Feykir - 30.10.1996, Page 7
36/1996 FEYKIR 7
Harpa Steinarsdóttir
Sauðárkróki
fædd 7.12. 1976, dáin 19.10. 1996
Mig langar að minnast
frænku minnar Hörpu sem lést
af slysförum þann 19. október.
Harpa var alltaf svo hlý. Það
geislaði svo mikil gleði og
hamingja frá henni aó maður
komst alltaf í gott skap þegar
við hittumst.
Ég spyr sjálfan mig aftur og
aftur, af hverju er svona ungt
fólk í blóma lífsins tekið frá
okkur. Margar góðar minningar
á ég um Hörpu og ég hefði vilj-
að eiga fleiri, en slysin gera
ekki boð á undan sér.
Harpa flutti suður í ágúst-
mánuði á þessu ári, um svipað
leyti og ég fór norður, en ég
hitti hana síðast í september í
Hagkaupi þar sem hún var að
vinna. Þá sagði hún einmitt við
mig hvað hún hlakkaði til að sjá
bamið mitt þegar það kæmi í
heiminn, en Hörpu er örugglega
ætlað eitthvað annaó þarna
hinum megin. Það var gott að
eiga Hörpu sem frænku. Eg
mun lengi sakna hennar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
viðskilnaður, viðkvœm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margs er að þakka.
Guði sé loffyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gakk þú með guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt.
(V. Briem).
Elísabet Stefánsdóttir.
Til sölu
Haugsuga Kemper 4000 lítra,
árgerð 1986,
Bens vörubíll, palllaus, til nióurrifs.
✓
Oskað er tilboða fyrir 7. nóvember.
Upplýsingar gefur Öm í síma 455
4400 eða 455 4414.
Fiskiðjan Skagfírðingur hf.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar dóttur okkar, systur, mágkonu og
frænku
Hörpu Steinarsdóttur
Birkihlíð 7, Sauðárkróki
Steinar Skarphéðinsson Guðmunda Kristjánsdóttir
Helga Steinarsdóttir Tryggvi Ó. Tryggvason
Hafdís H. Steinarsdóttir Höróur Þórarinsson
Hlín Steinarsdóttir Jósef Kristjánsson
og systradætur.
Elsku Harpa frænka. Mig
langar að kveðja þig meó þess-
um örfáu orðum.
Ég þakka fyrir aö fá að
kynnast þér, þó það hafi ekki
verið svo mikið. Það var alltaf
svo gaman að hitta þig í búðinni
þar sem þú vannst. Þú varst
alltaf svo góð við mig og alltaf
þegar við hittumst kleipst þú í
kinnina mína og brostir. Við
gleymum þér aldrei. Ég bið guð
og alla englana að varðveita
þig-
Þín Ólöf Rún.
Ókeypássmáor
Til sölu!
Til sölu rafmagnsgítar, Morris,
Fender útgáfan. Taska íylgir. Upp-
lýsingar í síma 453 6618.
Til sölu tvö bamarúm, sem hægt
er að breyta úr rimlarúmi í venju-
legt rúm, stærð 140x70 sm.
Upplýsingar í síma 453 5911.
Til sölu notaðar jámklæddar lama-
hurðir. Hentugar fyrir geymslu
eða hlöðu. Gatmál em 3x3 og
2,15x2,50 metrar. Upplýsingar í
síma 453 7350.
Hlutir óskast!
Óska eftir að kaupa gott notað
reiðhjól. Hafið samband í síma
453 453 7331.
Húsnæði!
Til leigu þriggja herbergja íbúð.
Upplýsingar í síma 453 6665.
Fóðursíld!
Til sölu á Síldaminjasafninu á Siglufirði.
Upplýsingar í síma 467 1604 á safninu
eða í 467 1389 á kvöldin.
Afmælisár á Króknum
— Gyróir Elíasson —
Dagskrá um Sauðárkróksrithöfundinn Gyrði Elíasson veröur í
Kaffi Krók þriðjudaginn 5. nóvember kl. 20,00.
Geirlaugur Magnússon skáld fjallar um Gyrði og lesió verður úr
verkum hans.
Allir velkomnir!
Afmælisnefnd Sauðárkróks.
Umfelgun Umfelgun Umfelgun
Mikiö úrval af nýjum og sóluðum
fólksbílahjólböröum
Jeppadekk og felgur í úrvali
Umfelgun og jafnvægisstillling áj
staðnum
Góð verð og greiðsluskilmálar
Muniö löggildingu og ísetningu ökurita
Bifreiðaverkstæði
Sauðárkróki
Sími 455 4570