Feykir


Feykir - 22.01.1997, Page 8

Feykir - 22.01.1997, Page 8
I 22.janúar, 3. tölublað, 17. árgangur Sterkur auglýsingamiðill KJÖRBÓK L Landsbanki w Yfirburða bók Óbundin Hentar öllum Islands S: 453 5353 Banki allra landsmanna Bára Jónsdóttir með fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingardeildinni á Sauðárkróki 18. janúar. Fæðingardeildin á Sauðárkróki Fyrsta barn ársins lét bíða eftir sér Saumastofan á Hofsósi Nýir aðilar að rekstrinum Um næstu mánaðamót munu nýir aðilar taka við rekstri saumastofunnar á Hofsósi. Svanhildur Guð- jónsdóttir er að hætta vegna aldurs, en nýtt hlutafélag, sem hefur verið stofnað um reksturinn, mun taka við. Það eru bræðurnir frá Þrastarstöðum, Þórhallur, Sigurður og Valgeir Þor- valdssynir, sem eru forvígis- menn nýja hlutafélagsins og hyggjast þeir fá fleiri aðila í lið með sér. Tæki og húsnæði saumastofunnar verður á- fram í eigu Kaupfélags Skagfírðinga. Sem kunnugt er hefur ís- lenski fáninn verið saumaður á Hofsósi og framleiðsla hans verið eitt helsta verkefni saumastofunnar. Að sögn Val- geirs Þorvaldssonar verður fáninn saumaður þar áfram og þess freistað að stækka mark- aðinn enn frekar. „Við vitum um talsverðan markað vestan hafs og ættu tengsl okkar í gegnum Vesturfarasetrið að nýtast þar vel. Þá er vitað um markað á Norðurlöndum fyrir fánann. Síðan er ætlunin að svipast um og sjá til hvort við getum ekki orðið okkur úti um fleiri verkefni til að byggja starfsemina á og ef okkur tekst það verður áreiðanlega ekki vandræði með að fá gott fólk til að vinna fyrir okkur“, sagði Valgeir. Þess má geta að Sigurður bróðir Valgeirs hefur búið í Noregi um árabil og starfrækt þar sölufyrirtæki, sem m.a. hefur sinnt mikið sölu á ís- lenskum vörum. Vonir standa til að það gæti hjálpað til varð- andi markaðsetningu íslenska fánans og annarrar framleiðslu saumastofunnar á Hofsósi í framtíðinni. Hjá Saumastofunni á Hofs- ósi hafa síðustu fimm árin, eða frá því Svanhildur Guðjóns- dóttir tók við rekstrinum af KS, starfað að jafnaði þrjár mann- eskjur, en fyrir þann tíma störfuðu um árabil 6-7 manns við saumaskap á Hofsósi. Löngumýrarbændur fengu cignarnámsbætur vcgna línustæða Ilæstiréttur hækkaði bætumar Það varð aldeilis bið eftir fyrsta barni ársins á fæðing- ardeildinni á Sauðárkróki. Það fæddist ekki fyrr en sl. laugardag, 18. janúar. Það var stúlka 15 merkur og 54 sm sem fæddist þeim Báru Jóns- dóttur og Sigurbirni Björns- syni Sauðárkróki. Birgitta Pálsdóttir ljósmóðir segir að ljóst sé að ef gangurinn í fæðingunum verði ekki meiri þetta árið verði fjölgunin ekki mikil. Reyndar hefur eitt barn fæðst það sem af er árinu for- eldrum frá Sauðárkróki, en það fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Það var 9. janúar sem Guðrún Valgeirsdóttir fæddi manni sínum Þórði Þórðarsyni stúlku 18 marka og 52 senti- metra. Hæstiréttur dæmi Ólöfu Guðmundsdóttur á Ytri- Löngumýri, ekkju Björn heit- ins Pálssonar alþingismanns, tæpar 800 þúsund krónur í eignamámsbætur, vegna lands undir línustæði og vegaslóða er línulögninni fylgdi frá Blönduvirkjun að byggðah'n- unni. Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í nóvember 1994 Löngumýrarhjónum 250 þúsund krónur í bætur, en Hæstiréttur hækkaði bæt- urnar verulega. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp sl. fimmtudag. Á- greiningur var milli landeig- enda og Landsvirkjunar um mat á landinu og náðist því ekki samkomulag um bætur. Alls eru 11 háspennumöstur í landi Löngumýrar og töldu landeig- endur þau spilla 18 hektrurum lands. Héraðsdómur Reykjavík- ur mat landið er til spillis færi 2,4 ha en Hæstiréttur tæpa 3,5 ha. Bjöm heitinn Pálsson taldi að Landsvirkjun ætti að greiða sama verð iyrir landið og þegar keyptir voru 80,5 ha lands af Svínavatns- og Torfulækjar- hreppi og Blönduósbæ, eða 520 þúsund krónur á hektara. Eign- amámsverð sem Hæstiréttur dæmdi dánarbúi Björns var hinsvegar innan við helmingur þeirrar upphæðar á hektarann. Á sínum tíma var mikill hiti meðal nokkurra bænda í Svína- vatnshreppi vegna lagningar línunnar og töldu bændur um yfirgang verktaka Landsvirkj- unar að ræða, þar sem þeir æddu yfir tún og lendur í leyfts- leysi. Þannig greip Sigurður Ingvi Bjömsson bóndi á Guð- laugsstöðum til þess ráðs að bera kúamykju á völlinn, í þeim tilgangi að hefta för vinnuvéla um svæðið. Einnig vamaði hann verktökum aðgang með því að leggja dráttarvél í hlið. Þegar síðan átti að draga vélina burtu úr hliðinu brá hann lykkju á tógið og snaraði um háls sér, og kom þannig í veg fyrir að vélin yrði Ijarlægð. Sigurður Ingvi náði síðan samningum við Landsvirkjun. Höfðaskóli á Skagströnd berst höfðingleg gjöf Hefur nú yfir góðum tölvukosti að ráða Höfðaskóla á Skagaströnd voru nú fyrir helgina afhent- ar 10 tölvur að gjöf frá fjöl- mörgum aðilum í þorpinu og nágrenni, en efnt var til söfn- unar vegna tölvukaupanna. Fyrir átti Höfðaskóli tvær tölvur. Ingibergur Guð- mundsson skólastjóri Höfða- skóla segir skólann nú betur búinn kennslubúnaði í tölvu- fræðum en margir grunn- skólar landsins. Það vont 21 aðili sem lagði í púkkið til tölvukaupanna. Við afhendingu þeina fengu for- ráðamenn þessara aðila skjal ífá skólanum þar sem framlagið er þakkað. Þá var tölvuver skólans skoðað og boðið til kaffi- drykkju. Tölvumar tíu eru af gerðinni Mitac Pentium og em þær með 1280 mb hörðum diski og 16 mb vinnsluminni. Verð hverrar tölvu um sig er um 90 þúsund. Þá er geisladrif í nokkmm tölvanna. Gefendumir vom útibú bankanna þriggja, íslandsbanka, Búnaðarbanka og Landsbanka, Skagstrendingur, Kaupfélag Húnvetninga, Bflaskálinn, vöm- flutningafyrirtækið Einbúinn, bókhaldskrifstofa Helga Mar- inós Magnússonar, Foreldrafé- lag Höfðaskóla, Nemendafélag Höfðaskóla, Apótek Blönduóss, Maska, rafmagnsverkstæðið Neistinn, útgerðarfyrirtækið Jökull, skóverksmiðjan Skrefið, sorphreinsun Vilhelms Harðar- sonar, Toppnet, Trésmiðja Helga Gunnarssonar, Trésmiðja Kára Lámssonar, Verkalýðs- og sjómannafélag Skagastrandar og verslunin Borg. Gæðaframköllun BÖKABÍIÐ BRmjABS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.