Feykir


Feykir - 18.06.1997, Síða 7

Feykir - 18.06.1997, Síða 7
22/1997 FFYKIK 7 Aldarminning Brynjólfur Danivalsson 17. júní 1897 fæddist hjón- unum í Selhaga í Bólstaðahlíð- arhreppi A.-Hún., Jóhönnu Jónsdóttur og Danival Krist- jánssyni sonur sem hlaut nafnið Brynjólfur eítir móðurbróður sínum Brynjólfí Jónssyni í Merkigarði, sem dó ungur að árum. Vorið 1901 fluttu þau Jó- hanna og Danival með fjöl- skyldu sína að Litla-Vatnsskarði í Laxárdal. Þar bjuggu þau síð- an alla sína búskapartíð og ólu upp sinn stóra bamahóp, 5 dæt- ur og 3 syni sem hétu talið í ald- ursröð: Sólveig, Danival, Ingi- gerður, Brynjólfur, Sigurjón, Kristín, Halldóra og Ingibjörg Salome. Litla-Vatnsskarð var ekki bú- sældarbýli lyrir svo stóra fjöl- skyldu. Þar var þó talið gott að koma lyrir þreytta ferðamenn á þeirri fjallaleið sem lá um Litla- Vatnsskarðið. Jóhanna hafði ftá- bæra hæfileika til að taka vel á móti gestum í þröngum húsa- kynnum og oft við lítinn kost. Bömin fóm snemma að vinna bæði heima og annars staðar. Brynjólfur, kallaður Binni, fór ungur að heiman. Hann var í nokkur ár (1909-1914) hjá Bimi Eysteinssyni sem þá bjó aldrað- ur á Orrastöðum í Svínavatns- hreppi. Þjóðkunnur maður lyrir einbeitni og viljastyrk. Binni taldi að árin á Orrastöðum hefðu verið lærdómsrik og á ýmsan hátt nýst sér vel síðar á ævinni. Þó vinnudagurinn væri langur á Orrastöðum var þar ætíð nóg að borða. Bjöm gaf Binna vandað vasaúr að skilnaði og ýmis heil- ræði í veganesti. Síðar lágu leiðir hans í Skagafjörð. Þar vann hann að bústörfum á nokkmm bæjum, en aðallega á Hafsteinsstöðum og Sauðá í Borgarsveit. Á þeim ámm fór hann í Búnaðarskól- ann á Hvítárbakka. Maigar góð- ar minningar átti hann frá þeirri skólavist. Nokkrir skólabræður hans vom vinir hans eða kunn- ingjar meðan ævi entist, þó bú- settir væm á fjarlægum stöðum. Brynjólfur var aldamótamaður í orðsins lyllstu merkingu. Hann studdi af alhug félagslegar ffamfarir: jafnaðarstefhu, verka- lýðsbaráttu og samvinnustarf. Hann var bæði mannvinur og dýravinur. Gerði meiri kröfur fyrir aðra en sjálfan sig. Dóm- greind hans var skörp og yfir- veguð. Hann hagræddi ekki áliti sínu vegna eiginhagsmuna né hagsmuna annarra. Framsýnn maður og jákvæður. Um 1925 settist Brynjólfúr að á Sauðárkróki. Nokkmm ámm síðar stofnaði hann heim- ili að Árbæ (er síðar varð Suður- gata 24) með konu sinni Emelíu Lámsdóttur lfá Skarði. Þau áttu þar heimili bæði til æviloka. Að Árbæ ólu þau upp bömin sín fimm. Þau em: Sveinn f. ‘29 verkstjóri kvæntur Guðrúnu Þorsteinsdóttur búsett í Kefla- vík, Ragnheiður f. ‘30 ljósmóð- ir, lést 16. okt. ‘86, Stefama f. ‘32 gift Ara Jónssyni fv. útibús- stjóra Landsbankans, búsett í Reykjavík. Jóhanna f. ‘33 hjúkmnarfræðingur gift John Þór Toffolo tæknifræðingi á Ratsjárstofnun, búsett í Kefla- vík. Erla f. ‘35 bjó heima hjá foreldmm sínum, lést 30. ágúst 1990. Auk bama sinna ólst upp hjá þeim sonur Ragnheiðar, Brynjólfúr Dan Halldórsson mælingamaður og verktaki. Fyrir hjónaband sitt eignaðist Brynjólfúr son með Steinunni Hansen á Sauðá, Björgvin f. ‘23 sem þetta ritar. Brynjólfúr var fremur hlé- drægur en sóttist ekki eftir fé né frama. Áhugi hans á félagsmál- um varð til þess að hann komst ekki hjá að taka að sér ýmiss fé- lagsstörf, einkum þó lyrir sveit- arfélagið. Hann átti um langt árabil sæti í nokkmm nefndum Sauðárkróksbæjar og var bæjar- fulltrúi um skeið fyrir Alþýðu- flokkinn. Hann leit á flokkinn sem baráttutæki jafnaðarstefn- unnar lyrir mannrækt og betra þjóðfélagi. Brynjólfi tókst að eiga góð samskipti við sína samferðamenn án þess að slá nokkuð af sínum skoðunum. Hann eignaðist aldrei öfundar- menn né óvini. Hann kaus að lifa kyrrlátu lífi á fábrotinn hátt. Búskap rak Brynjólfur með- an heilsan leifði. Ræktaði tún í bæjarlandinu og sótti engjabú- skap á Víkurengið. Hann sá lengi um reksturinn á Sýsluhest- húsinu, sem stóð nálægt Ár- bænum. Þó búskapurinn væri bindandi vann hann einnig dag- launavinnu þegar hana var að fá. Vinnudagur hans var því oft ótrúlega langur. Emelía veitti honum oft mikla aðstoð og bömin meðan þau vom heima, einkum við heyskapinn. Brynjólfur missti að mestu röddina skömmu efdr fimmtugt. Það torveldaði mjög þátttöku hans á fundum og félagsstörf- um. Hann fékk heilablæðingu og lamaðist vemlega þegar hann var á sjötugsaldri. Þannig lauk hans löngu vinnudögum. En hin einstæða ró hans raskað- ist ekki þó vinnan og vinimir ljarlægðust. Heimilið var ömggt athvarf. Eiginkonan dugleg og ósérhlífin og bömin komu oft þó þau byggju í fjarlægð. Hann fór aldrei á sjúkrahús í sínum löngu veikindum. Hann lést 14. september 1972 þegar heila- blæðing gerði aftur vart við sig, 75 ára að aldri. Emelía lifði mann sinn lengi, lést 8. ágúst 1993,97 ára gömul. Að lokum vil ég þakka þeim báðum fyrir að veita mér at- hvarf og annað heimili þegar ég flutti frá Sauðá fyrir 56 ámm. Góðar minningar lifa lengi. Björgvin Brynjólfsson, Skagaströnd. Ókeypis smáar Til sölu! Til sölu Opel árg. ‘82, upptekin vél. lítur vel út að innan en skemmdur á hlið. Varahlutir fylgja. Upplýsingar í síma 453 5464. Til sölu bastsófasett með glerborði. Á sama stað óskast homsófi. Skipti væm tilvalin. Upplýsingar í síma 453 5363 eftir kl. 20. Til sölu ljögur vetrardekk á felgum, stærð 175x14, seljast ódýrt. Uppl. í síma 453 5428 Til sölu Lada sport árg. ‘87 ekinn 109.000 km, upphækk- aður, dekk 215/75x15, bretta- kantar. Góður bíll á góðu verði. Upplýsingar í síma 453 4320 á kvöldin. Til sölu notað reiðhjól Jazz Voltage 24” 18 gíra og BMX 16”. Einnig veiðileyfi í Laxá í Skefilsstaðahreppi, ein stöng 6. júh' (opnunarhelgi) og 30. júlí. Aðstaða í húsi fylgir. Upplýsingar í síma 453 6750 eða 453 5602. Húsnæði óskast! Við óskum efúr húsnæði með húsgögnum á Sauðárkróki eða nágrenni, 3ja herbergja eða stærri. Skilvísum greiðslum heitið og góðri umgengni. Upp- lýsingar í síma 561 2419 (Guðný) eða 555 0809 (Katrín). Tapað -fúndið! Gleraugu í rauðbrúnu hulstri töpuðust í síðustu viku, einhvers staðar á leiðinni frá Hótel Mælifelli um Túnahverfi upp í Hh'ðarhverfi. Upplýsingar í síma 453 5753 Afmælisár á Króknum Konur á Króknum Fimmtudaginn 19. júní verður opnuð í Barnaskólanum sýning r KONURAKRÓKNfM þar sem stiklað verður á stóru um sögu kvenna á Sauðárkróki. Klukkan 17.00 verður aflijúpaður steinn á horni Freyjugötu og Skólastígs til minningar um Frúarstíg. Að því loknu verður sýningin í Barnaskólanum opnuð. Kl. 20.30 hefst dagskrá í Bamaskólanum. Erindi eftir Aðalheiði B. Ormsdóttur. Pilsaþytur, þættir úr sögu kvenna og kvennafélaga í Skagafirði. Flytjendur María Gréta Ólafsdóttir, Anna Pála Þorsteinsdóttir og Sigrún Alda Sighvatsdóttir. Þá verður harmonikkuleikur kvenna. Föstudagurinn 20. iúní kl, 20.30. Erindi Helga Kress prófessor, Skáldkonur í Skagafirði. „Hugsanir mínar urðu tíðum að ljóði”. Svana Berglind Karlsdóttir syngur við undirleik Heiðdísar Lilju Magnúsdóttur. Laugardaginn 21. júní kl. 17.00 verður dagskrá „Konur á vinnu- markaði” í umsjá Ásdísar Guðmundsdóttur. Miðvikudagur 25. júní kl, 20.30 verður dagskrá „Konur og íþróttir” í umsjá Fanneyjar í. Karlsdóttur. Sýningin Konur á Króknum er opin virka daga kl. 16-21 og um helgar kl. 14-22. Aðgangseyrir kr. 300, ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Selt verður kaffi og meðlæti í „Guðrúnarlundi” að hætti Guðrúnar frá Lundi. Undirbúningsnefndin.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.