarmaður. Þrátt fyrir mikla vinnu heimilisföður- ins gaf hann sér jafnan tíma til að tala við börnin sín. Hann var bókhneigður og fróður og sagði bömunum sögur í rökkr- inu. Vom það einkum íslendingasögur, riddarasögur og þjóðsögur. Rímur vom lesnar og lærðar, engu síður en kver og biblíusögur. Fylgst með mannaferðum Guórún hefur sagt mér frá bemsku- heimili sínu að Lundi. Bömum nú á dög- um mundi ekki finnast að þar hafi verið margt til skemmtunar. En það sem nú mundi þykja smávægilegir atburðir varð þá að stómm viðburðum. Lambarekstur- inn á vorin, berjaferðir á summm, réttar- dagurinn, skíðabmn á vetmm. Kirkju- ferðir skópu stóra hátíðardaga. Fátt olli þó meiri tilbreytni og fögnuði en gesta- komur. Sæist maður á ferð, var þess beð- ið með óþreyju, hvort hann kæmi við eða ekki. Einn af stórviðburðum þessara ára var þegar bóksali kom, víst alla leið frá Ak- ureyri. Hann var stóran poka á baki. Bömin stóðu álengdar í mikilli lotningu, þegar hann tók að raða bókunum á rúmið hjá sér. Þá var Guðrún orðin læs og þekkti unað þess aó fá nýja bók. Helst hefði hún viljað eignast allar bækumar sem bóksalinn var með, en peningaráð heimilisins leyfðu ekki mikil útgjöld. Loks var þó ein bók keypt. Það vom rím- ur. Lundur í Stíflu, bernskuslóðir skáldkonunnar. Mynd/Hjalti Pálsson. Nokkru síðar kom faðir Guðrúnar með tvær bækur með sér utan úr Siglu- firði. Þær vom skáldsagan Aðalsteinn og ljóðasafnið Snót. Það var mikill viðbuiður. Byrjað að semja sögur Þegar Guðrún var 11 ára gömul, flutt- ust foreldrar hennar inn að Enni á Höfða- strönd. Þar er víðsýni mikil og fögur, bæði til lands og sjávar. Þar var stór bær, þiljaður innan í hólf og gólf, enda gamalt sýslumannssetur. Guðrún var allt í einu komin inn í víðsýnið, sem hún hafði heyrt um í sögum og frásögnum góðra gesta. En sjóndeildarhringurinn stækkaði einnig á annan veg. Kennari var tekinn á heimilið. Hann kenndi bömunum reikning, skrift og rétt- ritun. Guðrún lærði að skrifa. Það hafði hún ekki kunnað áður. Nú varð líka auð- veldara að ná í bækur, því að lestrarfélag var í sveitinni og átti það nokkum bóka- kost. Skammt frá Enni er kirkjustaðurinn að Hofi. Þar var stór og falleg kirkja og þar var meira að segja leikið á orgel við messugerðir. Litlu lengra í burtu var verslunarstaðurinn Hofsós, mikill staður, með einum fimm hátimbmðum íbúðar- húsum. Einhver mesti kostur þess staðar var þó sá, aó þar var hægt að fá keyptan pappír. Það kom sér vel fyrir Guðrúnu, því strax þegar hún var búin að læra að skrifa, byrjaði hún að semja sögur. Þetta var auðvitað leyndarmál sem vel var geymt. Þó komst heimiliskennarinn ein- hvertíma að þessu. Þá var Guðrún komin um fermingu. Hann las sögu sem hinn ungi rithöfundur hafði skrifað, hrósaði henni og hvatti höfundinn til að leggja ekki árar í bát. Þetta vom fyrstu drögin að Dalalífi. Bemsku- og æskuminningar höfundarins vom ofhar inn í frásögnina, sveitalífmu lýst eins og það var um síð- ustu aldamót. Guðrún átti heima í Enni í fimm ár, en fluttist svo þaðan með foreldrum sínum að Ketu á Skaga og ári síðar að Mallandi, næsta bæ við Ketu. „Eg var þar fjögur ár sem heimasæta og skrifaði mikið“, sagði hún við mig, „og var tvítug er ég fór úr foreldrahúsum. Eg var búin að ráðgera með sjálfri mér að reyna að læra eitthvað meira en það, sem þurfti til að komast í kristinna manna tölu, en svo var ferming- in kölluð í þá daga, en það varð lítið úr því“. Dalalíf komst undan brunanum Úr forcldrahúsum lá leið heimasæt- unnar fram í Skagafjörð í kaupavinnu, síðan í vetrarvist vestur að Þverárdal í Húnavatnssýslu. Þar kynntist hún ungum manni, er Jón hét Þorfinnsson. Þau felldu hugi saman og settu upp hringana sumar- ið eftir. „Það var um líkt leyti að ég tók mest allt handritadraslið og brenndi það“, sagði Guðrún. „Líklega hef ég rennt grun í að framtíðin myndi krefjast einhvers annars af mér en að sitja við skriftiL. Dalalíf komst undan brennunni. Það var löngu síðar tekið fram á ný, aukið og endurbætt og loks gefið út. (Helgi Konr.) Þau Guðrún og Jón Þorfinnsson gift- ust þann 11. apríl 1910. Þau eignuðust þrjú böm, tvo syni og eina dóttur. Guð- rún og Jón byrjuðu búskap á fjórðungs- hluta af Þverárdal, bjuggu síðan í nokkur ár á Valabjörgum, litlu koti fram undir óbyggðum, en fluttust svo að Ytra- Mallandi á Skaga. Þar bjuggu þau í 17 ár. Jón var smiður og stundaði mikið vinnu utan heimilis. Þá var Guðrún löngum ein heima með bömin og sá um búskapinn. Séra Helgi segir í grein sinni, að satt að segja haldi hann að Guðrún hafi aldrei verið mikil búkona, þótt hún væri dýra- vinur og ötul til vinnu, eins og hún á kyn til. Svo mikið er víst að hún var ekki mikil fjármálamaður. Og Helgi heldur áfram: Annað var og sem truflaði búsýsluna. Það vom alls konar ósýnilegar aukaper- sónur sífellt að flækjast í kringum hana og lifðu mikla og sögulega atburði í bæn-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.