Feykir - 30.10.1996, Qupperneq 5
36/1996 5
Guðrún Árnadóttir frá Lundi.
um hjá henni og mótuðu sögu-
efni í huga hennar. Loks stóðst
hún ekki mátið og tók að „stela
sér stund á hverjum degi“, eins
og hún orðar það, og settist við
skriftir. Fór þetta þó svo dult að
fáir vissu. En þannig urðu til
drög að þeim sögum, sem nú
hafa gert Guðrúnu frá Lundi
þjóðkunna.
Flutt á Krókinn
Árið 1939 fluttist Guðrún til
Sauðárkróks með manni sínum.
Þá gafst henni loks gott næði til
að sinna þessu áleitna hugðar-
efni sínu. Hún bókstaflega sett-
ist við að skrifa. Elja hennar má
heita frábær, ekki hvað síst þeg-
ar tekið er til þess, að á þessum
aldri fara flestir að draga af sér í
störfum.
Loks áræddi hún aó senda
handrit, og sendi það þó raunar
ekki. Frændi hennar bróðurson-
ur kom í heimsókn. Hann tók
handritið með sér suður. Guð-
rún hefur sagt mér að ýmsum
útgefendum hafí verið sýnt það,
en þeir ekki viljað gefa bókina
út. Gunnar Einarsson, þáverandi
forstjóri Isafoldarprentsmiðju,
varð loks til þess að gefa bókina
út. Mun hann ekki hafa þurft að
iðrast þess. (Helgi Konr.)
En hvaö er það í sögum
Guðrúnar frá Lundi sem hefur
gert hana jafn vinsæla og raun
ber vitni?
Hún skrifar gott mál, tilgerð-
arlaust með öllu. Henni virðist
vera meðfædd óvenjuleg frá-
sagnarlist og frásagnargleði.
Hún virðist jafnan hafa óþrjót-
anlegt efni úr daglegu lífi
manna. Hún þarf ekki að seilast
eftir neinum reyfaraatburðum til
þess að halda hugum lesenda
föstum við efni sögunnar.
Hversdaglegir atburðir verða í
frásögn hennar sögulegir og
skemmtilegir, gæddir lífi og lit-
um og halda hugum lesenda
föstum við efnið. En hversdags-
lífið er líka margbreytilegt. Þar
segir frá ýmsum vinnubrögð-
um, s.s. að spinna á rokk og
kemba ull, vinna á túni, ganga
við lambær, fara í kaupstað, slá
og raka, mjólka ær og kýr. Þá
em heimiliseijur og rígur á milli
bæja, samdráttur karla og
kvenna, ástir og vonbrigði, vin-
átta og hatur sögulegir atburðir.
Ljós og skuggar, líf og dauði er
samtvinnað alls konar smærri
og stærri atburðum í lífi manna.
Allir menn eiga sína sögu, jafh-
vel athyglisverða, ef sá sem
söguna segir, skilur hið sér-
kennilega í sálarlífi og fari
sögupersónunnar. Þann skilning
sýnist Guðrún frá Lundi hafa í
ríkum mæli.
En sterkasti þátturinn í skáld-
sögum Guðrúnar em mannlýs-
ingamar. Þar fastast henni sjald-
an. Hún hlýtur að hafa skilið
óvenjulega vel það fólk, sem
hún hefur kynnst um dagana.
Annars hefði hún ekki getað
gert sögupersónur sínar eins
eðlilegar og þær em.
Einstaka menn hafa sett það
út á sögur Guðrúnar, hve oft
hún skýrði frá kaffihitun og
kaffidrykkju. En þar sem kaffi
hefur um langan aldur verið
þjóðardrykkur Islendinga hefði
vantað talsvert í þjóðlífslýsingar
Guðrúnar ef hún hefði sleppt að
geta um kaffið. (Þ.M J.)
Farskólinn skorinn
af á fjárlögum
í fjárlagafmmvarpi sem nú
liggur fyrir Alþingi er ekki gert
ráð fyrir framlagi til Farskóla
Norðurlands vestra, til greiðslu
launa forstöðumanns skólans,
sem er hálf staða. Jón F. Hjartar-
son skólameistari Fjölbrautaskól-
ans gagnrýndi þetta harðlega á
fundi sem atvinnumálanefnd
Sauðárkóks hélt sl. föstudag. Jón
sagði námsframboð Farskólans
hafa styrkt starfsemi fyrirtækj-
anna á svæðinu, þangað hefðu
starfsmenn þeirra getað sótt sína
fræðslu. Og yrði þetta raunin að
framlag til Farskólans yrði skert,
væri um leið verið að veikja
möguleika atvinnulífs á svæðinu
til aö eflast.
,J>aö er svo margt gert núna
af hálfu stjómvalda sem veikir
landsbyggðina“, sagði Jón og
benti á að aðstaða fólks hér um
slóóir til að afla sér viðbótar-
menntunar eða endurmenntunar
væri mun verri en t.d. á höfuð-
borgarsvæðinu. Hér væri t.d.
ekki tómstundaskóli eða stjóm-
unarskóli. Jón sagðist undrast
þaó að með einni ákvörðun væri
hægt að kippa fótum undan starf-
semi eins og Farskólans, sem
ekki stæði í samkeppni við
neinn. „Það eina sem við sækj-
umst eftir er að þjóna fólkinu hér
á svæðinu“, sagði Jón Hjartar-
son.
□
Eins mikið var aldrei
sagt um ekki neitt
Atvinnumálanefnd Sauðár-
króks hélt fund með Þorsteini
Pálssyni sjávarútvegsráðherra
um daginn og þaö er þakkarvert.
Þess er ekki að vænta að á
svona fundi fáist svör við þeim
spumingum sem á okkur brenna
vegna atvinnuástandsins í
Skagafirði þessa dagana, enda
var umfjöllun Þorsteins og
flokksbræðra hans, Hjálmars og
Vilhjálms, almennt spjall um
sjávarútveg og fiskvinnslu og
heldur yfirborðskennt snakk,
sem allir höfðu heyrt áður.
Eg held að kvótakerfið vilji
flestir una til stjórnunar fisk-
veiða, svo ekki er vænlegt að
breyta út af því, að minnsta kosti
get ég ekki fundið betri kosti,
sem friður fengist um. Þar með
er ég alls ekki að halda því fram
aö þetta sé fúllkomiö, síður en
svo. Eg held þvert á móti að
ástæða sé til að reyna að breyta
og bæta kvótakerfið, raunar ætti
slík endurskoðun að vera til um-
ræðu í öllu þjóófélaginu, alla
daga.
Á þetta þykir mér skorta og
raunar ekki nýtt hjá okkur, aö
stjómendur trúi því aó þeir hafi
leyst lífsgátuna endanlega, slík
trú er bæði hættuleg og svo
heimskuleg aó það er Alþingi
ekki sæmandi.
Á þessum fundi talaði Magn-
ús Sigurjónsson um þau vanda-
mál sem hér væru og spurði síð-
an: Er ekki möguleiki á því að
sú aukning sem nú er fyrirsjáan-
leg í þorskafla, komi til ráðstöf-
unar hjá sveitarfélögum eóa
landshlutasamtökum, svo
tryggja megi betur fiskvinnslu í
dreifbýlinu?
Þetta þótti mér góð spuming
og vonaði að hún yrði að
minnsta kosti rædd, þó svo að
svar við henni fengist ekki þama
á staðnum. Sjávarútvegsráð-
herra og þingmenn fóru hina
vanalegu leið sem notuð hefur
verið frá örófi alda, þegar menn
hvorki vilja eða geta svaraó, þeir
vom einhuga um að grjóthalda
kjafti.
Þessvegna ítreka ég spum-
inguna!! Þennan möguleika á að
ræða. Það er vænlegra en að
hver éti eftir öðmm gömlu tugg-
una um aó fyrirtækin verði að
bera sig og skila arði, annars fari
allt til fjandans.
Það gleymist í allri þeirri um-
ræðu að þeir sem fá úthlutað
kvóta, fái heimildina skilvrðis-
laust og á sama tíma er öllum
öðrum bannað að veiða fisk,
samt er hér um lífsafkomu þjóð-
arinnar að ræða.
Ef pólitíkusar vilia ekki ræða
þetta mál, em þeir ekki á réttum
staö í tilvemnni sem þingmenn.
Ef þeir geta ekki velt þessu fyrir
sér er tilvera þeirra sem þing-
manna tímaskekkja.
Ekki var skrifuð fundargerð á
þessum fundi, en ég reyndi að
draga saman mína skoðun á um-
ræðunum, hún er þessi:
Ósköp geta þeir á sig lagt,
svona yfirleitt.
Eins mikið var aldrei sagt,
um ekki neitt.
Hilmir Jóhannesson.
Lóðaeigendur athugið!
Hér með er óskaö eftir því við lóóaeigendur í bænum að
þeir klippi tré- og runnagróóur sem vex út yfir gangstéttir og
hindrar eólilega umferð um þær.
Verói þessu ekki sinnt mun klipping verða framkvæmd á
kostnað lóðareigenda.
Byggingarfulltrúi.
sprengitilboö á föstudag
Skagfirðingabúö