Feykir


Feykir - 18.06.1997, Side 4

Feykir - 18.06.1997, Side 4
4 FEYKIR 22/1997 Hálfdánarhringurinn vígður um næstu helgi Stærsta tjald landsins í Lónkoti í Sléttuhlíð Á sólstöðuhátíð í Lónkoti í Sléttuhlíð nk. laugardag verður vígt stærsta tjald landsins. Það hefur verið nefnt Hálfdánar-hringur eftir galdramanninum og prestin- um Hálfdáni Narfasyni í Felli. Hálfdánar-hringur er stærsta mannvirki sinnar gerðar á Islandi. Tjaldið er um 700 fermetrar að stærð, afar sérstæð bygging og skoð- unarverð. Það er einkum hugsað fyrir ýmiss konar skemmtanahald, s.s. hljóm- leika, sjónleiki, sýningar og ættarmóL „Það er bráðnauðsynlegt íyr- ir ferðaþjónustuaðila utan hring- vegarins að skapa sér sérstöðu, öðruvísi fáum við ekki fólk til okkar. Það höfum við verið að reyna að gera og þetta er enn einn liðurinn íþeirri viðleitni”, segir Ólafur Jónsson staðarhald- ari í Lónkoti, en þar hefur verið bryddað upp á ýmsu síðustu árin. Til dæmis er þar golfvöllur og ýmislegt til afþreyingar, ágætis aðstaða til að grilla og fyrir tveim árum tengdu þeir Lónkotsmenn nafn staðarins frægasta Slétthlíðing allra tíma, listamanninum, landshoma- flokkaranum og rauparanum Sölva Helgasyni. Sölva var reistur minnisvarði og Sölvabar opnaður. Nú er annar frægur Slétthlíðingur leiddur fram á Risatjaldið, enn einn gjörningurinn sem skapar Ferðaþjónustunni í Lónkoti sérstöðu. Mikill fjöldi fólks sótti héraðssýningarnar Mikill fjöldi fólks fylgdist með Héraðssýningu Skag- lirðinga og Vestur-Húnvetn- inga á kynbótahrossum sem fram fór á Vindheimamelum sl.laugardag. Einnig mun héraðssýning Austur-Hún- vetninga sem fram fór við Húnaver kvöldið áður hafa verið fjölsótt. „Það virðist sem sýningar á kynbótagrip- um laði að fleiri áhorfendur en hestamótin sjálf’, sagði kunnur hestamaður við blaðamann á Melunum sl. laugardag. Kalsamt veður gerði það að verkum að fátt var af fólki í brekkunni, en brúnin meðfram var þéttskipuð bílum og bíl- þurrkur og rúðuvindur í mikilli notkun. Eflaust hafa aðstæður haft sitt að segja um árangur hestanna í sýningunni, en oft hafa sést betri tilþrif en að þessu sinni. Átta stóðhestar fengu fulln- aðardóm á Vindheimamelum. Hugi frá Hafsteinsstöðum, und- Skaftí Steinbjörnsson á Huga hæst dæmda stóðhestínum á Vindheimamelum. an Hrafrii frá Holtsmúla og Sýn- ar frá Hafsteinsstöðum stóð ofar þeim tveimur sex vetra hestum sem sýndir voru. Hann fékk 8,11 í aðaleinkunn, 7,93 fyrir byggingu og 8,29 fyrir hæfi- leika. Hugi hlaut Sörlabikarinn sem veittur er því kynbótahrossi úr Skagafirði sem fær hæstu dóma á héraðssýningu. Af hrossum úr V.-Hún. fékk hæstu einkunn fimm vetra hryssan Hekla frá Þóreyjamúpi undan Freyfaxa og Stóru-Blesu frá Þóreyjamúpi. Hekla fékk 7,92 í aðaleinkunn, 8,03 íyrir byggingu og 7,81 fyrir hæfi- leika. Maístjama frá Sveinsstöðum fékk hæstu einkunn í Húnaveri. Hún er undan Stíganda frá Sauðárkróki og Nýbjörgu frá Hesti. Maístjama fékk 7,98 í að- aleinkunn, 7,90 fyrir byggingu og 8,06 íyrir hæfileika. Þeir Lónkotsfeðgar, Ólafur og Jón, hafa lagt gífurlega vinnu í snyrtingu utanhúss og innan í Lónkoti á undanförnum árum. Mikil vinna Iiggur eftir þá í grjóthleðslu og þökulögnum við Hálfdánarhring sem minnir á grískt leiksvið. sjónarsviðið að nýju, séra Hálf- dán í Felli, sem uppi var á 16. öld og á sinni tíð var frægasti galdramaður norðlenskur og annar tveggja á landinu sem sagan segir að hafí náð frábær- um árangri eftir nám í Svarta- skóla, Sæmundur fróði í Odda var hinn. Til em margar þjóðsögur af Hálfdáni og gjömingum hans. Hann var þó ekki sá eini fjöl- kunnugi í Sléttuhlíðinni. í Lón- koti bjó á hans tíð galdrakerling er Ólöf hét. Eftirfarandi saga er sögð af samskiptum þeirra: í Lónkoti í sókn Hálfdáns prests í Felli bjó kerling ein gömul sem Ólöf hét. Hún var Ijölkunnug mjög og áttu þau Hálfdán margar brösur saman. Eitt haust reri Hálfdán til fiskjar með mönnum sínum og drógu þeir flyðru eina stóra. Þá var harka mikil og var hásetum kalt. Þá segir prestur þegar þeir kvört- uðu um kuldann: „Hvað ætli þið vilduð gefa mér til þess piltar að draga nú heitan blóðmörskepp til að hressa ykkur?” Þeir sögðu að hann mundi ekki geta það þó hann vildi. En litlu síðarkemur prestur með sjóðheitan blóð- mörskepp á önglinum. Snæddu þá allir hásetamir og þótti vænt um. En á meðan hvarf flyðran úr skipinu. Þá segir Hálfdán prestur: „Hafa vill kerling nokk- uð fyrir snúð sinn”. Hálfdán seiddi keppinn frá Ólöfu, en hún aftur flyðmna frá honum. Vígsluathöfnin hefst í Lón- koti nk. laugardag kl. 14,00. Seiðkarl hátíðarinnar verður gleðigjafmn Andri Bachmann og ætlar hann ásamt hljómsveit að töffa í tónum og söng á föstu- dags- og laugardagskvöld. Halldór Gísli Guðnason á Heklu frá Þóreyjamúpi hæst dæmda kynbótahrossinu í V.-Hún. og Jóhann Þorsteinsson frá Miðsitju á Yrkju frá Kirkjubæ, sem fékk hæstu dóma hryssna 5 vetra. Kærarþakkir til allra sem heimsóttu mig eða sendu mér hlýjar kveðjur og gfafirá 90 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Júlíusdóttir frá Syðra-Skörðugili.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.