Feykir


Feykir - 17.09.1997, Blaðsíða 2

Feykir - 17.09.1997, Blaðsíða 2
2FEYK1R 31/1997 Kennarar á Norðurlandi vestra Uppsagnir ekki í uppsiglingu „Uppsagnir eru ekki í upp- eru að hugsa veit ég ekki, en ég siglingu svo ég viti. Hvað menn á síður von á því að til uppsagna komi”, segir Ólafur Bemódus- son á Skagaströnd formaður Kennarasambands Norðurlands vestra. Ólafur segir að engu að síður brenni kjaramál stéttar- innar mjög á kennurum á þessu svæði, en staðreyndin sé sú að uppsagnir veiti mun meiri þrýst- ing í stóm bæjarfélögunum. Kjaramálin og önnur starfs- og réttindamál kennara á Norð- urlandi vestra verða án efa til umræðu á haustþingi kennara sem verður í Varmahlíð 2. og 3. október nk. Stofiiun Hitaveitu Skagaijarðar samþykkt Stofnun byggðasamlags um hitaveitu „Hitaveitu Skaga- Ijarðar” var samþykkt á fundum bæjarstjómar Sauðárkróks og hreppsnefndar Seyluhrepps í gær. Þar með renna Hitaveita Sauðárkróks og Hitaveita Varma- hlíðar saman í eitt iyrirtæki. Stofnsamningur byggða- samlagsins er í 17 liðum og felur það m.a. annars í sér að gert er ráð fyrir að upphitunar- kostnaður verði mjög svipaður hjá notendum beggja veitnanna, og ekki þurfi að koma til breytingar á verðskrám nema þá mjög óverulegar, að því er blaðamanni Feykis skilst. Leiðrétting Þau mistök áttu sér stað í birtingu réttarríma Agnars J. Levý í síðasta blaði, að niður féll síðasta ljóðlínan í bragnum. Til að bæta fyrir það birtist hér síðasta vísa bragsins, en hún er svona: Reka munum saman sátt, sœllegtfé og rétta. Eftir verður kannski kátt efkarlar í sig skvetta. Stuðull Tölvubúnaður Borgarmýri 1, sími 453 6676 Viðgerðarþjónusta á sjónvörpum, myndbandstækjum, tölvum, prenturum ogöðrum rafeindatækjum- Verð kr. 16.900 Úrval af nýjum leikjum Nokia l6ll Frábær GSM sími 140 tíma rafhlaða Tilboð kr. 24.900 Menn gaumgæfa ættarmótið og síðan markið, síðan er ráðist til atlögu. Fólk og hross í Staðarrétt Fyrstu stóðréttir haustsins voru haldnar um síðustu helgi. Réttað var bæði í Skarðarétt og Staðarrétt í miklu blíðskaparveðri á laugardag og geysilegur mannfjöldi þar saman kominn. Réttarstarf fór vel fram, kannski meira að segja óvenjulega vel, því stundum hefuf það þótt brenna við að einstaka menn hafa sýnt fullmikið Og ósjaldan veitir ekki af samtakamættinum til að koma blessuðum skepnum í dilkinn. kapp við dráttinn og í hita leiksins hafi þá gleymst að sýna skepnum þá miskunnsemi sem sjálfsögð þykir. Þá verður að reyna að hanga á baki. Dilkurinn var þéttskipaður hrossum og fólki. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægissúg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: ÞórhallurÁsmundsson. Fréttaritarar: Sesselja Traustadóttir og Örn Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 160 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 180 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.